Fréttir

Stuð og stemning framundan á Lummudögum

Á Sauðárkróki mun lummuilmur væntanlega svífa yfir götum um helgina en þá verða Lummudagar haldnir í ellefta skipti. Feykir hafði samband við Steinunni Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Lummudaga og bað hana að segja lesendum eilítið frá Lummudögum.
Meira

Leita að fyrirtækjum til að þróa heildstæða stafræna tækni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa á vef sínum eftir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlandi vestra sem hafa áhuga á að þróa heildstæða stafræna tækni (e. immersive technology) í markaðslegum tilgangi fyrir fyrirtæki sín.
Meira

Frændsystkinin hefja leik á Norðurlandamótinu í körfubolta á morgun í Finnlandi

Norðurlandamótið hjá U16 og U18 ára landsliða í körfubolta hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Tindastóll á tvo fulltrúa í U16 ára landsliðinu, þau Marín Lind Ágústsdóttir og Örvar Freyr Harðarson. Þau eru bæði ung og efnileg og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.
Meira

Maríudagar um næstu helgi

Dagana 29. júní og 30. júní verða Maríudagar haldnir á Hvoli í Vesturhópi klukkan 13.-18 báða dagana. Þetta er í tíunda sinn sem Maríudagar hafa verið haldnir en það er gert í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli. Það er fjölskyldan frá Hvoli sem stendur að þessum árlega viðburði.
Meira

Fjölnota hjólabraut tekin í notkun á Skagaströnd

Unga kynslóðin á Skagaströnd, og jafnvel fleiri, hafa ríka ástæðu til að kætast þessa dagana því í gærkvöldi, þann 25. júní, var opnuð fjölnota hjólabraut á skólalóð Höfðaskóla. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að brautarinnar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu.
Meira

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Blönduósi

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglagreininni Skeet verður haldið á skotsvæði Skotfélgasins Markviss dagana 29. og 30. júní. Á Facebooksíðu Markviss kemur fram að skráning á mótið hefur verið með miklum ágætum og stefnir í eitt fjölsóttasta mót sumarsins. Keppendur eru skráðir í flestum, ef ekki öllum, flokkum og frá átta skotíþróttafélögum víðs vegar af að landinu.
Meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi.
Meira

Blönduóstorfæran um helgina

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í torfæru fer fram á Blönduósi á laugardaginn og hefst keppnin klukkan 11:00. Mótið er í umsjón Bílaklúbbs Akureyrar og fer keppni fram í Kleifarhorni. Keppt verður í tveimur flokkum, götubílaflokki og sérútbúnum. Sagt er frá þessu á fréttavefnum huni.is.
Meira

Úrslitin úr Opna Nýprent barna og unglingamóti í golfi

Á heimasíðu Golfklúbb Sauðárkróks kemur fram að Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni hafi farið fram á Hlíðarendavelli 23. júní.
Meira

Tillitssemi mikilvæg

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, vekur athygli á því í á heimasíðu sinni að í kvöld hefst hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon og því má búast við talsverðri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni meðan keppnin stendur yfir. Fyrstu hóparnir fara af stað í dag, þriðjudag, en flestir leggja af stað klukkan 19:00 annað kvöld og er reiknað með fyrstu keppendum ímark á föstu­dags­morg­un, en tími renn­ur út á laug­ar­dag. Hjólað verður eftir hringveginum norður fyrir og endað við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Mikilvægt er að allir ökumenn, bæði vélknúinna ökutækja og hjólandi, sýni fyllstu tillitssemi.
Meira