Fréttir

Hægeldað lambalæri og hindberjadesert

Matgæðingar Feykis í 23. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Guðrún Helga Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Gylfason sem er menntaður húsasmiður en starfar hjá KVH í pakkhúsdeild, auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Þau eru búsett á Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, þeim Helga og Bellu, sem og hundi og ketti. Þau ætla buðu lesendum upp á tvo rétti, aðalrétt og eftirrétt. „Lambakjöt er í miklu uppáhaldi hjá okkur, þvi kom ekkert annað til greina en að velja einhvern af okkar uppáhalds lambakjötsréttum. Eftirréttinn notum við stundum við hátiðleg tilefni en börnin okkar elska hindber. Þetta er uppskrift sem áskotnaðist okkur fyrir töluverðu síðan,“ sögðu matgæðingarnir Guðrún Helga og Hörður.
Meira

Góður árangur hjá Skagfirðingum í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossvelli um síðustu helgi 15-16 júní. Alls voru 212 keppendur skráðir til leiks frá 25 félögum og samböndum. Fimm Skagfirðingar tóku þátt og unnu þau öll til verðlauna, alls voru það þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun.
Meira

Harmonikuunnendur skemmta sér á Steinsstöðum

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir fjölskylduhátíð að Steinsstöðum nú um helgina, 21.-23. júní. Dagskráin hefst með dansleik klukkan 21:00 í kvöld þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt Jóa Færeyingi og Aðalsteini Ísfjörð sjá um fjörið.
Meira

Tap hjá Tindastóli á Selfossi

Selfoss og Tindastóll áttust við í áttundu umferð 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á JÁVERK vellinum á Selfossi, fyrir leikinn var Selfoss í þriðja sæti með þrettán stig en Tindastóll á botninum með eitt stig.
Meira

Líf í lundi - útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins

Á morgun, laugardaginn 22. júní, verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins undir merkinu Líf í lundi. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda í samvinnu við önnur félagasamtök og stofnanir. Arion banki styrkir verkefnið. Í fréttatilkynningu segir að markmið dagsins sé að fá almenning til að heimsækja skóga og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa náttúru landsins.
Meira

Veiði að hefjast í húnvetnsku laxveiðiánum

Nú eru laxveiðiárnar oð opna ein af annarri. Fyrsti veiðidagur í Blöndu var 5. júní og á miðvikudag höfðu veiðst þar 85 laxar skv. veiðitölum á angling.is. Tveir þeirra munu hafa verið 98 cm langir sem eru þeir stærstu sem veiðst hafa á þessu sumri.
Meira

Eldur í Húnaþingi í sautjánda sinn

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin í 17. sinn dagana 25.-28. júlí næstkomandi. Að vanda er dagskráin full af spennandi viðburðum og listamennirnir sem við sögu koma eru margir langt að komnir.
Meira

Ráða starfsmann í tilraunaverkefni vegna skólaforðunar

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 11. júní sl. var tekið fyrir og samþykkt samhljóða erindi frá fjölskyldusviði sveitarfélagsins, sem heldur utan um félags- og fræðslu þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að sinna barnavernd, þess efnis að ráða tímabundið starfsmann til sviðsins til að sinna börnum sem klást við skólaforðun ásamt fleiri verkefnum.
Meira

Villtir Svanir í félagsheimilinu Bifröst

Tónleikarnir VILLTIR SVANIR OG TÓFA (án tófu) verða nú haldnir enn eina ferðina, föstudaginn 21. júní í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkrók.
Meira

Gestum fjölgar ár frá ári í sundlauginni á Blönduósi

Sundlaugin á Blönduósi hefur verið vel sótt í sumar eins og síðustu sumur. Það sem af er ári hafa 17.141 sundlaugagestir heimsótt laugina. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugagestirnir 15.180 talsins og er þetta því aukningin um 12,9% milli ára að því er segir í fréttatilkynningu frá sundlauginni . Sé miðað við árið 2017, sama tímabil, voru gestir sundlaugarinnar þá 14.530 og nemur aukningin 17,9% og því stöðug aukning ár frá ári.
Meira