Umferðarslysum hefur fækkað verulega á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.01.2019
kl. 16.13
Á liðnu ári var lögð aukin áhersla á umferðaröryggismál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og var sérstök umferðardeild sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Í ljósi árangursins sem náðist á árinu er stefnan sett á að auka eftirlitið enn frekar á árinu sem nú er að hefjast. Þetta kemur fram í Facebookfærslu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira