Fréttir

Umferðarslysum hefur fækkað verulega á Norðurlandi vestra

Á liðnu ári var lögð aukin áhersla á umferðaröryggismál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og var sérstök umferðardeild sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Í ljósi árangursins sem náðist á árinu er stefnan sett á að auka eftirlitið enn frekar á árinu sem nú er að hefjast. Þetta kemur fram í Facebookfærslu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Skemmtikvöld í sveitinni - leiðrétt dagsetning

Athygli lesenda Sjónhornsins er vakin á því að dagsetning misritaðist í auglýsingu frá Búminjasafninu í Lindabæ í nýjasta tölublaði Sjónhornsins sem kom út í dag. Pantanir fyrir skemmtikvöldið þurfa að berast fyrir 16. janúar en ekki febrúar eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Væri til í að fara með konuna og börnin á tónleika með Muse / RAGNAR ÞÓR

Að þessu sinni er það nokkuð síðbúin Jóla-Tón-lyst sem ber fyrir augu lesenda Feykis en það er Ragnar Þór Jónsson, þingeyskur gítarleikari með heimilisfang á Hofsósi, sem tjáir sig um tónlistina. Ragnar, sem er fæddur 1966, ólst upp í Aðaldal og bjó síðan í 30 ár á Húsavík. Fyrir nokkrum árum kynntist hann síðan Dagmar Ásdísi Þorvaldsdóttur og flutti í framhaldi af því á Hofsós.
Meira

Hviður allt að 48 m/s í Fljótum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi. Suðvestanstormur eða -rok er nú ríkjandi með vindhviðum 35-45 m/s við fjöll, hvassast á Ströndum og í Skagafirði. Varhugavert er ökutækjum sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og eru ferðalangar beðnir um að fara varlega.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu

Menningarsjóður Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu auglýsir eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum árið 2019 á vef Húnaþings vestra. Til að geta sótt um í sjóðinn þurfa umsækjendur að vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir með lögheimili í Húnaþingi vestra.
Meira

Jón Gísli genginn til liðs við Skagamenn

Í gær gekk Knattspyrnufélag ÍA á Akranesi frá samningi við hinn bráðefnilega Króksara, Jón Gísla Eyland Gíslason, en Skagamenn leika í efstu deild á komandi sumri. Jón Gísli gengur til liðs við KFÍA frá Tindastóli en hann er fæddur 2002 og hefur þegar spilað 37 leiki með 2. deildar liði Tindastóls og skorað eitt mark. Þá hefur Jón Gísli leikið 13 leiki með U-17 ára landsliði Íslands og þrjá leiki með U-16.
Meira

Stólastúlkur fengu á baukinn í Breiðholti

Kvennalið Tindastóls sótti lið ÍR heim í Breiðholtið um liðna helgi. Stólastúlkur höfðu unnið fyrsta leik liðanna í haust en mættu að þessu sinni til leiks með hálf vængbrotið lið og sunnanstúlkur gengu á lagið. Lokatölur voru 91-52.
Meira

Veðurklúbburinn spáir umhleypingum í janúar

Í gær, þriðjudaginn 8. janúar 2019, komu tíu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík saman til fundar til að fara yfir spágildi desembermánaðar. Fundur hófst kl 14:00 og lauk kl 14:25. Jólin urðu ekki hvít, eins og gert var ráð fyrir í fyrri spá, heldur má segja að þau hafi verið frekar flekkótt. Áramótaveðrið var til beggja vona eins og gert hafði verið ráð fyrir.
Meira

Hulda Hólmkelsdóttir upplýsingafulltrúi þingflokks VG

Hulda Hólmkelsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Hulda mun meðal annars annast samskipti við fjölmiðla fyrir hönd þingflokksins ásamt aðstoð við þingmenn við þeirra störf. Hún hefur þegar hafið störf.
Meira

Ólíklegt að Hafíssetrið verði opnað aftur

Óvissa ríkir um framtíð Hafíssetursins á Blönduósi og hefur svo verið um nokkurt skeið eða síðan því var lokað í sumarlok árið 2015. Fréttavefurinn Húni.is fjallaði um málið í gær og birti meðal annars viðtal við Þór Jakobsson veðurfræðing og upphafsmann að Hafíssetrinu. Setrið var opnað sumarið 2006 í öðru af tveimur elstu húsum Blönduóss, Hillebrandtshúsinu, og gekk starfsemi þess vel fyrstu árin en þegar á leið reyndist ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi með tilliti til aðsóknar.
Meira