Sætur fyrsti sigur Tindastóls í sumar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.07.2019
kl. 17.51
Lið Tindastóls tók á móti Vestra frá Ísafirði í 2. deildinni í knattspyrnu á vel rökum Sauðárkróksvelli í dag. Ísfirðingar voru fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en Stólarnir sigurlausir með tvö stig á botninum. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og áttu heimamenn í fullu tré við vel skipað lið gestanna og á endanum fór það svo að Tindastólsmenn fögnuðu glaðbeittir fyrsta sigri sínum í sumar. Lokatölur 2-1.
Meira