Einar Eylert Gíslason - Minningarorð
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
21.09.2019
kl. 10.13
Nú hefur riðið Gjallarbrú eftirminnilegur garpur sem er Einar Eylert Gíslason á Syðra-Skörðugili, fyrrum bóndi þar og ráðunautur. Einar fæddist á Akranesi 5. apríl 1933, hann lauk búfræðiprófi á Hvanneyri 1951 og stundaði verklegt búfræðinám og vinnu á búgörðum í Danmörku og Svíþjóð árin 1951 til ´53 og lauk búfræðikandídatsprófi frá Hvanneyri 1955. Ekki verður ævi- né starfsferli Einars gerð tæmandi skil hér en á árunum 1960 til 1974 var Einar ráðsmaður á Hesti, í því fólst bústjórn og dagleg yfirstjórn þeirra viðamikilu tilrauna sem þar fóru fram í sauðfjárrækt.
Meira
