Fréttir

Vinna og vökustundir - Fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga

Nú er rispa í kjarasamningsgerð ný yfirstaðin og ýmsar nýjar áherslur bornar á borð s.s. stytting vinnuvikunnar. Út frá umfjöllun um kjaramál vöknuðu hugleiðingar um vinnutíma og vinnuaðstæður fólks á liðnum öldum. Aðskilnaður heimilis og atvinnu hafði ekki enn átt sér stað á seinni hluta 19. aldar og frumvinnsla matvæla og klæða hélt fólki við verkin frá sólarupprás til sólarlags og rúmlega það, ef marka má frásagnir Hrafnagils-Jónasar í bókinni Íslenskir þjóhættir.
Meira

Aldarafmæli Verzlunar Haraldar Júlíussonar

Verzlun Haraldar Júlíussonar, sem í daglegu tali Skagfirðinga er oftast kölluð Verslun Bjarna Har. eða bara Bjarni Har., fagnar aldar afmæli um þessar mundir. Í tilefni þess verður blásið til afmælisfagnaðar við verslunina næsta laugardag, 29. júní.
Meira

Tilkynning frá Hjólreiðafélaginu Drangey

Hjólreiðafélagið Drangey tilkynnti á facebook síðu sinni að liðið hafi hætt keppni. Hér fyrir neðan má sjá hvað þau sögðu.
Meira

Ljósmyndakeppni Skagafjarðar

Félag ferðaþjónustu í Skagafirði hefur verið að velta fyrir sér kynningarefni fyrir héraðið og hvaða ímynd Skagafjörður hefur í huga heimamanna og ekki síður ferðamanna. Því eins og máltækið segir "glöggt er gests augað". Félaginu finnst við Skagfirðingar þurfa líka dálítið á því að halda að fá að vita hvað ferðamönnum finnst um þetta svæði.
Meira

Gjaldfrjáls skimun hvetur til þátttöku

Fjöldi 23ja ára kvenna sem koma í fyrsta sinn í leghálsskimun og 40 ára kvenna sem koma í brjóstaskimun í fyrsta sinn hefur rúmlega tvöfaldast með nýju tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem býður konunum skimunina sér að kostnaðarlausu í ár. Stærstur hluti kvennanna segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Fyrstu fim mánuði ársins hafa rúmlega tvöfalt fleiri konur mætt í fyrstu skimun en á sama tímabili síðasta árs að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands.
Meira

Heimilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og lausamuni

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var sl. þriðjudag, 25. júní, voru samþykktar verklagsreglur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra við að fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum sbr. reglugerð 941/2002. Er Heilbrigðiseftirlitinu ætlað að vinna að verkefninu í samráði og samvinnu við sveitarfélög á starfssvæðinu.
Meira

Markalaust jafntefli í miklum baráttu leik á Sauðárkróksvelli

Tindastóll fékk lið Völsungs í heimsókn á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Það var mikil harka í þessum leik og ætluðu bæði lið að taka öll þrjú stigin. Tindastóll var meira með boltann í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist út í þeim seinni.
Meira

Feikna fjör á Hofsós heim um helgina

Hofsósingar og nærsveitungar halda bæjarhátíð sína nú um helgina undir yfirskriftinni Hofsós heim. Hátíðin er arftaki Jónsmessuhátíðar á Hofsósi sem haldin var árlega um margra ára skeið, síðast árið 2017. Dagskráin er þéttskipuð skemmtilegum viðburðum og ættu allar kynslóðir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Nóg framundan í boltanum

Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að skella sér á völlinn, því framundan eru þrír leikir einn í kvöld og tveir á morgun.
Meira

Vinna við nýja sóknaráætlun formlega hafin

Fyrsti formlegi fundurinn í tengslum við gerð nýrrar sóknaráætlunar og sviðsmynda atvinnulífs Norðurlands vestra var haldinn nýlega. Á vef SSNV segir að verkefnisstjórn vinnunnar hafi fundað fyrri hluta dags en hana skipa stjórn SSNV, fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem ekki eiga mann í stjórn sem og starfsmenn samtakanna. Síðari hluta dags bættust aðilar úr atvinnulífinu við. Á fundnum var farið yfir fyrstu niðurstöður netkönnunar sem gerð var í tengslum við vinnuna en þær verða kynntar nánar með haustinu.
Meira