Fréttir

Telja fjölmörgum spurningum ósvarað um sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í gær var tekist á um samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki og telja þau Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir af Skagafjarðarlista og Bjarni Jónsson Vinstri grænum, fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar.
Meira

„Spörkuðum aðeins í rassgatið á okkur,“ segir Axel Kára – Fjórði leikur Tindastóls og ÍR í kvöld

Þá er komið að fjórða leik Tindastóls og ÍR í undanúrslitum Domino´s deildar í körfubolta en leikið er í Síkinu á Sauðárkróki klukkan 19.15. Stólarnir leiða einvígið 2-1 og með sigri i kvöld tryggja þeir sig í úrslitin á móti annað hvort Haukum eða KR. Feykir hafði samband við Axel Kára fyrr í dag, sem segir leikinn verða skemmtilegan nái þeir að finna sömu grimmdina og á miðvikudaginn.
Meira

Sektir við umferðarlagabrotum hækka verulega

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á það á Facebooksíðu sinni að um næstu mánaðamót tekur gildi ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt reglugerðinni munu sektir á mörgum brotum hækka verulega, til að mynda mun sekt við að tala í farsíma undir stýri áttfaldast, fara úr 5.000 krónum í 40.000 krónur. Hér má sjá nokkur dæmi um sektir eftir nýju reglugerðinni.
Meira

Andstaða við aukið sjókvíaeldi

Húni.is greinir frá því að aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár sem haldinn var í vikunni sendi frá sér ályktun þar sem lýst er yfir andstöðu við aukið laxeldi í opnum sjókvíum bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Í ályktuninni er minnt á að Hafrannsóknarstofnum sé andsnúin stjórnlausu laxeldi í sjókvíum og telji það geta stórskaðað villta laxastofna landsins. Skorað er á umhverfisráðherra að sitja ekki hjá í þessu mikilvæga náttúruverndarmáli.
Meira

Tónleikar Lóuþræla á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar munu hefja upp raust sína og syngja í Blönduóskirkju, þriðjudaginn 17. apríl nk. Söngstjóri er Ólafur Rúnarsson, undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir og Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson syngja einsöng.
Meira

Eldur í jeppa á Blönduósi

Vísir.is segir frá því að betur fór en á horfðist þegar slökkviliðinu á Blönduósi barst tilkynning frá eldvarnakerfi í geymsluhúsnæði Rarik í bænum um klukkan hálf fimm í nótt. Þegar að var komið logaði eldur og húsið fullt af reyk.
Meira

Smekklega settir ljóðstafir - Stefjagróður Ingólfs Ómars

Út er komin ljóðabókin Stefjagróður eftir Skagfirðinginn Ingólf Ómar Ármannsson. Hann er fæddur á Sauðárkróki 1966 og ólst þar upp, byrjaði snemma að yrkja og er í dag einn þekktasti hagyrðingur landsins.
Meira

Dalatún 3 er ekki til sölu

Þau leiðu mistök urðu í Feyki, sem út kom í gær, að einbýlishúsið við Dalatún 3 á Sauðárkróki var auglýst til sölu. Þarna var gamall draugur á ferðinni því um gamla auglýsingu var um að ræða. En einbýlishúsið við Sunnuveg 7 á Skagaströnd er hins vegar til sölu.
Meira

Lokakvöld Meistaradeildar KS fer fram á morgun

Nú fer spennan að ná hámarki í Meistaradeild KS en lokakvöld keppninnar fer fram á morgun, föstudaginn 13. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Athygli er vakin á því að mótið hest kl 18:30. Keppt verður í tveimur greinum, tölti og skeiði. Helga Una Björnsdóttir leiðir einstaklingskeppnina fyrir lokakvöldið og lið Hrímnis leiðir liðakeppnina en eins og fram kemur í tilkynningu frá keppnisstjórn getur allt gerst þar sem keppt verður í tveimur greinum.
Meira

Kaffi Krókur fær skjöld frá Markaðsráði kindakjöts

Veitingastaðurinn Kaffi Krókur á Sauðárkróki fékk afhentan skjöld frá Markaðsráði kindakjöts sem viðurkenningu fyrir að gera lambakjöt áberandi á sínum matseðli. Á skildinum er táknmynd sauðkindarinnar með áletruninni Icelandic lamb roaming free since 874 og er ætlað að vekja athygli á hinum fjölbreyttu afurðum hennar. Þeir sem skjöldinn fá geta notað merkið til að vekja athygli á sínum afurðum og í tilfelli KK restaurants verður það gert sýnilegt á matseðlum og samfélagsmiðlum staðarins.
Meira