Fréttir

Bletturinn náði takmarki sínu á Karolina Fund

Við sögðum frá því hér á Feyki þann 7. júní sl., að hópfjármögnun væri hafin á Karolina Fund vegna viðhalds á Blettinum á Hvammstanga.
Meira

Bókasafnið á Blönduósi kynnir önnur söfn

Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi bryddar gjarnan upp á spennandi nýjungum. Í júlímánuði ætlar safnið að vera með kynningar á öðrum söfnum á Facebooksíðu sinni og segja frá skemmtilegum hugmyndum eða viðburðum sem í boði eru á vegum þeirra. „Kannski er þar eitthvað sem að vinir safnsins vildu sjá hér á Blönduósi?" segir á Facebooksíðunni.
Meira

Markaveisla á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú örugg stig á laugardaginn með 7-2 sigri á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Murielle Tiernan skoraði fjögur mörk, Krista Sól Nielsen var með tvö mörk og Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði eitt mark.
Meira

Farfuglaheimilin á Íslandi og Plastpokalausi dagurinn

Á Plastpokalausa deginum, þann 3. júlí, munu Farfuglaheimilin á Íslandi taka höndum saman til að vekja athygli gesta á mengun af völdum plasts. Þann dag munu gestir sem gista á Farfuglaheimilunum í landinu fá gefins fjölnota poka úr lífrænni bómull
Meira

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum.
Meira

Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutt í nýtt húsnæði

Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutti í liðinni viku í nýtt húsnæði á þriðju hæð að Höfðabraut 6. Í húsinu eru fyrir ýmis þjónustufyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa starfsemi í húsinu. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að með flutningnum batni aðstaða starfsfólks hjá starfsstöðinni frá því sem áður var og möguleikar á samstarfi og samskiptum aukist.
Meira

Prjónagleði á Stöð 2 í kvöld

Á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, 2. júlí kl. 19:30, er þátturinn Maður er manns gaman í umsjón Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar. Í þættinum verður sýnt frá Prjónagleði.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir sveitarstjóra

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið segir að leitað sé eftir einstaklingi sem búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, hafi leiðtogahæfileika, geti tekið frumkvæði og búi yfir hugmyndaauðgi.
Meira

Notað og nýtt í Hamarsbúð á Vatnsnesi

Húsfreyjurnar bjóða upp á vöfflukaffi í Hamarsbúð, sunnudaginn 8. júlí nk. frá kl. 13 - 17.
Meira

Hofsósskirkja fær góða gjöf

Hofsósskirkju voru nýlega færðar góðar gjafir þegar hjónin Guðrún Elín Björnsdóttir og Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson ásamt föður og systkinum Guðrúnar, færðu kirkjunni að gjöf tvo blómavasa til minningar um dóttur Guðrúnar og Guðmundar, Unni Bettý, sem fórst í bílslysi þann 28. ágúst 2006, tæplega 19 ára gömul.
Meira