Fréttir

Ótrúlegur áhugi á hestaferðum um söguslóðir

Fyrr í sumar auglýsti Magnús Ólafsson frá Sveinstöðum, hestaferð um söguslóðir morðanna á Illugastöðum og síðustu aftöku á Íslandi í janúar 1830. Í upphafi voru auglýstar tvær, fimm daga ferðir en vegna mikils áhuga hefur hann nú bætt þeirri þriðju við. Það þýðir að nokkrir sem ætluðu í fyrri tvær ferðirnar hafa nú fært sig og bókað í þá síðustu. Þess vegna er nú möguleiki á því að bæta við fólki í hverja af þessum ferðum. Hægt er að vera einungis með hluta af ferðinni ef það hentar fólki.
Meira

Fyrsti bændamarkaður sumarsins á Hofsósi á laugardaginn

Á laugardögum í sumar verða haldnir bændamarkaðir í pakkhúsinu á Hofsósi. Það er Matís sem stendur að verkefninu í samstarfi við skagfirska framleiðendur og er Rakel Halldórsdóttir, starfsmaður Matís sem búsett er á Hofsósi, hvatamaðurinn að þeim.
Meira

Nýr valkostur í hestaflutningum

Nýstofnað fyrirtæki, Sleipnir hestaflutningar ehf., hefur hafið starfsemi í Skagafirði. Fyrirtækið býður upp á flutning um allt land og er á hersla lögð á velferð og öryggi hesta í flutningi en allir hestar eru fluttir í einstaklingsrýmum. Milliverk eru lokuð niður í gólf og hægt er að opna milli hólfa svo folaldshryssur hafi tveggja hesta pláss. Myndavélakerfi er í vagninum svo stöðugt eftirlit er með hrossunum meðan á flutningi stendur.
Meira

Málverka- og ljósmyndasýning á Maríudögum

Helgina 30. júní - 1.júlí verða Maríudagar haldnir á Hvoli í Vesturhópi kl 13.-18 báða dagana. Maríudagar hafa verið haldnir undanfarin ár í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í boði stórfjölskyldunnar frá Hvoli. Að þessu sinni verður boðið upp á málverkasýningu með verkum eftir systurdóttur Maríu, Ástu Björgu Björnsdóttur og ljósmyndasýningu á myndum Andrésar Þórarinssonar, eiginmanns Ástu. Ljósmyndirnar eru teknar á þessu ári í héraðinu og má þar líta mörg kunnugleg andlit.
Meira

Skipulagslýsing fyrir nýjan selaskoðunarstað á Vatnsnesi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í landi Flatnefsstaða í Húnaþingi vestra skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er uppbygging á nýjum sela- og náttúruskoðunarstað á Vatnsnesi til að dreifa álagi ferðaþjónustu á náttúruna.
Meira

Skin og skúrir á Landsbankamótinu

Landsbankamótið fór fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki um liðna helgi og þar voru það stúlkur í 6. flokki sem spreyttu sig fótboltasviðinu. Um 80 lið voru skráð til leiks frá fjölmörgum félögum og er óhætt að fullyrða að hart hafi verið barist þó brosin hafi verið í fyrirrúmi.
Meira

Skagfirðingur í körfuboltalandsliðinu

Nú er ljóst að enginn Stólamaður fer með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta er það mætir Búlgaríu og Finnlandi ytra dagana 29. júní og 2. júlí í undankeppni HM(World Cup). Pétur Rúnar Birgisson var í 15 manna æfingahópi en var kroppaður burt í lokaniðurskurði ásamt Kristni Pálssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. Einn Skagfirðingur er þó í liðinu.
Meira

Nýr formaður og stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldinn í síðustu viku. Þar var m.a. kjörin ný stjórn og formaður og ákveðið var að koma kvennaliði meistaraflokks í gang fyrir næsta tímabil.
Meira

Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri SSNV

Þann 1. júlí næstkomandi mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir taka við starfi framkvæmdastjóra SSNV. Unnur Valborg hefur áralanga reynslu af rekstri og stjórnun.
Meira

Kirkjukambur úr bronsi finnst í rústum Þingeyraklausturs

Nú stendur yfir uppgröftur í rústum Þingeyraklausturs en þar hafa fræðilegar rannsóknir staðið yfir frá árinu 2016 og ganga undir heitinu Þingeyraverkefnið. Uppgröfturinn í rústum klaustursins hófst í byrjun júní og mun standa út mánuðinn. Þar hefur tíu manna hópur verið að störfum undanfarið og unnið að því að grafa sig í gegnum jarðlög frá 17. og 18. öld.
Meira