Fréttir

Frostið kallar á meiri kyndingu

Veturinn hefur verið kaldur norðanlands og því gott að hafa hitaveitu til að hita híbýli sín. En mörgum notendum hitaveitu Húnaþings vestra brá í brún þegar nýjasti reikningurinn kom í heimabankann því aukin notkun kallar á meiri kostnað þá mánuði þar sem notkun er ekki áætluð á reikningum heldur lesið af í hvert sinn sem reikningar eru sendir úr.
Meira

Banni á bensínsölu B. Har frestað

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var í gær var ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið á sölu eldsneytis á núverandi sölustað Olís á Sauðárkróki þegar fullljóst verður að aðstaða verði endurbætt. Bjarni Har getur þá látið dæluna ganga. Að sögn Sigurjóns Þórðarsonar frestast bannið fram á vor og fellur úr gildi ef farið verður í lagfæringar á núverandi stað.
Meira

Svaðaleg stemning í Höllinni í gær

Það var mikil stemning í Laugardalshöllinni í gær þegar Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins. Ljóst var að þarna myndu tvö hörkulið mætast þar sem Haukarnir hafa verið í fínum málum og standa efstir í Domino´s deildinni og Tindastóll sjónarmun á eftir með tveimur stigum færra. Stuðningsmennirnir létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu á upphitun í Ölver og svo í Höllina.
Meira

1,5 milljón til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls – Miðasala á úrslitaleikinn hafin

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráðið óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum nk. laugardag á móti KR og óskar liðinu jafnframt velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er. Feykir tekur heilshugar undir það.
Meira

Inngangur að neyðarvörnum - námskeið

Miðvikudaginn 17. janúar nk. mun Rauði krossinn í Skagafirði standa fyrir námskeiðinu Inngangur að neyðarvörnum.
Meira

Hársprey á árshátíð eldri nemenda í Varmahlíð

Eldri bekkir Varmahlíðarskóla halda árshátíð sína og sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði í dag klukkan 17:00 og annað kvöld, föstudag, klukkan 20:00. Eftir sýninguna í dag er, samkvæmt hefð, boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla en að seinni sýningu lokinni verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu.
Meira

Stólarnir í úrslit Maltbikarsins eftir draumaleik Arnars

Tindastóll og Haukar mættust í Laugardalshöllinni í kvöld í undanúrslitum Maltbikarsins. Stólarnir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fögnuðu að lokum af krafti sætum sigri á toppliði Dominos-deildarinnar, Lokatölur voru 85-75 en atkvæðamestur í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar sem gerði 35 stig og tók 11 fráköst í sannkölluðum draumaleik. Andstæðingar Stólanna í Höllinni á laugardaginn verður lið KR.
Meira

Rabb-a-babb 155: Beta

Nafn: Elísabet Helgadóttir. Árgangur: 1976. Fjölskylduhagir: Gift Stebba Lísu og á með honum þrjár stelpur. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað drasl fer mikið í taugarnar á mér og hvað skítaþröskuldurinn minn er lágur. Alveg glatað að eyða svona miklum tíma í að taka til og þurrka af eldhúsborðinu.
Meira

Sameiginlegur nýársfagnaður

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn í Skagafirði ætla að slá saman og halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri næsta laugardagskvöld og byrjar gamanið klukkan 20:30. Á dagskránni verða skemmtiatriði, kvöldverður og kórsöngur og loks verður stiginn dans við undirleik Geirmundar Valtýssonar.
Meira

Fleiri gestir en minni velta í Selasetrinu á Hvammstanga

Selasetrið á Hvammstanga greinir frá því á heimasíðu sinni að gestir ársins 2017 í upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra í Selasetrinu hafi verið 42.481 sem er 8% fjölgun frá árinu 2016. Er sú aukning mjög lítil miðað við árin á undan en heimsóknum fjölgaði um 44% milli áranna 2015 og 2016 og um 35% milli áranna þar á undan.
Meira