Ótrúlegur áhugi á hestaferðum um söguslóðir
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
28.06.2018
kl. 10.07
Fyrr í sumar auglýsti Magnús Ólafsson frá Sveinstöðum, hestaferð um söguslóðir morðanna á Illugastöðum og síðustu aftöku á Íslandi í janúar 1830. Í upphafi voru auglýstar tvær, fimm daga ferðir en vegna mikils áhuga hefur hann nú bætt þeirri þriðju við. Það þýðir að nokkrir sem ætluðu í fyrri tvær ferðirnar hafa nú fært sig og bókað í þá síðustu. Þess vegna er nú möguleiki á því að bæta við fólki í hverja af þessum ferðum. Hægt er að vera einungis með hluta af ferðinni ef það hentar fólki.
Meira