Fréttir

VSOT í Bifröst í kvöld

Hinir margrómuðu VSOT tónleikar verða haldnir i Bifröst í kvöld og samkvæmt síðustu fréttum hefjast þeir klukkan 20. Að sögn Þórólfs Stefánssonar, eins skipuleggjanda tónleikanna, verður þetta hátíð gleðinnar, kærleikans og vináttu og ekki síst hátíð listamanna sem eru búsettir á Krók eða af Króknum.
Meira

Ráðherrafundur EFTA haldinn á Sauðárkróki

Ráðherrar, þingmenn og samstarfsaðilar aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) koma saman til árlegs sumarfundar mánudaginn 25. júní nk. Fundurinn fer að þessu sinni fram á Sauðárkróki. Guðlaugur Þór Þórðarson stýrir fundinum en Ísland fer um þessar mundir með formennsku í EFTA.
Meira

Jón Grétar hlýtur Menntaverðlaun Háskóla Íslands

Tuttugu og fimm stúdentar víðs vegar af landinu tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við brautskráningar úr framhaldsskólum landsins nú í maí og júní. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent og var Jón Grétar Guðmundsson úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra einn verðlaunahafa.
Meira

Ný heildarútgáfa Íslendingasagna og þátta

Í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands var ný hátíðarútgáfa af Íslendingasögum og þáttum afhent afmælisnefnd við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu sunnudaginn 17. júní, en Alþingi fól afmælisnefnd að stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagnanna á afmælisárinu.
Meira

Skóflustunga tekin af nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi

Fyrsta skóflustungan að nýju iðnaðarhúsnæði, við Ennisbraut 5 á Blönduósi, var tekin í gær.
Meira

Fjölnet hýsir fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins

Fjársýsla ríkisins hefur samið við Fjölnet um hýsingu á fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins en samningurinn kemur í kjölfar útboðs Fjársýslunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. Fjörutíu stofnanir og ráðuneyti munu nýta sér kerfið sem ætlað er til að samræma og einfalda verklag við ársáætlanagerð.
Meira

Grunnur steyptur að gagnaveri á Blönduósi

Í morgun hóf fyrirtækið Húsherji ehf. að steypa grunn að gagnaverinu sem rís á Blönduósi.
Meira

Laxá á Ásum opnar

Laxá á Ásum opnaði í gærmorgun, stundvíslega kl. 7:00. Fyrsti laxinn var kominn á land stuttu síðar en það var Sturla Birgisson, leigutaki, sem landaði honum.
Meira

Æðarfugladauði á Hrauni á Skaga

Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir á Hrauni á Skaga og leiddi rannsókn hjá Tilraunastöð HÍ að Keldum á fuglunum að um fuglakóleru var að ræða. Fólki stafar ekki hætta af henni.
Meira

Sigurður ætlar að prófa margar nýjar greinar á Landsmótinu

„Ég er búinn að skrá mig í götuhjólreiðar, bogfimi og götuhlaup á Landsmótinu. En svo ætla ég í sjósund því ég hef ekki prófað það áður. Mig langar líka til að prófa biathlon,“ segir Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson. Sigurður er sérstaklega spenntur fyrir hjólreiðunum enda í hjólreiðaklúbbi sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir rúmum mánuði ásamt 25-30 öðrum.
Meira