Reynt að útkljá ágreining um sýslumörk
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
05.01.2018
kl. 15.14
Sveitarfélögin þrjú sem land eiga á Skagaheiði, Skagabyggð, Skagaströnd og Skagafjörður, ætla nú að freista þess að ná niðurstöðu í áralangri deilu um sýslumörk á heiðinni. Í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar frá 4. janúar sl. segir að kynnt hafi verið að Ólafur Björnsson hrl. muni boða til sáttafundar í málinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar.
Meira