Þröstur Kárason á leið í EuroSkills Budapest 2018
feykir.is
Skagafjörður
13.09.2018
kl. 08.55
Dagana 26. til 28. september nk. mætast í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, hæfileikaríkustu ungmenni Evrópu sem unnið hafa þátttökurétt í sínum heimalöndum á sviði iðngreina og reyna með sér í EuroSkills Budapest 2018. Íslensku þátttakendurnir eru átta talsins og eiga það sameiginlegt að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti iðngreina sem fram fór í mars 2017. Tveir Skagfirðingar eru á meðal þátttakenda, Kristinn Gísli Jónsson matreiðslunemi og Þröstur Kárason, nýútskrifaður smiður.
Meira
