Fréttir

Þröstur Kárason á leið í EuroSkills Budapest 2018

Dagana 26. til 28. september nk. mætast í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, hæfileikaríkustu ungmenni Evrópu sem unnið hafa þátttökurétt í sínum heimalöndum á sviði iðngreina og reyna með sér í EuroSkills Budapest 2018. Íslensku þátttakendurnir eru átta talsins og eiga það sameiginlegt að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti iðngreina sem fram fór í mars 2017. Tveir Skagfirðingar eru á meðal þátttakenda, Kristinn Gísli Jónsson matreiðslunemi og Þröstur Kárason, nýútskrifaður smiður.
Meira

Ari Jóhann Sigurðsson nýr formaður Heilbrigðisnefndar

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, sem haldinn var í gær, var Ari Jóhann Sigurðsson kosinn formaður nefndarinnar. Ari Jóhann er búsettur í Varmahlíð, en starfar sem forstöðumaður á Blönduósi. Auk Ara Jóhanns sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir varaformaður, Lee Ann Maginnis Blönduósi, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Konráð Karl Baldvinsson Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA.
Meira

Kráarkvöld íbúa HSN á Sauðárkróki og Dagdvalar aldraðra

Annað kvöld, fimmtudaginn 13. september, verður bryddað upp á skemmtilegri nýjung hjá Dagdvöl aldraðra í Skagafirði og íbúum á HSN en þá verður haldið kráarkvöld í húsnæði Dagdvalar. Þar er ætlunin að íbúar og notendur Dagdvalar geti átt notalega stund og boðið aðstandendum sínum að koma og njóta með sér.
Meira

Mikið tjón í eldsvoða á Víkum í nótt

Ljóst er að mikið tjón varð er skemma á bænum Víkum á Skaga brann til kaldra kola í eldsvoða í nótt. Skemman stóð skammt frá bænum en ekki var hætta á að eldurinn bærist í aðrar byggingar. Engan sakaði í eldsvoðanum.
Meira

Samskip kynna nýtt siglingakerfi til og frá Íslandi og Færeyjum

Samskip gera stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum nú í október. Í stað tveggja leiða verður nú siglt á þremur þar sem tvær, Norðurleið og Suðurleið, fara til Evrópu og ein, Strandleið, þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.
Meira

Áskell Heiðar framkvæmdastjóri 1238, The Battle of Iceland

Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fræðslu- og upplifunarmiðstöðvar um Sturlungaöldina sem opnar á Sauðárkróki síðar á árinu. Miðstöðin hefur fengið nafnið 1238, The Battle of Iceland.
Meira

Trölli að hefja starfssemi

Unglingadeildin Trölli er að hefja störf aftur eftir sumarfrí en deildin er undirdeild Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit á Sauðárkróki og ætluð krökkum á aldrinum 15 - 18 ára. Þeir sem komnir eru í framhaldsskóla hafa einnig kost á að starfa með eldri deildinni samhliða unglingadeildarstarfinu.
Meira

Skemmtilegar nýjungar á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga

Á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga hafa skemmtilegar nýjungar bæst við upp á síðkastið eins og vakin er athygli á á Facebooksíðu safnsins. Þar hefur nú verið innréttað nýtt lesherbergi fyrir unglinga í því herbergi sem Upplýsingamiðstöðin var áður til húsa. Einnig er þar kominn nýr sófi í glaðleglum lit og nýjar bókahillur.
Meira

Tóm stund? - Áskorandapenninn, Hrefna Jóhannesdóttir Silfrastöððum

Ég er fædd og uppalin á Silfrastöðum til fimm ára aldurs en hafði svo ekki fasta búsetu aftur þar fyrr en haustið 2015. Í millitíðinni hef ég búið víða og kynnst mörgum. Þá hefur oft komið til tals hvað maður sé nú óskaplega upptekinn. Ég áttaði mig samt fljótlega á því að það væri óviðeigandi að kvarta yfir því við sveitunga mína. Þeir eru nefnilega upp til hópa afskaplega duglegir og bóngóðir og langt frá því að vera kvartsárir. Og það sem betra er, þeir eru alltaf til í að lyfta sér aðeins upp í góðra vina hópi.
Meira

Danero ekki með landsliðinu vegna mistaka

Morgunblaðið greinir frá því í dag að óvissa ríki með framtíð Daneros Axels Thomas, leikmann Tindastóls í körfunn, með íslenska körfuboltalandsliðinu. Danero lék sína fyrstu leiki fyrir fyrir Íslands hönd gegn Norðmönnum í vináttuleikjum í byrjun mánaðar. Daniero fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum og fékk íslenskt ríkisfang fyrr á árinu og varð því gjaldgengur með landsliðinu.
Meira