Fréttir

Reynt að útkljá ágreining um sýslumörk

Sveitarfélögin þrjú sem land eiga á Skagaheiði, Skagabyggð, Skagaströnd og Skagafjörður, ætla nú að freista þess að ná niðurstöðu í áralangri deilu um sýslumörk á heiðinni. Í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar frá 4. janúar sl. segir að kynnt hafi verið að Ólafur Björnsson hrl. muni boða til sáttafundar í málinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar.
Meira

Forsala miða á bikarleikinn stendur yfir

Úrslitaleikir Maltbikarsins í körfubolta fara fram í næstu viku þegar Keflavík og Snæfell annars vegar og Skallagrímur og Njarðvík hins vegar mætast í kvennaflokki. Hjá körlunum eru það Haukar og Tindastóll og KR og 1. deildarlið Breiðabliks sem eigast við. Forsala miða fer fram á Tánni, Skagfirðingabraut 6 á Sauðárkróki og einnig verða seldir miðar meðan á leik Tindastóls og Vals stendur yfir nk. sunnudag í Síkinu.
Meira

Endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks að hefjast

Framkvæmdir eru að hefjast við endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks en í verkinu felast endurgerð á núverandi laugarhúsi, jafnt að utan sem innan, og breytingar á skipulagi innanhúss. Aðalverktaki verksins er K-Tak ehf. og hljóðar verksamningur upp á 332 milljónir króna. Verklok á endurbótum innanhúss eru 15. maí 2019 og skal verkinu að fullu lokið 15. ágúst 2019.
Meira

Þjóðsögur úr Húnavatnssýslum komnar út á þýsku

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur gefið út bók með húnvetnskum þjóðsögum á þýsku. Nefnist hún Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla og er undirtitill hennar Eine Auswahl aus der Volkssagensammlung von Jón Árnason. Bókin hefur að geyma 26 þjóðsögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Magnús Pétursson, prófessor í málvísindum við Háskólann í Hamborg, þýddi sögurnar á þýsku. Teikningar í bókinni eru eftir Guðráð B. Jóhannsson ásamt korti af Húnavatnssýslu þar sem merktir eru inn á ýmsir sögustaðir sem koma fyrir í sögunum. Guðráður gerði líka bókarkápu.
Meira

Þrettándasund á Sauðárkróki á morgun

Benedikt S. Lafleur stendur fyrir frísklegu sjávarbaði á morgun 6. desember, sem er þrettándi dagur jóla, og ætlar að leiðbeina sjávarbaðagestum sem þess þurfa. Farið verður í sjóinn við nýja hafnargarðinn í smábátahöfninni kl. 12.00.
Meira

Styrktarkvöld í Höfðaborg á þrettándanum

Á þrettándadagskvöld, þann 6. janúar, verður haldið Pub Quiz eða Barsvar í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Tilefnið er að safna fé til styrktar Jóhannesi Veigari Jóhannessyni og Heiðrúnu Eddu Ingþórsdóttur sem eignuðust tvíburadætur í haust eftir tæplega 25 vikna meðgöngu. Unga parið, sem átti fyrir 18 mánaða dóttur, er búsett á Dalvík en Veigar er fæddur og uppalinn á Hofsósi og Heiðrún á Blönduósi.
Meira

Tindastóll sækir ÍR heim í kvöld

Fyrstu Fjórir leikirnir í seinni umferð Domino's deild karla fara fram í kvöld og munu Stólarnir mæta ÍR-ingum í Hertz-Hellinum í Seljaskóla. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og því verður TindastólsTV ekki á staðnum. Stuðningsmenn Tindastóls á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta og styðja við strákana sem eiga harma að hefna frá fyrsta leik tímabilsins er Stólarnir lutu í parket á heimavelli.
Meira

Lambakjöt er verðmæt vara

Í samstarfi við IKEA, Kjötkompaníið, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið og sauðfjárbændur á Suðurlandi blása bændur bjartsýni í brjóst á fundi í Íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018 kl. 10.30. Fundarefnið er markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Að loknum erindum verður fundargestum boðið í mat með léttum veitingum, öllum að kostnaðarlausu.
Meira

Talnagreining fyrir árið 2018

Benedikt S. Lafleur hefur sent frá sér talnagreiningu fyrir árið 2018. Hann segir að nýtt ár sé ár frumkvöðla, þeirra sem ryðja brautina. Þversumman 11 sé tala mikillar andlegrar hreinsunar, en einnig í efnislegum skilningi, tala umbrota og jafnvel náttúruhamfara. Spá Benedikts fer hér á eftir:
Meira

Besta nýársgjöfin til barna og unglinga á Íslandi

Út er komin rafbókin Óskar og loftsteinninn eftir Kristján Bjarna Halldórsson, áfangastjóra FNV á Sauðárkróki. Bókin, sem er nýársgjöf til barna og unglinga á Íslandi, fjallar um Óskar, 15 ára strák, sem býr í Fljótshlíðinni. Nótt eina lendir loftsteinn á húsinu hans. Óskar hefur ákveðnar hugmyndir um hvað hann vill gera við loftsteininn sem er mjög verðmætur en áætlanir hans komast í uppnám þegar loftsteininum er stolið. Þá hefst eltingarleikurinn sem berst meðal annars upp á Eyjafjallajökul.
Meira