Fréttir

Fréttatilkynning frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Í ljósi frétta síðustu daga vill körfuknattleiksdeild Tindastóls koma eftirfarandi á framfæri.
Meira

Fólksfjöldi og fjör á Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim var haldin um síðustu helgi og var þar margt til skemmtunar. Fjöldi manns tók þátt í gönguferð í Grafarós með leiðsögn Þorsteins Þorsteinssonar (Steina Pálu) og á eftir gæddu u.þ.b. 250 gestir sér á ljúffengri kjötsúpu, matreiddri af Félagi eldri borgara. Kvöldið var milt og á eftir naut fólk samverunnar við varðeldinn í fjörunni áður en haldið var á ball í Höfðaborg eða í stuðið með Geira í Sólvík.
Meira

Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2017

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra má nú finna starfsskýrslu eftirlitsins fyrir árið 2017. Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins felst annars vegar einkum í því að sinna eftirliti með starfsleyfisskyldri starfsemi og hins vegar stjórnsýsla sem felur í sér lögbundnar umsagnir, m.a. um leyfisveitingar sýslumanna og skipulagsyfirvalda.
Meira

Unglingum vinnuskólans boðið í vinnustofu á vegum Blönduósbæjar og Listasafns Alþýðu

Blönduósbær og Listasafn Alþýðu hafa tekið höndum saman og skipulagt vinnustofu fyrir unglinga í vinnuskóla bæjarins dagana 10. og 11. júlí. Einnig hafa stéttarfélagið Samstaða á Blönduósi og menningarbændurnir á Kleifum haft hönd í bagga við undirbúning námskeiðsins.
Meira

Heimsóknum fjölgar í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Blönduósi

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu tók til starfa á nýjum stað að Aðalgötu 8 þann 15. apríl síðastliðinn en miðstöðin var áður rekin yfir sumartímann í Héraðsbókasafni Austur-Húnavatnssýslu. Á sama stað er einnig til húsa handverksverslunin Hitt og þetta handverk þar sem má finna handverk eftir tæplega 40 einstaklinga úr sýslunni og Vötnin Angling Service en þar má finna veiðivörur af ýmsu tagi eða fá búnaðinn leigðan og einnig er hægt að kaupa þar veiðileyfi.
Meira

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd

Sveitarstjórn Skagastrandar auglýsti starf sveitarstjóra laust til umsóknar og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí sl. Átta umsóknir bárust um stöðuna.
Meira

Blönduósbær 30 ára

Húni.is greinir frá því að í dag eru 30 ár síðan Blönduós hlaut bæjarréttindi og þar með nafngiftina Blönduósbær. Upphaflega tilheyrði Blönduós Torfalækjarhreppi. Staðurinn fékk löggildingu sem verslunarstaður þann 1. janúar 1876 þegar Thomsen kaupmaður hóf verslun þar en varð, árið 1914, að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar árið 1936 stækkaði svo hreppurinn þegar hann fékk skika úr landi Engihlíðarhrepps.
Meira

Húnvetnsk teppi á leið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Í morgun voru sett upp prjónuð teppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en teppin eru afrakstur samstarfsverkefnis í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands en Textílsetur Íslands hlaut veglegan styrk til að taka þátt í verkefninu.
Meira

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð

Á morgun, fimmtudaginn 5. júlí kl. 13:00, býður Matís til fundar í Miðgarði, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða og heimaslátrun og mikilvægi áhættumats.
Meira

Gistinóttum á Norðurlandi fækkar milli ára

Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum hefur fjölgað um 1% séu bornir saman maímánuðir ársins í ár og síðastliðins árs. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en hún er byggð á gögnum frá Hagstofunni.
Meira