Fréttir

Hlutverk leiðsögumanna og framlag þeirra til náttúruverndar

Nú um áramótin var gefin út rannsóknarskýrsla, á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum þar sem segir frá rannsókn Önnu Vilborgar Einarsdóttur, lektor við deildina, á hlutverki leiðsögumanna og framlagi þeirra til náttúruverndar. Rannsóknin fór fram sumarið 2017.
Meira

Metafli hjá Málmeynni

Vefurinn Aflafréttir.is greinir frá því í dag að togarinn Málmey SK 1 hafi komið með metafla úr síðasta túr sínum. Afli skipsins var 252,1 tonn og af því var þorskur 227 tonn. Segir á síðunni að þetta sé langmesti afli sem Málmeyjan hefur komið með að landi síðan skipið hóf veiðar sem ísfisktogari.
Meira

Atvinnupúlsinn 7. þáttur

Í 7. og næstsíðasta þætti Atvinnupúlsins, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni N4 í gær, er farið í heimsókn í útgerðarfyrirtækið Fisk Seafood á Sauðárkróki og litið á fjölbreytta starfsemi þess. Rætt er við fjölda fólks og sitthvað forvitnilegt skoðað í fiskvinnslunni, nýja togaranum Drangey og Iceprotein.
Meira

Rúnar Björn formaður Pírata í Reykjavík

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn sem bjó á ungdómsárum sínum á Sauðárkróki slasaðist mikið er hann féll úr ljósastaur þar í bæ nýársdagsmorgun 2003.
Meira

Stórskemmtilegt Hárlakk í Varmahlíð

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting var á núna fyrir nýliðna helgi og var tvívegis húsfyllir í Miðgarði á ameríska söngleiknum Hárlakki ( Hairspray) eftir Mark O´Donnel og Thomas Meehan í íslenskri þýðingu og staðfæringu Írisar Olgu í Flatatungu og Árna Friðrikssonar. Sögusviðið er Baltimore í byrjun sjöunda áratugararins þegar sjónvarpið og rokktónlistin er allsráðandi hjá unglingum sem sumum fannst þá sem nú nokkuð skorta á skilning foreldranna þegar kemur að skemmtunum. En söngleikurinn er líka áminning um það hve stutt er síðan kynþáttafordómar og aðskilnaður kynþátta voru ríkjandi í Bandaríkjunum og m.a. tónlistin átti sinn þátt í að breyta þeim viðhorfum.
Meira

Íbúafundur á Skagaströnd

Í dag, fimmtudaginn 18. janúar klukkan 17:30, er boðað til íbúafundar í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd.
Meira

Missti vatnið á fundi fél- og tóm

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir á Sauðárkróki fæddi dreng þann 11. janúar sl. sem í sjálfu sér er ekki fréttaefni en aðdragandinn var þeim mun forvitnilegri. Var hún á fundi hjá félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar þegar hún missti vatnið og skömmu síðar leit drengurinn dagsins ljós á Akureyri.
Meira

Opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar á Skagaströnd

Að undanförnu hafa staðið yfir talsverðar breytingar á líkamsræktar aðstöðu í íþróttahúsinu á Skagaströnd og af því tilefni verður opið hús í dag, miðvikudaginn 17. Janúar, frá kl. 12:30-18:00.
Meira

Krabbamein kemur öllum við

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, boðar til átaks dagana 17. janúar – 4. febrúar nk. Tilgangur átaksins er að vekja athygli á málefnum ungs fólks með krabbamein og aðstandenda og afla fjár til að halda úti víðtækri þjónustu félagsins. Með átakinu vill Kraftur benda á þá staðreynd hvað krabbamein snertir marga með einum eða öðrum hætti. Ár hvert greinast 70 einstaklingar á aldrinum 18-40 ára með krabbamein og þess má geta að þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.
Meira

Fjölmennur íbúafundur á Hvammstanga

Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga á mánudagskvöldið þar sem kynntar voru deiliskipulagstillögur hafnarsvæðisins auk hugmynda um byggingu fimm hæða 20 íbúða húss á Hvammstanga. Að sögn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, mættu um 120 manns á fundinn og gekk hann vel fyrir sig. Það var Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingar SFFÍ hjá Landmótun sem kynnti skipulagstillöguna. Guðný Hrund fór yfir valkostagreiningu vegna staðsetningar fjölbýlishúss og Páll Gunnlaugsson arkitekt fór yfir tegund og hönnun íbúða í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi.
Meira