Fréttir

Garðfuglahelgi Fuglaverndar 26. - 29. janúar

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst í dag og stendur fram á mánudaginn 29. janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir.
Meira

Mikilvægur liðssigur á Grindvíkingum í Síkinu

Tindastóll og Grindavík mættust í Síkinu í gærkvöldi í Dominos-deildinni í körfubolta. Reiknað var með spennandi leik og sú varð raunin en það voru Tindastólsmenn sem voru sprækari og spiluðu ágæta vörn allan leikinn en það var helst Nathan Bullock sem reyndist verulega erfiður viðureignar í liði Grindavíkur. Stólarnir náðu yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og héldu forystunni allt til loka. Niðurstaðan góður sigur, 94-82.
Meira

Skákdagurinn er í dag

Skákdagurinn er í dag, 26. janúar, en hann er haldinn á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta Íslenska stórmeistarans. Skákfélag Sauðárkróks þjófstartaði og hóf atskákmót sitt þann 24. þar sem tefldar voru þrjár fyrstu umferðirnar af fimm.
Meira

Áfram óblíð veður ef marka má þjóðtrúna

Í dag, 25. janúar, er Pálsmessa sem dregur nafn sitt af því að þennan dag á Sál frá Tarsus að hafa mætt Jesú Kristi og snúist til kristinnar trúar, hætt að ofsækja kristna menn og gengið undir nafninu Páll postuli upp frá því. Þessi umskipti Páls eru sögð hafa dregið talsverðan dilk á eftir sér og gætir þeirra enn í veðurfari ef marka má þjóðtrúna sem segir að veðrið á Pálsmessu gefi vísbendingar um veðurfar næstu vikurnar. Ef veður er gott þennan dag, sól og heiðríkja, boðar það frjósaman tíma en ef þungbúið er eða jafnvel snjókoma boðar það óblíða veðráttu eins og segir í þessum vísum sem eru til í nokkuð mörgum tilbrigðum þó efni þeirra sé hið sama:
Meira

Mestar meðalafurðir á Brúsastöðum í Vatnsdal

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gefið út niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 en þar kemur fram að mesta meðalnyt eftir árskú á nýliðnu ári, hafi verið á Brúsastöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, 8.937 kg á árskú. Það heggur nærri Íslandsmetinu sem sama bú setti í fyrra, 8.990 kg.
Meira

Tólf framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Búið er að birta lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra. Á heimasíðu Creditinfo segir að þar á bæ hafi, síðastliðin átta ár, verið unnin ítarleg greining sem sýni rekstur hvaða íslensku fyrirtækja teljist til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 2,2% fyrirtæki á listann eða 871 af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira

Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög skrifuðu undir nýja samstarfssamninga

Fulltrúar Byggðastofnunar og átta atvinnuþróunarfélaga um land allt skrifuðu sl. þriðjudag undir nýja samstarfssamninga til næstu fimm ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var viðstaddur undirritunina og sagði hann það eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar að efla byggðamál og tryggja búsetu vítt og breitt um landið.
Meira

Rabb-a-babb 156: Óli Björn

Nafn: Óli Björn Kárason. Árgangur: 1960. Starf / nám: Alþingismaður – hagfræðingur að mennt. Besta bíómyndin? Citizen Kane. Orson Wells var snillingur og leikstýrði og lék aðalhlutverkið. Myndin er meistaraverk en höfðar auðvitað sérstaklega til mín þar sem fjallað er um fjölmiðla, stjórnmál, völd og spillingu.
Meira

Ungt skagfirskt ljóðskáld fær verðlaun

Á dögunum afhenti lista- og menningarráð Kópavogs Sindra Freyssyni Ljóðstaf Jóns úr Vör við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Einnig voru tilkynnt úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi og þar tók ungur Skagfirðingur á móti fyrstu verðlaunum fyrir ljóð sitt Myrkrið úr höndum Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra og Karenar E. Halldórsdóttur formanns Lista- og menningarráðs.
Meira

Fjölbreytt starf í boði fyrir eldri borgara og öryrkja á Blönduósi og nágrenni

Félags- og tómsundastarf aldraðra á Blönduósi býður eldri borgurum og öryrkjum að koma og stunda félags- og tómstundastarf í kjallara Hnitbjarga, Flúðabakka 4, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 14-17. Þjónustan, sem rekin er af Blönduósbæ, stendur til boða fyrir öryrkja og alla þá sem náð hafa 60 ára aldri og búsettir eru á Blönduósi og í Húnavatnshreppi.
Meira