Fréttir

Ánægja með nýja líkamsræktarstöð á Skagaströnd

Góð aðsókn var þegar nýr líkamsræktarsalur var tekinn í notkun í íþróttahúsinu á Skagaströnd í síðustu viku. Salurinn er á miðhæð hússins en það húsnæði hefur verið nýtt sem kennslustofur undanfarin ár. Eftir breytingar á húsnæði grunnskólans síðastliðið ár var öll almenn kennsla flutt undir sama þak og gafst því möguleiki á að nýta plássið sem losnaði í íþróttahúsinu fyrir líkamsræktaraðstöðu.
Meira

Sigur og tap hjá Jóni Gísla og félögum í U17

Jón Gísli Eyland, leikmaður Tindastóls, var í byrjunarliði U17 landsliðsins í fótbolta er Ísland lagði Slóvakíu 1-0 í fyrsta leik sínum í Hvíta Rússlandi sl. sunnudag. Hann var aftur á móti á bekknum í gær en þá tapaði Ísland 3-0 gegn Ísrael.
Meira

Slæmt veður í kortunum

Gul viðvörun er í gangi fyrir Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Á vef Veðurstofunnar segir að allhvöss eða hvöss austanátt verði fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vind í kvöld, hvassviðri eða stormur á morgun með snjókomu, hvassast N- og V-til, en úrkomumest N- og A-lands. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli á morgun, einkum austantil.
Meira

Folaldasýning Miðsitju og Hrossaræktunardeildar Grána

Bændur í Miðsitju, í samvinnu við Hrossaræktunardeild Grána í Akrahrepp, efna til folaldasýningar 10. febrúar n.k. og hefst hún stundvíslega kl.12:00 í reiðhöllinni að Miðsitju.
Meira

Kindur sóttar á afrétt í þorrabyrjun

Síðasta sunnudag voru farnir a.m.k. tveir leiðangrar eftir kindum sem ekki skiluðu sér heim úr afrétt í haust. Annars vegar var farið í Staðarfjöllin í Skagafirði og hins vegar Vesturárdal í Miðfirði.
Meira

Góður árangur UMSS á Stórmóti ÍR

18 keppendur frá UMSS tóku þátt í Stórmóti ÍR í frjálsum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Þetta var í 22. sinn sem mótið er haldið en það er fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins og hefur undanfarin ár verið vettvangur stórra afreka og mikillar fjöldaþátttöku. Að þessu sinni voru tæplega 700 keppendur skráðir til leiks og komu þeir frá 33 félögum víðsvegar að af landinu auk þess sem 42 keppendur frá Færeyjum tóku þátt í mótinu.
Meira

Nýtt gistiheimili tekur til starfa á Skagaströnd

Nýtt gistiheimili, Salthús, verður formlega opnað á Skagaströnd á föstudaginn kemur. Er það staðsett nyrst í bænum, á Einbúastíg 3, með útsýni yfir Húnaflóann til suðurs og norðurs en í austri er fjallasýn þar sem Spákonukonufellið ber hæst. Hrafnanes ehf. er eigandi hússins en Salthús gistiheimili ehf. mun sjá um rekstur gistiheimilisins. Framkvæmdastjóri þess er Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Meira

Fyrirmyndarflokkun í Húnaþingi vestra

Íbúar Húnaþings vestra fá sérstakt hrós á vefsíðu sveitarfélagsins nú á dögunum en þar kemur fram að á fundum með sorphirðuverktaka hafi það ítrekað komið fram hve vel sé flokkað í sveitarfélaginu og að mikið magn skili sér til þeirra. Á þetta jafnt við um þéttbýli og dreifbýli en sérstakt hrós fá þó bændur fyrir frágang á áburðarsekkjum og rúlluplasti eins og sjá má á Facebooksíðu Flokku ehf. á Sauðárkróki sem sér um að safna því saman.
Meira

Bar tveimur hrútlömbum á bóndadag

Það var á bóndadaginn, 19. janúar þegar ærnar á Ytri-Hofdölum í Skagafirði fengu kvöldgjöfina sína þegar bændur tóku eftir því að það stendur höfuð út í fæðingarveginum hjá einni ánni. Héldu þeir fyrst að hún væri að láta þar sem enginn átti von á sauðburði á þessum árstíma en áttuðu sig fljótt og aðstoðuðu hana við burðinn. Í heiminn kom stórt og fullburða lamb, svarbotnóttur hrútur sem ekki hefði komist út án aðstoðar. Stuttu síðar bar ærin öðrum stærðar hrúti og er sá móbotnóttur.
Meira

Handhafar Uppreisnarverðlaunanna 2018

Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til hóps.
Meira