Ánægja með nýja líkamsræktarstöð á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
24.01.2018
kl. 10.25
Góð aðsókn var þegar nýr líkamsræktarsalur var tekinn í notkun í íþróttahúsinu á Skagaströnd í síðustu viku. Salurinn er á miðhæð hússins en það húsnæði hefur verið nýtt sem kennslustofur undanfarin ár. Eftir breytingar á húsnæði grunnskólans síðastliðið ár var öll almenn kennsla flutt undir sama þak og gafst því möguleiki á að nýta plássið sem losnaði í íþróttahúsinu fyrir líkamsræktaraðstöðu.
Meira