Fréttir

Bikarinn heim – Móttaka í íþróttahúsinu í kvöld

Móttaka verður í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, klukkan 21 í kvöld þegar bikarmeistarar Tindastóll mætir á svæðið með nýfægðan Maltbikar. Allir stuðningsmenn Stólanna eru hvattir til að mæta og fagna með strákunum sínum fyrsta stóra titli. ÁFRAM TINDASTÓLL!
Meira

Tindastóll bikarmeistarar

TIL HAMINGJU TINDASTÓLL
Meira

Ekki verður um frekari uppbyggingu Olís hjá Bjarna Har

Eins og fram kom í frétt í Feyki sl. fimmtudag náðu Olíuverzlun Íslands, bæjaryfirvöld á Sauðárkróki og Heilbrigðisnefnd norðurlands vestra samkomulagi um framlengingu á núverandi starfsleyfi Olís við verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Eldsneytisafgreiðsla hófst því aftur í verslun Haraldar Júlíussonar en Heilbrigðisnefnd norðurlands vestra hafði um áramótin afturkallað leyfi verslunarinnar að selja eldsneyti.
Meira

„Hvað er betra á frostköldu vetrarkvöldi en dýrindis lambalæri“

„Á okkar heimili er nú oftast eldað af illri nauðsyn, ekki af því að okkur þyki eitthvað leiðinlegt að borða, heldur af því að við höfum ekkert sérstaklega gaman af að elda. Stundum brettum við þó upp ermarnar og eldum eitthvað þokkalega gott. Við skulum nú ekkert vera að tíunda hvort okkar sér frekar um eldamennskuna, sumum þykir bara einfaldlega meira gaman að ganga frá en öðrum!“ segja matgæðingarnir Fríða Eyjólfsdóttir og Árni Eyþór Bjarkason á Hofsósi sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði ársins 2016.
Meira

Fundaferð Bændasamtaka Íslands

Forysta Bændasamtaka Íslands heldur í fundaferð um landið í næstu viku. Með í för verða fulltrúar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem munu meðal annars ræða um fagmennsku í greininni, framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir, víðsvegar um landið og hefjast þeir á næsta þriðjudag.
Meira

Íbúafundur á Blönduósi um verndarsvæði í byggð

Næstkomandi miðvikudag, þann 17. janúar, er boðað til almenns íbúafundar á Blönduósi þar sem kynnt verður tillaga að verndarsvæði í byggð á Blönduósi. Er þetta annar íbúafundurinn sem haldinn er vegna verkefnisins. Hann verður í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst klukkan 17:00.
Meira

Af ósléttum förum...

Stelpurnar í vinnunni er búnar að vera með hálfgerðan móral í morgun – bara af því Herra Hundfúll er pínu tilætlunarsamur og veit allt best...
Meira

Ljósadagur í dag

Hefð er að skapast í Skagafirði um að halda ljósadag 12. janúar ár hvert og minnast látinna ástvina með því að tendra ljós í skammdeginu. Þetta mun vera í fjórða skiptið sem íbúar eru hvattir til að hafa kertaljós við heimili sín, gangstéttir og eða götur er skyggja tekur í kvöld.
Meira

Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá UMFÍ.
Meira

Fullveldisafmælinu fagnað á Prjónagleði

Fjallað er um Prjónagleðina á Blönduósi í fylgiriti Fréttablaðsins, Fögnum saman, í gær en í því er umfjöllun um þá viðburði sem haldnir verða á Íslandi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis þjóðarinnar. Í blaðinu er dagskráin á fyrri hluta ársins kynnt en hátíðarhöldin munu standa yfir í heilt ár. Rætt er við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Textílseturs Íslands á Blönduósi í blaðinu.
Meira