Fréttir

Sigríður Sigurðardóttir lætur af störfum sem safnstjóri

Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, lét af störfum í gær eftir rúmlega 30 ára farsælt starf hjá safninu. Í tilefni þess lögðu sveitarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins, leið sína í Glaumbæ og færðu Sigríði blómvönd og gjafabréf. Félagsskapurinn Pilsaþytur mætti einnig á svæðið. Frá þessu segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar og eru Sigríði þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Meira

Grillaður humar í skel og uppáhalds gúllassúpan

„Eitt skal taka fram, við erum súpufólk. Súpur eru algjör snilld, sérstaklega þegar þær eru heimagerðar. Við eldum oft stóra skammta af súpum og geymum svo í frysti, því það er svo afskaplega þægilegt að geta bara kippt upp einni dollu af súpu og hitað upp, það sparar okkur bæði tíma og uppvask á pottum, þetta er eiginlega bara svona „win win situation“, eins og maður segir á góðri íslensku,“ sögðu Herdís Harðardóttir og Ævar Marteinsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 26. tbl. FEykis árið 2016.
Meira

Leikmaður Tindastóls valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar hjá U16 karla í knattspyrnu

Landsliðsþjálfararnir, Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson, hafa tilkynnt hópa fyrir úrtaksæfingar U16 og U18, sem fara fram helgina 6. og 7. júlí. Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16.
Meira

Losuðu bíl úr forarpytti

Fréttavefurinn Húni.is segir frá því í morgun að félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu hafi í gær verið kallaðir út vegna erlendra ferðamanna sem fest höfðu bíl sinn í forarpytti á Vesturheiðarvegi á leiðinni í Kerlingafjöll. Á Facebook síðu Blöndu segir að ekki hafi nú forarpytturinn verið neitt sérstaklega stór og hefðu ferðamennirnir betur farið yfir stóra pollinn á veginum þar sem botninn er grjótharður. Vel gekk að losa bílinn og að því loknu var ferðamönnunum fylgt yfir Svörtukvísl og Blönduvað, meðfram Seyðisá og yfir á Kjalveg.
Meira

Háskólinn á Hólum fær styrk úr Innviðasjóði

Nýlega birti stjórn Innviðasjóðs lista yfir þá aðila sem hlutu styrk frá sjóðnum árið 2018. Einn af styrkjum sjóðsins kemur í hlut Háskólans á Hólum, vegna verkefnis á vegum Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar. Frá þessu er sagt á heimasíðu skólans.
Meira

10 ára afmælishátíð Nes listamiðstöðvar

Um síðustu helgi var haldið upp á 10 ára afmæli Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd. Á hátíðinni voru sýnd verk fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, bæði innsetningar og gjörningur ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem nú dvelja á Skagaströnd.
Meira

Sýning Söguseturs íslenska hestsins á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2018.

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli fullveldisins en það fengum við með formlegum hætti frá Dönum 1. desember 1918. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þessa áfanga og sérstök afmælisnefnd er að störfum, sjá nánar: https://www.fullveldi1918.is/ Afmælisnefnd fullveldisins auglýsti eftir verkefnum af þessu tilefni og urðu 100 verkefni fyrir valinu; þannig séð eitt fyrir hvert ár fullveldisaldarinnar og hlutu þau styrk úr framkvæmdasjóði fullveldisafmælisins. Sögusetur íslenska hestsins var einn þeirra aðila er styrk fékk. Inntakið í verkefni SÍH, er að setja upp sýningu um íslenska hestinn og stöðu hestamennsku og hrossaræktar um fullveldið og framfarasóknina á fullveldistímanum. Sýningin yrði sett upp á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík, 1. til 8. júlí 2018 og myndi þar kristallast hvernig frjáls og fullvalda þjóð hefur tryggt vöxt og viðgang síns þjóðarhests og komið honum á framfæri við heimsbyggðina og skapað honum, í samstarfi við aðrar þjóðir, þar sem áhugi hefur verið til staðar, viðgang og virðingu. Að loknu landsmótinu yrði sýningin sett varanlega upp í Skagafirði og gerð aðgengileg á heimasíðu SÍH: www.sogusetur.is
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin á Hofsósi nú um helgina og er dagskráin stútfull af skemmtilegum uppákomum sem ættu að höfða til flestra, ungra jafnt sem aldinna og allra þar á milli.
Meira

Jazztónleikar í Félagsheimilinu á Blönduósi

Föstudagskvöldið, 29. júní kl. 20:30, verða jazztónleikar með Haraldi Ægi Guðmundssyni og austurríska jazzpíanistanum Lukas Kletzander, í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Staða sveitarstjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið segir að leitað sé að sjálfstæðum einstaklingi með leiðtogahæfni og frumkvæði til framkvæmda auk hæfni í mannlegum samskiptum.
Meira