Fréttir

Fjórir slösuðust í árekstri

Harður árekstur varð nálægt afleggjaranum að bæjunum Hólabaki og Uppsölum, rétt vestan Vatnsdalshóla, seinni partinn í gær. Fjórir voru fluttir á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru tveir þeirra meira slasaðir en hinir.
Meira

Á fjórða tug afreksnema fær styrk til náms við Háskóla Íslands

Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám í Háskóla Íslands í haust tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í gær en sjóðurinn fagnar tíu ára afmæli í ár. Styrkþegarnir koma úr tólf framhaldsskólum víða af landinu eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Matthildur Kemp Guðnadóttir frá Sauðárkróki var ein nemanna.
Meira

Húni 2017 komin út

Út er komið 39. árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga. Á heimasíðu USVH segir að að vanda séu í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst.
Meira

Stólastúlkur með 5-0 sigur á Einherja

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú stig í gær með 5-0 sigri á Einherja frá Vopnafirði. Murielle Tiernan skoraði þrennu og Krista Sól Nielsen skoraði tvö. Með sigrinum tryggðu Stólarnir sér þriðja sæti deildarinnar með 9 stig meðan Fjarðab/Höttur/Leiknir gerði jafntefli og sitja því sæti neðar með 7 stig.
Meira

Verðmætum stolið í innbroti á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill vara fólk í Skagafirði og nágrenni við óprúttnum aðilum sem hugsanlega eru á ferli en nú í morgun var farið inn á heimili á Sauðárkróki og stolið miklum verðmætum. Eftir því sem kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar er byrjað að rannsaka málið en fólk er beðið um að hafa varan á sér og sjá til þess að hús og bílar séu læst.
Meira

Dagný Rósa oddviti í Skagabyggð

Dagný Rósa Úlfarsdóttir var kjörin oddviti Skagabyggðar á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar Skagabyggðar sem haldinn var þann 8. júní síðastliðinn. Magnús Björnsson var kosinn varaoddviti og Karen Helga Steinsdóttir ritari.
Meira

Tindastóll og Leiknir skiptu stigunum á milli sín

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Leiknis Fáskrúðsfirði í 8. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Leikið var á gervigrasvellinum á Króknum og varð úr hinn mesti baráttuleikur sem á köflum var ansi líflegur. Leiknismenn voru yfir í leikhléi en Stólarnir komu fjallbrattir til leiks í síðari hálfleik og komust yfir en gestirnir jöfnuðu skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 2-2.
Meira

Guðlaugur Þór fundaði með efnahagsmálaráðherra Tyrklands

Mannréttindi og mál Hauks Hilmarssonar voru á meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Nihat Zeybekci, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, ræddu á fundi á Hofsstöðum í Skagafirði í morgun. Guðlaugur Þór kom ennfremur á framfæri gagnrýni á hernað Tyrkja í Norður-Sýrlandi. Zeybekci er staddur hér á landi í tengslum við ráðherrafund EFTA sem nú stendur yfir á Sauðárkróki en í morgun var skrifað undir uppfærðan fríverslunarsamning EFTA og Tyrklands á Hólum í Hjaltadal. Áður en samningurinn var undirritaður áttu þeir Guðlaugur Þór stuttan fund.
Meira

Staða sveitarstjóra Blönduósbæjar auglýst laus til umsóknar

Staða sveitarstjóra hjá Blönduósbæ hefur verið auglýst laus til umsóknar. Á auglýsingu á vef Blönduósbæjar segir að leitað sé eftir jákvæðum, heiðarlegum og kraftmiklum einstaklingi sem sé reiðubúinn til að leggja sig allan fram í krefjandi starfi. Viðkomandi þurfi að búa yfir góðri reynslu af því að starfa með fólki og eiga auðvelt með samskipti fyrir hönd sveitarfélagsins og að vera talsmaður þess, hvort sem er í samskiptum við opinbera stjórnsýslu, viðskiptavini, íbúa eða fjölmiðla.
Meira

Ánægjulegt að sá EFTA ríkin funda í Skagafirði

Þegar ég tók við sem utanríkisráðherra árið 2013 lá fyrir að fundur EFTA ríkjanna það ár yrði haldinn í Vestmannaeyjum. Ég tók þá strax ákvörðun um að næsti fundur á Íslandi, árið 2018, yrði haldinn í Skagafirði og fer hann nú fram.
Meira