Fréttir

„Á Villa Vill og Björgvin Halldórsson gátu allir hlustað“ / SIGVALDI

Sigvaldi hefur stundað spilerí með Hljómsveit kvöldsins ásamt nokkrum félögum sínum en hann er einnig duglegur að troða upp einn með gítarinn eða í félagi við aðra. Spurður um helstu tónlistarafrekin segir hann: „Að spila fyrir forsetann en í seinni tíð að spila á áramótaballi með Geirmundi Valtýssyni auðvitað!“ Þá ættu margir að kannast við Sigvalda eftir að hann komst í fjögurra söngvara úrslit í íslenskri útgáfu The Voice í lok ársins 2015...
Meira

Bjarni Har hættur olíusölu

Um síðustu áramót afturkallaði Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra leyfi Verslunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki til að selja olíu eftir tæplega 90 ára farsælt starf fyrst sem umboðsaðili BP og síðar Olíuverzlunar Íslands, nú Olís.
Meira

Vill byggja fimm hæða blokk á Hvammstanga

Engilbert Runólfsson verktaki mun kynna hugmyndir sínar um byggingu fimm hæða 20 íbúða húss að Höfðabraut 28 á Hvammstanga á íbúafundi sem boðaður hefur verið nk. mánudag 15. janúar í félagsheimili staðarins.
Meira

Caird í þjálfarateymi Tindastóls

Christopher Caird leikmaður Tindastóls í körfubolta hefur lagt keppnisskóna á hilluna og hefur bæst í þjálfarateymi liðsins. Þrálát meiðsli hafa gert kappanum lífið leitt og hefur hann ekki náð að beita sér líkt og á síðasta keppnistímabili. Meðfram spilamennsku hefur Chris verið starfandi yfirþjálfari yngri flokka félagsins með mjög góðum árangri.
Meira

Anton Páll tilnefndur sem þjálfari ársins 2017

Á heimasíðu Háskólans á Hólum er greint frá því að Anton Páll Níelsson, reiðkennari við Hestafræðideild skólans sé tilnefndur í kosningu um þjálfara ársins 2017 á vegum FEIF - alþjóðlegra samtaka um Íslandshestamennskuna. Sex þjálfarar hafa verið tilefndir af samtökum hestamanna í sínu heimalandi og keppa þeir um titilinn. Kosningin fer fram á Facebook.
Meira

Framkvæmdahugur hjá Húnaborg á Blönduósi

Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar sem fram fór í gær voru teknar fyrir nokkrar lóðaumsóknir og athygli vekur að Húnaborg ehf. á fjórar þeirra. Um er að ræða tvö stálgrindarhús atvinnu-og eða geymsluhúsnæði sem og tvö raðhús á Blönduósi.
Meira

Fjölnota pokar í Kjörbúðinni á Blönduósi

Viðskiptavinum Kjörbúðarinnar á Blönduósi stendur nú til boða að fá lánaða fjölnota taupoka í stað þess að kaupa plastpoka undir vörur sínar. Það voru nokkrar áhugasamar konur um plastpokalaust samfélag á Blönduósi sem hittust reglulega og saumuðu pokana sem gerðir eru úr gardínum, sængurverum og öðrum efnum sem til falla og upplagt er að endurnýta.
Meira

Hitað upp fyrir bikarleikinn á Ölveri

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við sportbarinn Ölver í Glæsibæ um að stuðningsmenn liðsins hiti upp þar fyrir bikarleikinn gegn Haukum sem fram fer í Laugardalshöll nk. miðvikudagskvöld kl. 20:00. Í tilkynningu frá deildinni segir að að það verði sturluð tilboð í gangi hjá þeim á Ölveri fyrir bæði í mat og drykk.
Meira

Höfðaskóli og Varmahlíðarskóli fá styrki úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Úthlutað hefur verið úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar fyrir árið 2017 en markmið sjóðsins eru að stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni, koma forritunarnámskeiðum að í grunn- og framhaldsskólum, að tækjavæða skólana og að auka þjálfun og endurmenntun kennara.
Meira

Fundarferð stjórnar Félags hrossabænda

Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina 12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins. Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins.
Meira