Fréttir

Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn í Árskóla

Í vikunni sem leið fengu nemendur 10. bekkjar Árskóla góða heimsókn þegar nokkrir nemendur úr Listaháskóla Íslands komu þangað og buðu upp á leiksýningu. Um var að ræða frumsamið leikverk sem nemendur hafa unnið frá grunni án aðstoðar frá nokkrum fagaðila. Leikritið ber nafnið Samningurinn og er höfundur handrits Helgi Grímur Hermannsson. Leikstjóri þess er Jökull Þór Jakobsson, tónlist samdi Katrín Helga Ólafsdóttir og Assa Borg Þórðardóttir samdi dans. Þrír leikarar fara með hlutverk í verkinu, þau Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jónas Alfreð Birgisson og Ragnar Pétur Jóhannsson. Leikritið fjallar um tvær ólíkar persónur, kryddsölumann og verkfræðing, sem hafa mismunandi sýn á lífið og tilveruna og árekstra sem verða milli ólíkra hagsmuna þeirra.
Meira

Tækifæri á Norðurlandi vestra

Áskorandapenninn Guðmundur Haukur Hvammstanga
Meira

Stefnan er að vinna titil – Viðtal við Stefán Jónsson formann körfuboltadeildar Tindastóls

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum Skagfirðingi, jafnvel Húnvetningi, að körfuboltaæði ríkir á norðurslóðum þar sem Tindastóll situr nú, ásamt ÍR, KR og Haukum, í toppsæti Domino´s deildar. Nú þegar tímabilið er hálfnað eru þessi fjögur lið með 16 stig hvert eftir 11 leiki, átta sigra og þrjú töp. Þá er Tindastóll kominn í undanúrslit Maltbikarsins auk Hauka, KR, og Breiðabliks og fara leikirnir fram fljótlega upp úr áramótum. Formaðurinn hefur eðlilega í mörg horn að líta og dylst engum að þar er á ferðinni maður sem lætur hlutina ganga. Feykir settist niður með Stefáni Jónssyni sem hefur gegnt embætti formanns körfuboltadeildar Tindastóls meðfram störfum sínum sem togarasjómaður á Guðmundi í Nesi, og forvitnaðist um sjómennskuna sem hefur fylgt honum frá blautu barnsbeini, körfuboltann og markmiðum þeim tengdum sem vonandi nást á þessari leiktíð.
Meira

Frönsk lauksúpa og Tandoori kryddlegið lambalæri

„Við hjónin búum á Skagaströnd og erum bæði að vinna í Höfðaskóla. Við eigum fjögur börn og tvo hunda. Við ætlum að bjóða upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt,“ sögðu matgæðingarnir Berglind Rós Helgadóttir og Sigurður Heiðar Björgvinsson sem sáu um þriðja þátt ársins 2016. „Yfirleitt sér Sigurður um eldamennskuna og eru fjölskyldumeðlimir oft tilraunadýr þegar hann er að prufa sig áfram með uppskriftir."
Meira

Þorrinn gengur í garð

Í dag er bóndadagur sem er fyrsti dagur þorra. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og hefst á bilinu 19.– 25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar þegar góa tekur við. Ekki er vitað með vissu hvaðan nafn mánaðarins er komið en oftast er það tengt sögninni að þverra eða minnka og einnig talið geta tengst lýsingarorðinu þurr. Í sögnum frá miðöldum er þorri persónugerður sem vetrarvættur. Áður þóttu þorrinn og góan erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem þá var oft farið að ganga á matarbirgðir heimilanna.
Meira

Opinn fundur um landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016

Hestamannafélagið Skagfirðingur býður til opins fundar í félagsheimili Skagfirðings í Tjarnarbæ á morgun, laugardaginn 20. janúar kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rannsóknar sem fjölþjóðlegur rannsóknarhópur vann á Landsmóti hestamanna á Hólum sumarið 2016.
Meira

Blanda ekki lengur varnarlína

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út að Blanda sé ekki lengur varnarlína fyrir sauðfjársjúkdóma og þar með sameinast Skaga- og Húnahólf. Þetta hefur þau áhrif að bændur og fjallskilastjórar eru ekki lengur lögbrjótar flytji þeir sauðfé heim til sín úr réttum eftir að það hefur farið yfir varnalínuna en sagt var frá því í haust að Matvælastofnun hefði tekið ákvörðun um að á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í fyrrasumar yrði slátrað sl. haust, sem aftur var fallið frá skömmu síðar.
Meira

Stólarnir sóttu tvö stig á Akureyri

Bikarmeistarar Tindastóls héldu til Akureyrar í gær þar sem þeir mættu liði Þórs í fyrsta leik sínum eftir partíið í Laugardalshöllinni. Oft mæta menn til leiks hálf timbraðir eftir stóra sigra eins og í bikar en Stólarnir byrjuðu vel gegn Þórsurum og náðu yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að Akureyringar næðu að velgja Tindastólsmönnum undir uggum í síðari hálfleik þá héldu strákarnir haus og tryggðu sér sigur, 72-77, og eru nú í 2.–4. sæti í Dominos-deildinni eftir leiki gærkvöldsins.
Meira

Arnar Þór Sævarsson ráðinn aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri á Blönduósi, sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Arnar Þór muni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra til vors en komi að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor. Arnar Þór er annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar en hinn er Sóley Ragnarsdóttir.
Meira

Hlutverk leiðsögumanna og framlag þeirra til náttúruverndar

Nú um áramótin var gefin út rannsóknarskýrsla, á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum þar sem segir frá rannsókn Önnu Vilborgar Einarsdóttur, lektor við deildina, á hlutverki leiðsögumanna og framlagi þeirra til náttúruverndar. Rannsóknin fór fram sumarið 2017.
Meira