Fréttir

Meistaramóti GSS 2018 lauk nú um helgina

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið dagana 4-7. júlí og var keppt í nokkrum flokkum. Þátttaka var með ágætum í flestum þeirra og veðrið ágætt alla dagana þrátt fyrir misvísandi veðurspár. Spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum í öllum flokkum nema öldungaflokki kvenna þar sem spilaðar voru 54 holur.
Meira

Gul viðvörun Veðurstofunnar í gildi

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir Faxaflóasvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra auk miðhálendisins þar sem gert er ráð fyrir sunnan og suðvestan hvassviðri. Því er ferðalöngum, og þá einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, bent að fylgjast vel með veðri.
Meira

Undirrituðu samkomulag um rannsókn á Landsmóti hestamanna

Þann 2. júlí sl. undirrituðu fulltrúar Landsmóts hestamanna, Háskólans á Hólum og Rannsóknamiðstöðvar ferðamála samkomulag um rannsókn á Landsmóti 2018 sem heildstæðum viðburði. Frá þessu er sagt á vef Háskólans á Hólum.
Meira

Skorað á sláturleyfishafa að borga ásættanlegt afurðaverð

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps þann 4. júlí síðastliðinn var samþykkt samhljóða ályktun þar sem skorað er á sláturleyfishafa að borga ásættanlegt afurðaverð til sauðfjárbænda á komandi hausti. Jafnframt er skorað er á stjórnvöld að finna leiðir til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og eru forystumenn sauðfjárbænda, sláturleyfishafar og ráðamenn þjóðarinnar hvattir til að finna framtíðarlausn á alvarlegum vanda sauðfjárræktar í landinu.
Meira

Góð aðsókn að Maríudögum

Góð þátttaka var á Maríudögum sem nú voru haldnir í níunda sinn að Hvoli í Vesturhópi dagana 30. júní og 1. júlí sl. Maríudagar eru haldnir til minningar um Maríu Hjaltadóttur fyrrum húsmóður á Hvoli.
Meira

Lesum í allt sumar: Söguboltinn rúllar áfram

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samstarfi við Menntamálastofnun, KSÍ, samtök Heimilis og skóla, SFA og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hafa skipulagt Söguboltaleikinn sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri.
Meira

Borgarísjaki við Skagaströnd

Róbert Daníel Jónsson, búsettur á Blönduósi, var á ferðinni í morgun og tók nokkrar myndir af borgarískjakanum sem er í Húnaflóa.
Meira

Hofsósi hafnað sem brothættri byggð

Á fundi í byggarráði Skagafjarðar þann 5. júlí sl. var lagt fram svar frá Byggðastofnun, dagsett 26.júní 2018, við bréfi frá 15.mars 2018 varðandi beiðni frá Sveitarfélaginu Skagafirði um aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi.
Meira

Slógu met á Meistarmóti Íslands í frjálsum 11-14 ára

Meistarmót Íslands, 11-14 ára, í frjálsum íþróttum var haldið á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina sl. og átti USAH þar tvo fulltrúa, þær Aðalheiði Ingvarsdóttur og Unni Borg Ólafsdóttur, sem kepptu í flokki 12 ára. Þátttakendur á mótinu voru um 150 frá 14 félögum víðsvegar að af landinu. Frá þessu er sagt á Húna.is í gær. Stúlkurnar stóðu sig báðar með prýði og bættu sín persónulegu met í flestum greinum.
Meira

Sjö umsækjendur um starf sveitarstjóra Blönduósbæjar

Sjö umsækjendur voru um starf sveitarstjóra Blönduósbæjar, sem auglýst var laust til umsóknar, og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí síðastliðinn.
Meira