Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn í Árskóla
feykir.is
Skagafjörður
21.01.2018
kl. 15.33
Í vikunni sem leið fengu nemendur 10. bekkjar Árskóla góða heimsókn þegar nokkrir nemendur úr Listaháskóla Íslands komu þangað og buðu upp á leiksýningu. Um var að ræða frumsamið leikverk sem nemendur hafa unnið frá grunni án aðstoðar frá nokkrum fagaðila. Leikritið ber nafnið Samningurinn og er höfundur handrits Helgi Grímur Hermannsson. Leikstjóri þess er Jökull Þór Jakobsson, tónlist samdi Katrín Helga Ólafsdóttir og Assa Borg Þórðardóttir samdi dans. Þrír leikarar fara með hlutverk í verkinu, þau Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jónas Alfreð Birgisson og Ragnar Pétur Jóhannsson. Leikritið fjallar um tvær ólíkar persónur, kryddsölumann og verkfræðing, sem hafa mismunandi sýn á lífið og tilveruna og árekstra sem verða milli ólíkra hagsmuna þeirra.
Meira