Fréttir

Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin á Hofsósi nú um helgina og er dagskráin stútfull af skemmtilegum uppákomum sem ættu að höfða til flestra, ungra jafnt sem aldinna og allra þar á milli.
Meira

Jazztónleikar í Félagsheimilinu á Blönduósi

Föstudagskvöldið, 29. júní kl. 20:30, verða jazztónleikar með Haraldi Ægi Guðmundssyni og austurríska jazzpíanistanum Lukas Kletzander, í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Staða sveitarstjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið segir að leitað sé að sjálfstæðum einstaklingi með leiðtogahæfni og frumkvæði til framkvæmda auk hæfni í mannlegum samskiptum.
Meira

Ótrúlegur áhugi á hestaferðum um söguslóðir

Fyrr í sumar auglýsti Magnús Ólafsson frá Sveinstöðum, hestaferð um söguslóðir morðanna á Illugastöðum og síðustu aftöku á Íslandi í janúar 1830. Í upphafi voru auglýstar tvær, fimm daga ferðir en vegna mikils áhuga hefur hann nú bætt þeirri þriðju við. Það þýðir að nokkrir sem ætluðu í fyrri tvær ferðirnar hafa nú fært sig og bókað í þá síðustu. Þess vegna er nú möguleiki á því að bæta við fólki í hverja af þessum ferðum. Hægt er að vera einungis með hluta af ferðinni ef það hentar fólki.
Meira

Fyrsti bændamarkaður sumarsins á Hofsósi á laugardaginn

Á laugardögum í sumar verða haldnir bændamarkaðir í pakkhúsinu á Hofsósi. Það er Matís sem stendur að verkefninu í samstarfi við skagfirska framleiðendur og er Rakel Halldórsdóttir, starfsmaður Matís sem búsett er á Hofsósi, hvatamaðurinn að þeim.
Meira

Nýr valkostur í hestaflutningum

Nýstofnað fyrirtæki, Sleipnir hestaflutningar ehf., hefur hafið starfsemi í Skagafirði. Fyrirtækið býður upp á flutning um allt land og er á hersla lögð á velferð og öryggi hesta í flutningi en allir hestar eru fluttir í einstaklingsrýmum. Milliverk eru lokuð niður í gólf og hægt er að opna milli hólfa svo folaldshryssur hafi tveggja hesta pláss. Myndavélakerfi er í vagninum svo stöðugt eftirlit er með hrossunum meðan á flutningi stendur.
Meira

Málverka- og ljósmyndasýning á Maríudögum

Helgina 30. júní - 1.júlí verða Maríudagar haldnir á Hvoli í Vesturhópi kl 13.-18 báða dagana. Maríudagar hafa verið haldnir undanfarin ár í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í boði stórfjölskyldunnar frá Hvoli. Að þessu sinni verður boðið upp á málverkasýningu með verkum eftir systurdóttur Maríu, Ástu Björgu Björnsdóttur og ljósmyndasýningu á myndum Andrésar Þórarinssonar, eiginmanns Ástu. Ljósmyndirnar eru teknar á þessu ári í héraðinu og má þar líta mörg kunnugleg andlit.
Meira

Skipulagslýsing fyrir nýjan selaskoðunarstað á Vatnsnesi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í landi Flatnefsstaða í Húnaþingi vestra skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er uppbygging á nýjum sela- og náttúruskoðunarstað á Vatnsnesi til að dreifa álagi ferðaþjónustu á náttúruna.
Meira

Skin og skúrir á Landsbankamótinu

Landsbankamótið fór fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki um liðna helgi og þar voru það stúlkur í 6. flokki sem spreyttu sig fótboltasviðinu. Um 80 lið voru skráð til leiks frá fjölmörgum félögum og er óhætt að fullyrða að hart hafi verið barist þó brosin hafi verið í fyrirrúmi.
Meira

Skagfirðingur í körfuboltalandsliðinu

Nú er ljóst að enginn Stólamaður fer með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta er það mætir Búlgaríu og Finnlandi ytra dagana 29. júní og 2. júlí í undankeppni HM(World Cup). Pétur Rúnar Birgisson var í 15 manna æfingahópi en var kroppaður burt í lokaniðurskurði ásamt Kristni Pálssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. Einn Skagfirðingur er þó í liðinu.
Meira