Fréttir

Góður sigur í Grindavík

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær og léku við lið heimamannaí lokaleik fjórðu umferðar Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn leiddu lengstum en Stólarnir voru yfir í hálfleik og náðu síðan frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Strákarnir léku vel á lokakaflanum og tóku bæði stigin með sér norður. Lokatölur 81-88.
Meira

Fleiri búnir að kjósa en fyrir ári

Kjörsókn á Sauðárkróki er ívið betri en fyrir ári en klukkan 11 í morgun höfðu 162 aðilar kosið samanborið við 157 í fyrra. Þá voru utankjörfundaratkvæðin einnig fleiri fyrir kosningarnar nú, alls 334 en 292 í síðustu kosningum.
Meira

Framsókn með flest atkvæði lesenda Feykis

Feykir stóð fyrir óvísindalegri netkönnun á Feyki.is hvernig atkvæði lesenda myndi raðast í komandi kosningum. Í morgun var lokað fyrir þátttöku og hafði þá Framsóknarflokkurinn mest fylgi eða 29% og Píratar komu næstir með 20% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17% atkvæða og á hæla hans kom Miðflokkurinn með 15%.
Meira

Tryggjum Bjarna sæti á Alþingi

Í komandi alþingiskosningum verður m.a. kosið um framtíð hinna dreifðu byggða, vöxt og viðgang þeirra. Bjarni Jónsson er ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einn reyndasti sveitastjórnarmaður á Norðurlandi vestra, sem er dýrmæt reynsla fyrir alþingismann. Bjarni mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum dreifbýlisins, nái hann kjöri, enda mun ekki af veita.
Meira

Niðurstöður kynntar úr fjölþjóðlegri rannsókn sem gerð var á Landsmóti hestamanna sumarið 2016

Háskólinn á Hólum og Landssamband hestamannafélaga kynntu í dag á formannafundi Landssambands hestamanna niðurstöður rannsóknar sem fjölþjóðlegur rannsóknarhópur vann á Landsmóti hestamanna á Hólum sumarið 2016. Rannsóknahópurinn kemur frá Bretlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands og eru meðlimir hans sérfræðingar á ýmsum sviðum viðburðahalds og ferðamála.
Meira

Ég fagna!

Ég fagna því að allt ísland fari að virka saman sem ein heild. Ég fagna því að geta notið fullkominnar læknisþjónustu nær heimabyggð, sem stórlækkar kostnað fólks. Ég fagna bættri geðheilsugæslu um allt land. Ég fagna því að vörður verði staðinn um sjávarútveg og landbúnað.
Meira

Íslenskur vinnumarkaður og afnám frítekjumarks

Það er staðreynd að íslenskur vinnumarkaður tekur breytingum í samræmi við framþróun þjóðfélagsins. Ekki bara að störfin breytist heldur tekur samsetning vinnuaflsins breytingum. Þar kemur til menntun, aldur, þjóðerni og bætt heilsa. Heilbrigiðsvísindum fleygir fram og fólk verður eldra og lifir lengur við betri heilsu.
Meira

Hjartað á réttum stað

Íslendingar ganga til kosninga um helgina eftir skammlífa ríkisstjórn sem starfaði í skugga spilltrar stjórnmálamenningar. Upplýsingum er haldið frá almenningi, ójöfnuður fer hratt vaxandi. Hagsmunir hinna ríku ráða för en almannahagsmunir að engu hafðir.
Meira

Er styrkur í þér?

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2018. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu SSNV með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk.
Meira

Virkjum mannauðinn – byggðastefna og atvinnulíf

Atvinnumál eru mikilvæg þegar fólk tekur ákvörðun um hvar það vill búa og lifa lífinu. Það vill nýta menntun sína og reynslu og vinna skemmtileg og áhugaverð störf. Þess vegna er sérstaklega áríðandi að fjölbreytni í atvinnulífi sé sem allra mest á landsbyggðinni. Það á að styðja kröftuglega við nýsköpun, þróun og rannsóknir. Fjölmargt fleira hefur líka áhrif á val á búsetu, skólastarf þarf að vera til fyrirmyndar og margvísleg þjónusta þarf að vera í boði. Þarna liggja mörg tækifæri til að efla byggð um land allt.
Meira