Fréttir

Til athugunar að loka bensínstöð N1 á Hvammstanga

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur nú til athugunar að loka bensínstöð N1 á Hvammstanga frá og með 1. febrúar næstkomandi þar sem bensínstöðin starfar ekki í samræmi við reglugerð. Ástæða þessara aðgerða er skortur á mengunarvarnarbúnaði ásamt ófullnægjandi afgreiðsluplani. Frá þessu er greint í frétt á vísi.is á laugardag.
Meira

Snilldar ráð til að nota örbylgjuofninn sinn í - myndband

Sá þetta snilldar myndband þar sem sýnd eru nokkur góð ráð til að nota örbylgjuofninn sinn í
Meira

Þrjú sakamál á Byggðasafninu á Reykjum

Þann 1. nóvember næstkomandi kl. 20:00 verður sýningin Sakamál í Húnaþingi opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Á sýningunni verða tekin fyrir þrjú kunn sakamál frá 19. öld og sýndir gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni. Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar Magnúsdóttur en sagt er að þær hafi fundist með beinum hennar þegar þau voru grafin upp og flutt í vígða mold.
Meira

Vélmennadans Gísla Þórs komin út

Út er komin ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson, sem nefnist Vélmennadans. Vélmennið reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar, trúir á tilfinningar í smáforritum og drekkur olíu í stað áfengis. Upp kvikna spurningar um flókið líf tölva og snjallsíma og vélmennið spyr sig: Er ég ekki manneskja? Er ég kannski app?
Meira

Gunnar Bragi þingflokksformaður Miðflokksins

Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins á fyrsta þingflokksfundi flokksins í morgunn. Gunnar var einnig kjörinn sjötti þingmaður Suðvesturkjördæmis aðfararnótt sunnudags þegar fram fóru þingkosningar og Miðflokkurinn hlaut sjö þingmenn.
Meira

Gauksmýri er fyrirtæki ársins

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór sl. fimmtudag í Mývatnssveit og samkvæmt venju voru þrjár viðurkenningar veittar: Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan á Gauksmýri var sæmd viðurkenningu sem fyrirtæki ársins en hún er veitt því fyrirtæki sem hefur slitið barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði.
Meira

Viðaukasamningar við sóknaráætlanir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert viðaukasamninga við sóknaráætlanir þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið með samningunum er að styrkja sóknaráætlanir landshlutanna þriggja með sérstöku framlagi og treysta þannig byggð á tilteknum svæðum.
Meira

Þrír nýir fyrir Norðvesturkjördæmi

Nú þegar mesta rykið er setjast eftir kosningar helgarinnar er ljóst að stjórnmálaleiðtogar þeirra átta flokka sem náðu mönnum inn á þing munu heimsækja Bessastaði í dag. Bjarni Benediktsson ríður á vaðið þar sem Sjálfstæðisflokkur fékk flest atkvæði og svo koma aðrir í þeirri röð sem þingstyrkur segir til um.
Meira

Chilli camenbert dýfa, pestókjúklingaréttur og dísætur kókosbolludesert

„Við kjósum að elda einfalda og fljótlega rétti,“ segja matgæðingar 41. tölublaðs ársins 2015, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kristinn Rúnar Víglundsson í Dæli í Víðidal, Húnaþingi vestra. Þau bjóða lesendum upp á ofnhitaða Chilli camenbert dýfu í forrétt, pestókjúklingarétt í aðalrétt og að lokum dísætan desert.
Meira

Hringdi inn kjörfundinn með bjöllu

Tæpur helmingur Fljótamanna var búinn að kjósa klukkan hálf þrjú í dag en kjörstaður þeirra er á Sólgörðum. Halldór Gunnar Hálfdánarson hringdi til kjörfundar klukkan 12 í hádeginu og býst við því að hafa opið til hálf sex til sex í dag.
Meira