Fréttir

KS deildin heldur áfram

Nú er það ljóst að KS-Deildin, hið vinsæla hestaíþróttamót sem haldið hefur verið í reiðhöllinni á Sauðárkróki sl. áratug, mun verða á dagskrá í vetur. Sagt var frá því fyrir skemmstu að útlit væri fyrir því að ekki yrði keppt í KS deildinni í vetur.
Meira

Bann við dragnót fellt úr gildi í fjörðum norðanlands

Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót, sem komið var á á árunum 2010 til 2013, falla úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi. Dragnótabátum er því heimilt að veiða á ný, án landfræðilegra takmarkana, á Hrútafirði, Miðfirði, Húnafirði og Skagafirði.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í Kórum Íslands á sunnudagskvöldið

Á sunnudagskvöldið tekur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps þátt í seinni undanúrslitaþættinum í Kórum Íslands sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Kórinn kom fram í þriðja þættinum sem sýndur var í beinni útsendingu sunnudagskvöldið 8. október og flutti lagið Í fjarlægð undir stjórn Skarphéðins Einarssonar. Flutningurinn vakti lukku og skilaði kórnum áfram í undanúrslitin í símakosningu. Kórinn er einn fárra kóra af landsbyggðinni sem tekur þátt í keppninni.
Meira

Margrét Björk ráðin kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða

Margrét Björk Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi við Árskóla, hefur verið ráðin í starf kennslustjóra við Háskólasetur Vestfjarða. Alls sóttu 17 manns um starfið.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Fellsborg á Skagaströnd mánudaginn 13. nóvember klukkan 13:00 til 16:00. Erindi flytja þau Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair, Smári Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Tryggja ehf., Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, svæðisstjóri Expedia í Vestnorden og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Allir sáttir eftir kosningar

Efstu menn þeirra flokka sem komu mönnum á þing í Norðvesturkjördæmi svara spurningu vikunnar í Feyki sem kemur út í dag. Spurningin er: Ertu sátt/ur við niðurstöður kosninganna? Allir eru sáttir þó einhverjir hefðu búist við eða viljað betri niðurstöðu sinna flokka.
Meira

Takk fyrir stuðninginn

Kæru sveitungar. Ég vil þakka kærlega fyrir stuðninginn í Alþingiskosningum sem í hönd fóru laugardaginn 28. október. Þó svo að ég hafi ekki náð markmiði mínu og hlotið endurkjör á þingið er ég hrærð og þakklát fyrir þau 1.169 atkvæði sem greidd voru til okkar. Í störfum mínum á Alþingi hef ég sett á oddinn málefni sem ég tel mjög mikilvægt að allir flokkar á þingi starfi að í sameiningu.
Meira

Skákþing Skagafjarðar 2017

Skákþing Skagafjarðar 2017 hefst miðvikudaginn 8. nóv. næstkomandi kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki. Tefldar verða fimm umferðir eftir Monradkerfi og verða tímamörkin 90 mínútur á hverja skák, auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
Meira

„Því sem ekki er keypt er ekki sóað“

Þann 1. nóvember kl. 20:00 mun Stefán Gíslason flytja erindi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Í erindi sínu mun Stefán fjalla um ævisögur varnings á borð við föt og plasthluti og er sjónum beint að því sem einstaklingurinn getur gert til að draga úr sóun, allt frá því að ákvörðun er tekin um innkaup og þangað til varan hefur lokið hlutverki sínu.
Meira

Ísak Atli Íslandsmeistari í póker

Ísak Atli Finnbogason, 24 ára Sauðkrækingur, varð um helgina Íslandsmeistari í póker en Lokaborðið mót Pókersambands Íslands var haldið hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur að Síðumúla 37. Í öðru sæti varð Einar Már Þórólfsson og Sigurður Dan Heimisson í þriðja.
Meira