Fréttir

Íbúafundur á Borðeyri - Verndarsvæði í byggð

Húnaþing vestra hefur nú í undirbúningi umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að elsti hluti Borðeyrar verði skilgreindur sem Verndarsvæði í byggð. Vegna þessa verður boðið til íbúafundar í Tangahúsi á Borðeyri miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 18:00. Þar verður tillaga um verndarsvæði kynnt fyrir íbúum og gefst þeim kostur á að bera upp spurningar og koma með athugasemdir.
Meira

Búist við ofsaveðri, suðaustan og sunnan 25-30 m/s

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Strandir og Norðurland vestra. Búist er við sunnan og suðaustan ofsaveðri á Ströndum og Norðurlandi vestra. Búast má við að vegir lokist eða verði ófærir á meðan veður sem spáð er gengur yfir. Viðvörunin gildir miðvikudaginn 21 feb. kl. 09:00 – 15:00
Meira

Húnvetnska Liðakeppnin fór af stað sl. sunnudag

Fyrsta mót Húnvetnsku Liðakeppninnar fór fram sl. sunnudag í reiðhöllinni á Hvammstanga. Keppt var í fyrsta skipti í TREC en það er vinsælt keppnisform meðal frístundarhestamanna víða um heim en um er að ræða þrautakeppni sem kallar fram það besta í góðum reiðhesti. Á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts segir að fjölhæfni og geðslag íslenska hestsins séu talin vel til þess fallin að nota í TREC. Hesturinn þurfi að vera vel taminn, kjarkaður og hlýðinn til að farnast vel í greininni en reglur Þyts í greininni má sjá á heimasíðu félagsins http://www.thytur.123.is.
Meira

KS deildin að hefjast - Ráslistinn fyrir gæðingafimina er tilbúinn

Ráslistinn er klár fyrir fyrsta mót meistaradeildar KS sem haldið verður á morgun, miðvikudaginn 21.febrúar. Húsið opnar kl 17:30 en setning deildarinnar hefst kl 18:30. Seldar verða veitingar í reiðhöllinni fyrir mót svo fólk er hvatt til að mæta snemma. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að mikil spenna sé fyrir fyrsta mótinu og hafa sést flottar æfingar í höllinni á Sauðárkróki. „Við hvetjum alla norðlendinga til að fjölmenna í Svaðastaðahöllina á miðvikudaginn. Beinar útsendingar verða á netinu frá öllum keppniskvöldum deildarinnar fyrir aðra landshluta og útlönd og hefjast þær kl 18:50.
Meira

101 tekinn fyrir of hraðan akstur um helgina

Hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra var mikið að gera í umferðareftirliti um helgina enda veður gott og margt fólk á ferðinni í vetrarfríi skóla. Akstursskilyrði víðast hvar góð enda vegir víðast orðnir auðir í umdæminu.
Meira

Héraðsbókasafn Skagfirðinga komið með aðgang að Rafbókasafninu

Héraðsbókasafn Skagfirðinga hefur nú opnað fyrir aðgang að Rafbókasafninu en safnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Þessi nýjung gerir notendum bókasafnsins kleift aðnálgast fjölda titla af hljóð- og rafbókum á auðveldari hátt en hingað til. Enn sem komið er er meginhluti efnisins er á ensku en stefnt er að því að auka framboð á íslensku efni sem fyrst.
Meira

Lögð fram tillaga um verndarsvæði í byggð á Blönduósi

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar þann 13. febrúar sl. var samþykkt að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Blönduósi. Tillagan fjallar um verndargildi byggðar sem spannar rúm 140 ár og stendur á 17,5 hektara svæði innan við ós Blöndu. Er hér annars vegar um að ræða gamla bæjarkjarnann á Blönduósi og hins vegar aðliggjandi svæði sjálfsþurftarbyggðar á árbakkanum og í Klifamýri.
Meira

Vel heppnaðir konudagstónleikar

Kvennakórinn Sóldís hélt sína árlegu konudagstónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í gær að viðstöddu fjölmenni. Eftir mikið klapp og aukalög buðu kórkonur gestum upp á dýrindis veisluborð.
Meira

Silfur og brons hjá systkinum á Afmælismóti Júdósambands Íslands

Afmælismót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka var haldið í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur sl. laugardag og átti Júdódeild Tindastóls tvo fulltrúa á mótinu. Fjórir iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á mótinu en tveir þeirra, Þorgrímur Svavar Runólfsson og Tsvetan Tsvetanov Michevski, hættu við þátttöku vegna meiðsla.
Meira

Góðir hlutir gerast hægt - Liðið mitt Bryndís Rut Haraldsdóttir

Bryndís Rut Haraldsdóttir leikmaður mfl. kvenna hjá Tindastóli og fyrrverandi markmaður U19 landsliðsins er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Hún er reyndar gallhörð í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur meira að segja að vera Seylhreppingur, þó hann heyri nú sögunni til. Hún er frá Brautarholti en segist að sjálfsögðu búa á Laugavegi 15 í póstnúmeri 560, þ.e. í Varmahlíð. Bryndís sækir vinnu til Sauðárkróks og starfar sem verkamaður hjá þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bryndís svarar hér spurningum í Liðið mitt.
Meira