Fréttir

Tilboð í nýbyggingu fyrir Byggðastofnun

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Byggðastofnunar hefur auglýst eftir tilboðum í verkið „Byggðastofnun – nýbygging“ , Sauðármýri 2, Sauðárkróki. Um er að ræða jarðvinnu, uppsteypu og fullbúið hús og allan frágang að utan og innan, ásamt lóð. Byggingin er 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins.
Meira

Þreksport á nýjum stað

Það hefur mikið gengið á undanfarið hjá þeim Friðriki Hreinssyni og Guðrúnu Helgu Tryggvadóttur, eigendum Þreksport á Sauðárkróki, en búið er að færa starfsemi líkamsræktarstöðvarinnar í nýtt húsnæði að Borgarflöt 1. Segja þau að framkvæmdir og flutningur hafi gengið vel og vel ætti að fara um gesti í nýja húsnæðinu.
Meira

Bauð Stólum í tertu og góðan styrk

Meistaraflokksleikmenn, stjórn og helstu aðstandendur körfuknattleiksdeildar Tindastóls var boðið í kaffisamsæti hjá stjórn Kaupfélags Skagfirðinga fyrr í dag í matsal Kjarnans á Sauðárkróki. Tilefnið var sérstakur fjárstyrkur Kaupfélagsins til deildarinnar vegna hins góða árangurs sem Stólarnir náðu í Domino´s-deildinni í vetur sem og í Maltbikarnum en eins og allir ættu að vita varð liðið bikarmeistari er það sigraði KR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í janúar.
Meira

Úrslit í Skólahreysti í kvöld

Það verður full ástæða til að tylla sér fyrir framan sjónvarpsskjáinn í kvöld en þá mun lið Varmahlíðarskóla keppa í úrslitum Skólahreysti sem verður sjónvarpað á RÚV beint frá Laugardalshöllinni og hefst útsending klukkan 20:00.
Meira

Vel mætt á hjálmaafhendingu Kiwanis

Kiwanisklúbbarnir í Skagafirði Freyja og Drangey afhentu í gær, 1. maí, börnum í 1. bekk í Skagafirði reiðhjólahjálma. Fyrir afhendingu fór lögreglan yfir mikilvægi hjálmanotkunar og brýndi notkun þeirra fyrir börnum og fullorðnum. Síðan grilluðu Kiwansfélagar pylsur fyrir viðstadda.
Meira

Ný útgáfa af Vatnsdæla sögu

Vatnsdæla saga er nú komin út í nýrri útgáfu hjá Bókaútgáfunni Merkjalæk. Sagan er gefin út með nútima stafsetningu og einnig er ýmsum orðmyndum breytt til nútímahorfs. Guðráður B. Jóhannsson myndskreytti bókina og gerði bókarkápu en hana prýða myndir af fresku sem Baltasar málaði á veggi Húnavallaskóla.
Meira

Skín við sólu

Það má með sanni segja að sólin skíni við okkur Skagfirðingum þessa dagana. Það er ekki bara að vorið og sumarið séu á næsta leiti heldur upplifum við nú eina mestu uppgangs- og uppbyggingartíma seinni ára í fallega firðinum okkar.
Meira

Allir íslensku ökumennirnir meðvitaðir um hækkun sektanna

Í gær tóku gildi umtalsverðar hækkanir sekta vegna umferðarlagabrota. Engu að síður hafði lögreglan á Norðurlandi vestra í nógu að snúast og í gær voru 32 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það veki athygli að allir íslensku ökumennirnir sem stöðvaðir voru hafi verið meðvitaðir um hækkun sektanna og sé það umhugsunarvert.
Meira

Heitavatnslaust á Króknum í kvöld

Vegna viðgerða á stofnlögn verður heitavatnslaust í neðri bænum á Sauðárkróki frá kl. 17 í dag og frameftir kvöldi. Lokað verður frá Bárustíg og út á Eyri. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Húnaþing vestra; nýtt lag og ljóð Einars Georgs Einarssonar vekur athygli

Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi vestra voru í Hvammstangakirkju þann 1. maí. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Kórinn flutti blandaða dagskrá kórlaga úr ýmsum áttum og má segja að dagskráin hafi verið létt og vorleg. Mesta athygli vakti frumflutningur á lagi og ljóði Einars Georgs Einarssonar er nefnist Húnaþing vestra, fagur óður til sveitarfélagsins.
Meira