Engilbert vill samstarf við Blönduósbæ um byggingu fjölbýlishúss
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
22.02.2018
kl. 09.29
Uppbygging ehf., félag í eigu Engilberts Runólfssonar byggingaverktaka, hefur óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn Blönduósbæjar um sameiginlega uppbyggingu á fjölbýlishúsi að Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi. Á Húna.is. kemur fram að óskað sé eftir því að gert verði samkomulag við félagið um langtímaleigu eða kaup sveitarfélagsins á allt að 8-10 íbúðum í hinu nýja fjölbýlishúsi. Byggðaráð Blönduósbæjar hefur hafna erindinu.
Meira