Fréttir

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands mun standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land, alla miðvikudaga í september að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga, vítt og breitt um landið, og verður fyrsta gangan í dag, 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangurinn með verkefninu að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Húsnæðisstuðningur til 15-17 ára nemenda í Sveitarfélaginu Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd hyggst veita sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila ungmenna á aldrinum 15-17 ára sem þurfa að leigja húsnæði vegna náms fjarri lögheimili. Þar er átt við herbergi á heimavist eða námsgörðum eða aðra sambærilega aðstöðu á almennum markaði. Ef nemendur deila húsnæði með öðrum getur húsnæðisstuðningur þessi náð til þeirrar leigu enda sé leigusamningur þá gerður við hvern og einn. Gerð er krafa um að leigjandi og leigusali séu ekki nátengdir. Þetta kemur fram á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Meira

Skagfirsku dægurlögin í Salnum í Kópavogi

Skagfirðingum í Reykjavík, sem og öðrum, gefst nú loksins tækifæri til að heyra og sjá tónleikana sem slógu svo rækilega í gegn í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikanna.
Meira

Sóknaráætlun Norðurlands vestra stendur fyrir starfakynningu

Nær daglega heyrist í fréttum að erfiðlega gangi að fá iðnaðarmenn til starfa, að mikill skortur sé á iðn- og tæknimenntuðu fólki og þar fram eftir götunum. Ýmsar tilgátur hafa verið uppi um ástæðu þess að unga fólkið okkar leitar síður í nám í þessum greinum en í hefðbundið bóklegt nám, meðal annars er því kennt um að skólakerfið sé frekar sniðið að þörfum þeirra sem hyggja á bóklegt nám en hinna.
Meira

Innköllun á Floridana safa í plastflöskum

Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllun Ölgerðarinnar á ávaxtasafa, öllum bragðtegundum og öllum dagsetningum. Innköllunin er gerð vegna þess að yfirþrýstingur hefur myndast í flöskunum og valdið nokkrum slysum þegar flöskurnar hafa verið opnaðar.
Meira

Vissir þú að á Sauðárkróki leynist lítið fjölskyldufyrirtæki sem er að hanna og smíða fallega heimilismuni?

Já þó maður búi í litlu samfélagi og maður heldur að maður viti allt sem er að gerast þá er það langt frá því að vera þannig
Meira

Opna Advaniamótið í úrhellisrigningu

Á laugardaginn var Opna Advania mótið haldið á Hlíðarendavelli þar sem spilaður var betri bolti – punktakeppni – og voru tíu lið skráð til leiks. Tveir og tveir skráðu sig saman og gilti betra skor á holu. Keppendur fengu 7/8 af leikforgjöf. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að duglega hafi rignt á keppendur meginhluta mótsins en að sama skapi hafi vindinn lægt og hlýtt verið í veðri.
Meira

Vetrarstarf að hefjast hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Leikfélag Sauðárkróks er nú farið að huga að vetrarstarfinu og boðar til fundar í kvöld í gamla Tengilshúsinu eða Puffins and friends að Aðalgötu 26.
Meira

Er smá mánudagur í þér? - myndband

Mánudagar geta stundum verið erfiðir eftir annasama helgi... þetta myndband er svolítið ég í dag:)
Meira

Tap hjá Stólastúlkum í síðasta heimaleik sumarsins

Í sunnudagsblíðunni í gær þá fengu Tindastólsstúlkurnar eitt af toppliðum 1. deildarinnar, HK/Víking, í heimsókn. Gengi Tindastóls hefur ekki verið gott í síðustu leikjum og hver leikurinn af öðrum tapast og það varð engin breyting á því í gær þrátt fyrir ágæta frammistöðu. Lokatölur voru 0-2 fyrir gestina.
Meira