Fréttir

Eldhús fær nýtt útlit - myndir

Þá er komið að því að sjá hvaða breytingar þau hjón, Hrafnhildur og Logi, gerðu inn í eldhúsinu sínu. En eins og kom fram í síðustu færslu þá keyptu þau sér hús í sumar á Sauðárkróki og hafa verið að taka ýmislegt í gegn undanfarið. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með henni á Snapchat endilega addið henni hrafnhv en þar deilir hún með fylgjendum sínum öllu milli himins og jarðar ásamt framkvæmdagleði þeirra hjóna.
Meira

Af hverju að baka um helgina ef þú getur látið aðra um það?

Það er vaninn hjá mér fyrir hverja helgi að setja inn uppskrift af einhverju helgargóðgæti en því miður verður enginn uppskrift fyrir þessa helgina. En fyrir þá sem hafa fylgst með hér á feykir.is og hugsað í hvert skipti "best að baka þessa um helgina" en ekki látið verð af því, þá er um að gera að skella sér á kaffihlaðborðið á Samgönguminjasafninu í Stóragerði á sunnudaginn nk. milli 14-17, því þar verður hægt að smakka á öllum kökuuppskriftunum sem ég hef deilt með ykkur.
Meira

Ályktun fundar sauðfjárbænda

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi á Blönduósi í fyrrakvöld. Svohljóðandi ályktun var lögð fyrir fundinn og hún samþykkt.
Meira

Samningur um sálfræðiþjónustu undirritaður

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu í dag tveggja ára samning sem lýtur að sálfræðiþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna. Ester Ingvarsdóttir hefur starfað fyrir sveitarfélögin síðustu tvö ár og hefur hún haft fasta viðveru á svæðinu einn til þrjá daga í mánuði. Markmiðið með nýjum samningi er að auka við sálfræðiþjónustuna og framvegis mun Ester vera fjóra daga í mánuði á svæðinu.
Meira

Fullt hús á bændafundi á Blönduósi í gærkvöldi

Í gærkvöldi stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem staða sauðfjárbænda var rædd. Á fjórða hundrað manns mættu á fundinn og var þungt yfir fundargestum enda um grafalvarlegt mál að ræða þar sem fyrirhuguð skerðing sláturleyfishafa á afurðaverði gæti valdið allt að 56% launalækkun til bænda. Framsögu á fundinum höfðu þau Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur á rekstrarsviði RML.
Meira

Mæður búið ykkur undir alþjóðlega letidag MÆÐRA á morgun

Já þið lásuð rétt..., 1.sept., er tileinkaður mömmum til að vera latar. Þrátt fyrir mæðradaginn, sem er dagur til að heiðra mæður og þeirra starf, þá þurfa þær yfirleitt að sjá um að elda og þrífa ásamt því að halda heimilislífinu í réttum skorðum alla daga, allan ársins hring. Á mömmu letideginum eiga mömmur að slappa af, setja fætur upp í loft og einfaldlega vera latar og láta bæði eiginmenn og börn sjá um sig.
Meira

Blóðgjöf er lífsgjöf

Blóðbankabíllinn er alltaf á ferð um landið og einmitt þessa stundina er hann staddur á planinu við Skagfirðingabúð þar sem Skagfirðingum gefst kostur á að leggja inn hjá bankanum til klukkan 11:30 í dag. Þá færir hann sig um set og verður á planinu við N1 á Blönduósi frá klukkan 14 til 17 í dag.
Meira

Nýjasta nýtt - Skegg glingur!

Skegg er búið að vera í tísku í þó nokkurn tíma núna og hafa karlmenn orðið meðvitaðari um að hugsa vel um skeggið sitt með allskonar olíum og sápum. En núna er komið skart á markaðinn sem er ætlað í skeggið, sjá myndband hér fyrir neðan. Er þetta kannski jólagjöfin fyrir kærastann sem á allt?
Meira

Síðsumarsferð með fiðlu og ljóð

Næstu daga ætla feðginin Sólveig Vaka Eyþórsdóttir og Eyþór Árnason að ferðast um landið með viðburð þar sem tónum og tali er blandað saman. Sólveig Vaka mun leika einleiksverk á fiðlu eftir J.S. Bach, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og frumflytja nýtt verk eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson, sem hann samdi fyrir hana í ár. Eyþór Árnason var nýverið tilnefndur til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna sem Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stofnuðu nýverið til, fyrir bestu ljóðabók ársins, Ég sef ekki í draumheldum náttfötum. Hann flytur ljóð úr bókinni, sem og eldri bókum sínum.
Meira

Vatnshúsið hefur lokið hlutverki sínu

Um helgina var unnið að lokafrágangi og tengingum á drenrörum í vatnsstíflunni í Sauðárgili en undirbúningur fyrir framkvæmdina hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Að sögn Indriða Einarssonar, sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs stuðlar framkvæmdin að bættum gæðum og auknu afhendingaröryggi á neysluvatni á Sauðárkróki. Með tilkomu þessa hefur vatnshúsið lokið hlutverki sínu sem síuhús fyrir neysluvatn.
Meira