Fréttir

Skagfirskar stúlkur sterkar í kúluvarpi

Þrjár skagfirskar stúlkur náðu góðum árangri á Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum sl. laugardag þegar þær kepptu í kúluvarpi. Andrea Maya Chirikadzi sigraði með kasti upp á 10,20 m, Stefanía Hermannsdóttir varð í 3. sæti með 8,86m og Inga Sólveig Sigurðardóttir í 5. sæti, kastaði 7,87 m sem er persónulegt met. Þá varð Inga Sólveig einnig í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 13,60 sek.
Meira

Stólarnir á toppnum eftir sigur gegn Hetti

Tindastóll fékk Hött Egilsstöum í heimsókn í Síkið í kvöld en Stólarnir eru sem kunnugt er á toppi Dominos-deildarinnar en Höttur eru neðstir, höfðu ekki unnið leik í deildinni þegar þeir komu á Krókinn. Það varð svosem engin breyting á því þó svo að gestirnir hafi haft í fullu tréi við heimamenn fram að hléi í kvöld því lið Tindastóls tók öll völd í síðari hálfleik og sigraði 91-62.
Meira

Hattarmenn í heimsókn í kvöld

Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino´s deild karla í körfubolta þar sem Haukar taka á móti Njarðvík, Þór Akureyri á móti ÍR, Grindavík á móti Stjörnunni, Keflavík á móti KR og svo aðalleikurinn þar sem Tindastóll, efsta lið deildarinnar, tekur á móti botnliði Hattar frá Egilsstöðum.
Meira

Ólína Sif og Missouri State hafa náð frábærum árangri

Ólína Sif Einarsdóttir knattspyrnustúlka úr Tindastóli hélt síðasta vetur í víking til Bandaríkjanna þar sem hún fékk styrk til að stunda nám og spila knattspyrnu fyrir Missouri State háskólann. Hún er nú annan veturinn í westrinu og skólaliðið hennar náði á dögunum frábærum árangri, þegar þær sigruðu svokallað Missouri Valley Tournament og eru á leiðinni í NCAA úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 17 ár.
Meira

Vinátta

Áskorendapistill Margrét Óladóttir Flugumýri
Meira

Lambaskankar og ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasós

„Þar sem við erum ekkert mikið fyrir að flækja hlutina þegar kemur að eldamennsku þá eru þessir réttir í uppáhaldi hjá okkur. Við mælum klárlega með því að þið prófið þessa rétti,“ segja matgæðingar 43. tölublaðs Feykis árið 2015, þau Ástrós Villa Vilhelmsdóttir og Guðni Már Lýðsson á Skagaströnd sem buðu upp á Lambaskanka með rótargrænmeti og ostaköku með Nóa kroppi og hindberjasósu í eftirrétt.
Meira

Hester óbrotinn

Eftir ítarlegar rannsóknir er komið í ljós að Antonio Hester, leikmaður Tindastóls í körfubolta er óbrotinn. Þetta kom í ljós í dag eftir greiningu á ómmyndum sem teknar voru fyrr í vikunni.
Meira

Saga úr sundi

Eftir þrásetu á þingi ákvað ég einn morguninn að fara í sund í Reykjavík. Ekki voru aðrir í búningsklefanum en ég og nokkrir strákar sem voru í skólasundi, auk baðvarðarins sem hafði aðgát með öllu sem fram fór.
Meira

Sviðaveisla í Miðgarði

Karlakórinn Heimir í Skagafirði ætlar að brjóta upp skammdegisdrungann og efna til skemmtikvölds og sviðaveislu í Miðgarði í kvöld kl. 20. Þar verður auk sviðalappa og andlita, söngur og gamanmál eins og Skagfirðingar kannast við og eru þekktir fyrir.
Meira

Hugað að jólum hjá bókasafninu á Blönduósi

Héraðsbókasafnið á Blönduósi býður upp á ýmsa skemmtilega viðburði í aðdraganda jólanna, s.s. föndur, bókakynningu og bókabíó. Dagskráin er svohljóðandi:
Meira