Fréttir

Kona á skjön - sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi

Á laugardaginn, 3. júní kl. 14:00 verður sýningin Kona á skjön sem fjallar um ævi og störf skáldkonunnar Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi, opnuð á Sauðárkróki. Sýningin fjallar um ævi og störf Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi en rithöfundaferill hennar er sannkallað ævintýri í íslenskri bókmenntasögu.
Meira

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um Jónsmessuhelgina, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins. Dagskráin er klár og búið að setja sérgreinastjóra yfir hverja grein. Landsmót UMFÍ fyrir fimmtíu ára og eldri hafa verið haldin víðs vegar um landið síðan fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótið hefur stækkað og dafnað með hverju árinu og hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt. Ómar Bragi býst við miklum fjölda á mótið nú í júní og hugsanlega metskráningum.
Meira

Nýr forstöðumaður ráðinn

Ari Jóhann Sigurðsson hóf í dag störf sem forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Ari hefur starfað sem forstöðumaður á meðferðarheimilinu Háholti undanfarin ár en eins og fram hefur komið er það nú að hætta starfsemi sinni.
Meira

Hænsnakofinn hlutskarpastur

Á dögunum tóku tveir drengir í Grunnskólanum austan Vatna, þeir Egill Rúnar Halldórsson á Molastöðum og Ólafur Ísar Jóhannesson á Brúnastöðum, á móti verðlaunum fyrir verkefni sem þeir unnu í vetur. Var það hluti af vinnu skólans í verkefninu Landsbyggðarvinir en fyrr í vetur fengu tvær stúlkur í skólanum verðlaun frá sömu aðilum.
Meira

Útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn

Ása Berglind Böðvarsdóttir nýstúdent af félagsfræðibraut útskrifaðist með 9.82 í meðaleinkunn sem er hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið frá Menntaskólanum í Kópavogi. Ása var með einkunnina 10 í 40 áföngum, hún fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan námsárangur í íslensku, ensku, þýsku, sálfræði, félagsfræði, sögu og fyrir 100% mætingu á sex önnum. Þá fékk Ása einnig viðurkenningar frá Rótarýklúbbnum Þinghól og Kópavogsbæ. Að lokinni útskrift skellti hún sér heim að Mýrum í Hrútafirði í sauðburðinn.
Meira

Kastaði tveimur fölöldum

Hryssan Glódís á Meyjarlandi á Reykjaströnd kastaði tveimur sprækum folöldum þann 24. maí sl. en það mun vera afar sjaldgæft hjá hryssum. Halla Guðmundsdóttir eigandi hryssunnar segist ekki hafa verið viðstödd þegar þau komu í heiminn en um morguninn varð hún vör við að fjölgað hafði í hópnum.
Meira

Gleðiganga í norðansvalanum

Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í dag en hún markar lok skólastarfs hvers skólaárs. Eftir nokkuð frábrugðna kennslu fyrst í morgun, þar sem 10. bekkingar brugðu sér í hlutverk kennara, hópuðust nemendur saman og gangan hófst. Gengið var upp á sjúkrahús þar sem farið var í leiki á túninu og sungið fyrir vistmenn og starfsfólk. Þá var haldið af stað í bæinn og áð við ráðhúsið þar sem einnig var sungið fyrir starfsfólk þess. Þaðan var gengið út að Kirkjutorgi og snúið aftur í skólann þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur.
Meira

Sláttur hófst í gær í Skagafirði

Sláttur hófst í Viðvík í Skagafirði í gær 30. maí og hefur Feyki ekki haft fregnir um það að bændur í firðinum hafi byrjað fyrr þetta sumarið. Í samtali við Feyki sagði Guðríður Magnúsdóttir að sprettan væri óvenju góð og hefði sláttur hafist um síðustu helgi á bænum ef þau hjón hefðu verið heima.
Meira

Húnavaka er komin út

Húnavaka, héraðsrit USAH, er komið út. USAH hefur staðið árlega að útgáfu ritsins frá árinu 1961 og er það vettvangur fyrir húnvetnska sögu og menningu. Í ritinu að þessu sinni kennir ýmissa grasa, m.a. er þar að finna viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi ráðherra, ferðasögur, frásagnir, kveðskap og fréttaannála úr héraði svo eitthvað sé nefnt. Þá eru í ritinu myndir af börnum fæddum árið 2016 og unglingum fæddum árið 2002. Ritstjóri er Ingibergur Guðmundsson
Meira

Samningi um gamla bæinn í Glaumbæ sagt upp

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sl. mánudag var tekið fyrir erindi frá Þjóðminjasafni Íslands þar sem samningi á milli safnsins og Byggðasafns Skagfirðinga er sagt upp. Jafnframt er í bréfinu óskað eftir viðræðum um nýjan samning þar sem m.a. yrði tekið tillit til varðveislu bæjarins og þess að hluti aðgangseyris að bænum renni til frekari viðhalds og varðveislu hans m.a. vegna stóraukins gestafjölda.
Meira