Húnavaka er komin út
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
31.05.2017
kl. 12.17
Húnavaka, héraðsrit USAH, er komið út. USAH hefur staðið árlega að útgáfu ritsins frá árinu 1961 og er það vettvangur fyrir húnvetnska sögu og menningu. Í ritinu að þessu sinni kennir ýmissa grasa, m.a. er þar að finna viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi ráðherra, ferðasögur, frásagnir, kveðskap og fréttaannála úr héraði svo eitthvað sé nefnt. Þá eru í ritinu myndir af börnum fæddum árið 2016 og unglingum fæddum árið 2002. Ritstjóri er Ingibergur Guðmundsson
Meira