Fréttir

Feykir fær góða gjöf

Það hljóp heldur betur á snærið hjá Feyki í gær á Degi íslenskrar tungu þegar Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, færði Feyki öll bindi Byggðasögunnar. Nýkomið er út 8. bindið sem fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp, samtals 66 býli í Sléttuhlíð, Hrolleifsdal, Bökkum, Flókadal og Vestur-Fljótum, ásamt sveitarfélagslýsingum.
Meira

Þórsarar kafsigldir í Síkinu

Það var boðið upp á frekar kostulegan leik í Síkinu í kvöld þegar lið Þórs frá Þorlákshöfn mætti á Krókinn. Bæði liðin tefldu fram splunkunýjum Könum og voru báðir talsvert ryðgaðir við fyrstu sýn. Þórsarar stóðu í Tindastólsmönnum langt fram í annan leikhluta en þegar Stólarnir stigu upp í varnarleiknum þá sprungu gestirnir á limminu og heimamenn biðu kærlega að heilsa. Lokatölur 92-58.
Meira

Þekkir þú einhvern sem hefði þurft svona til að vakna í morgun? - myndband

Það eru eflaust einhverjir sem finna fyrir því að það er erfiðara og erfiðara að koma sér á fætur á morgnana. Kannski er þetta lausnin. Ætli þetta sé eitt af því sem fæst í Costco?
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði 5. þáttur

Landbúnaður er öflug atvinnugrein í Skagafirði. Í 5. þætti Atvinnupúlsins er rætt við sérfræðinga í landbúnaði. Einnig er litið inn í stærsta fjós Skagafjarðar, rætt við sauðfjárbónda og fyrirtækið Pure Natura heimsótt. Þá er rætt við formann Samtaka atvinnulífsins.
Meira

Íbúafundur um verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut árið 2015 styrk frá Minjastofnun Íslands til að vinna tillögur um verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og á Hofsósi en markmiðið með slíkum svæðum er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. Verkefnið skiptist í húsakönnun, fornleifaskráningu og greinargerð þar sem metið er varðveislugildi og gerðir skilmálar um vernd og uppbyggingu innan svæðisins.
Meira

Lífseigur vísnaþáttur - 700 þættir í 30 ár

Þau skemmtilegu, og ekki síst merkilegu tímamót eru skráð á spjöld sögunnar í Feyki vikunnar þar sem sjöhundraðasti vísnaþátturinn lítur dagsins ljós. Fyrsti þátturinn birtist í Feyki 1. apríl 1987 og fögnuðum við því 30 ára úthaldi sl. vor.
Meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, frá árinu 1996. Þennan dag er ýmislegt gert til þess að hefja móðurmálið til vegs og virðingar, viðurkenningar veittar, margir skólar halda sérstaka dagskrá í tilefni dagsins og þessi dagur er formlegur upphafsdagur Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekkjum landsins.
Meira

Tóti Eymunds sigursæll á uppskeruhátíð hestamanna

Hrossaræktarsamband Skagafjarðar og Hestamannafélagið Skagfirðingur héldu sameiginlega uppskeruhátíð í Ljósheimum laugardagskvöldið 11. nóvember sl. Veitt voru verðlaun í öllum flokkum kynbótahrossa. Þórarinn Eymundsson var sigursæll og handlék nokkra bikarana.
Meira

Nemendur kynna sér iðn-, raun- og tæknigreinar

Öllum grunnskólanemum í 8. til 10. bekkjum á Norðurlandi vestra var boðið að sækja starfakynningu sem hófst í morgun í Bóknámshúsi FNV en þar kynna um 30 fyrirtæki af svæðinu starfsemi sína og þau störf sem innt eru af hendi hjá þeim. Verkefnið beinir kastljósinu sérstaka á iðn-, raun- og tæknigreinar og er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra.
Meira

Bókakynning á bókasafninu á Sauðárkróki

Í kvöld, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20:00 verður Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki með opið hús þar sem fjórir rithöfundar munu lesa úr nýútkomnum verkum sínum.
Meira