Fréttir

Tekist á um vernd og orkunýtingu landsvæða

Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar tók fyrir, á síðasta fundi sínum, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Bendir sveitarstjórnin á það að í þeirri þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram fyrir Alþingi er aðeins lagt til að einn virkjunarkostur á vatnasviði á Norðurlandi vestra verði í orkunýtingarflokki og einn virkjunarkostur í vindorku.
Meira

Elstu ljóðaprentanir Jónasar Hallgrímssonar, Benedikts Gröndal, Eggerts Ólafssonar og Kristjáns fjallaskálds á uppboði

Bókauppboð verður haldið í Safnaðarheimili Grensáskirkju við Háaleitisbraut 66 í Reykjavík laugardaginn 22. apríl og hefst klukkan 14. Uppboðshaldari er Bjarni Harðarson bóksali en regluvörður er Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari og aðstoðarmaður uppboðshaldara er Valdimar Tómasson ljóðskáld.
Meira

Öflugt umferðareftirlit skilaði áfallalausri páskahelgi í umferðinni

Lögreglan á Norðurlandi vestra var með öflugt umferðareftirlit um páskahelgina frá miðvikudegi fram á mánudag. Alls voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á umræddu tímabili en alls hafa 227 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er aprílmánuði. Sá sem hraðast ók var mældur á 144 km hraða.
Meira

Skíðagöngumót í Fljótum

Ferðafélag Fljótamanna stóð að venju fyrir gönguskíðamóti í Fljótum á föstudaginn langa. Mótið hefur vanalega verið haldið í kringum Ketilás en að þessu sinni var það ekki mögulegt sökum snjóleysis. Brugðu mótshaldarar því á það ráð að flytja mótið upp á Lágheiði þar sem nægan snjó var að finna en þar sem veginum þangað er ekki lengur haldið opnum urðu mótshaldarar að leggja í kostnað við snjómokstur.
Meira

Samgönguáætlun í algeru uppnámi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að finna lausn á þeim brýna vanda sem skapast hefur í samgöngumálum á landinu og deilir áhyggjum sínum með byggðaráði sem segir m.a. að ekki sé aðeins um öryggismál að ræða fyrir íbúa og ferðamenn á landinu heldur einnig brýnt byggðamál þar sem langlundargeð íbúa þar sem ástandið er verst sé fyrir löngu þrotið.
Meira

Niðurgreiðslur hækka um 20%

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar hefur lagt fram drög að breyttum reglum um dagvistun barna á einkaheimilum. Breytingarnar fela m.a. í sér hækkun niðurgreiðslna um 20%.
Meira

Fermingin og undirbúningur hennar með því skemmtilegasta við starfið

Séra Halla Rut Stefánsdóttir er sóknarprestur á Hofsósi og þjónar auk þess fimm öðrum sóknum í nágrenninu. Í vor mun hún ferma sex börn í fimm athöfnum. Halla segir ferminguna og fermingarundirbúninginn skipta börnin miklu máli og hún er ekki sammála því sem oft er haldið fram að börnin fermist aðallega vegna gjafanna.
Meira

Lionsklúbbarnir safna fyrir skynörvunarherbergi

Kótelettukvöld Lions verður haldið laugardaginn 29. apríl nk. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki til fjáröflunar fyrir skynörvunarherbergi í Iðju, sem er dagþjónusta fyrir fatlaða á Sauðárkróki. Það eru klúbbarnir í Skagafirði; Lionsklúbbur Sauðárkróks, Lionsklúbbur Skagafjarðar, Lionsklúbburinn Höfði og Lionsklúbburinn Björk sem standa að veislunni sem er hluti að söfnun þeirra fyrir herberginu. Leitað hefur verið eftir stuðningi hjá fyrirtækjum og stofnunum í héraðinu við þetta góða málefni og gengið vel. Feykir hafði samband við Jónínu G. Gunnarsdóttur forstöðumanns Iðju og forvitnaðist um skynörvunarherbergi.
Meira

Heimir smellpassar í Eldborg

Tónleikar Karlakórsins Heimis og fleiri listamanna í Hörpu á dögunum voru velheppnaðir og fékk kórinn frábærar viðtökur í Eldborgarsalnum. Um var að ræða nokkurs konar upphitun fyrir Ameríkuferð Heimis síðar í þessum mánuði, í samstarfi við Vesturfarasetrið á Hofsósi, þegar Íslendingabyggðir í Vancoucer og Victoria verða heimsóttar.
Meira

Breyting á fyrirkomulagi nýliðunarstyrkja

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna breytts nýliðunarstuðnings sem veittur er til fjárfestinga í búrekstri. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Framlög til nýliðunarstuðnings beinast að einstaklingum í eigin nafni eða til lögaðila sem nýliði á a.m.k. 25% hlut í.
Meira