Fréttir

Föndurhornið - kanína

Hefur þú gaman af því að föndra? Hefur þú prófað að gera svona kanínu? Það eina sem þú þarft er blað í stærðinni 15*15cm og penni. Nýprent er að selja 10 stk af lituðum A4 blöðum á 100kr (þú kemur og velur úr því sem er í boði hjá okkur)
Meira

Auðlindagjald eða landsbyggðarskattur?

Í febrúar s.l. lagði undirrituð fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfis- og auðlindaráðherra sem sneri að skilgreiningu á auðlindum Íslands og hvaða auðlindir borga auðlindagjald. Það kom ekki á óvart að af sex skilgreindum náttúruauðlindum er auðlindagjald í formi skattlagningar eingöngu lagt á auðlindir sjávar, sbr. lög um veiðigjöld, nr. 74/2012. Í svarinu kom svo fram að náttúruauðlindir landsins séu flokkaðar í sex yfirflokka, eða náttúruauðlindir a) lands, b) hafs, c) stranda, d) vatns, e) orkuauðlindir og f) villt dýr, þ.m.t. fiskar, fuglar og spendýr. Þessum flokkum er síðan skipt í fjölmarga undirflokka
Meira

Hvalur dreginn á land á Hvammstanga

Hún vakti verðskuldaða athygli sandreyðurin sem dregin var á land á Hvammstanga í gær. Hafði hún strandað á grynningum í Hrútafirði, miðja vegu milli fjarðarbotns og Borðeyrar en lifði ekki lengi eftir að vaskur björgunarhópur hafði komið henni á flot á ný.
Meira

Lilja Rafney efst hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi

Fjölmennur fundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi, haldinn á Hótel Bjarkalundi, samþykkti í gær eftirfarandi framboðslista, að tillögu kjörnefndar, vegna komandi alþingiskosninga: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Alþingismaður leiðir listann áfram, Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður og forstöðumaður, Skagafirði er áfram í öðru sæti, en nýr í 3. sæti er Rúnar Gíslason, háskólanemi í Borgarnesi.
Meira

Forgangsverkefni

Í störfum mínum sem sveitarstjórnarmaður hefur það kristallast hve háð sveitarfélögin á landinu eru ríkinu með ákvarðanir og samþykktir er snúa að þeim brýnu verkefnum sem nauðsynlegt er að ráðast í til að viðhalda nýsköpun og atvinnuþróun á landsvísu.
Meira

Gerðu eitthvað fallegt fyrir kærastann þinn í dag

Það eru til nokkrir dagar til að fagna konum og þeirra hlutverki í lífinu eins og t.d Mæðradagurinn, Eiginkonudagurinn, Kærustudagurinn og Konudagurinn en það er ekki margir dagar til að gleðjast yfir þeim einstaklingi sem þarf að þola þær og allt þeirra tuð á hverjum degi nema kannski Bóndadagurinn
Meira

Takk fyrir traustið

Auka kjördæmisþing Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fór fram fyrir stuttu síðan. Þar gaf ég ekki kost á mér til áframhaldandi starfa á þingi, að minnsta kosti ekki á næsta kjörtímabili. Þegar ákvörðun sem þessi er tekin, þá er vel við hæfi að skrifa nokkur orð niður á blað og þakka fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í störfum mínum sem þingmaður.
Meira

Jón Daníel nýr formaður Sjálfstæðisfélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Skagfirðinga var haldinn í gærkvöldi. Góð mæting var á fundinn en þangað mættu tveir þingmenn kjördæmisins, þeir Haraldur Benediktsson og Teitur Björn Einarsson. Á fundinum var ný stjórn kjörin og gegnir Jón Daníel Jónsson formennsku hennar.
Meira

Listar Bjartrar framtíðar mannaðir

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gær sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum, fyrir Alþingiskosningar 2017. Í Norðvesturkjördæmi leiða listann þær Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari í tónlistarskóla Akraness.
Meira

Grunnbreytingar sem snúa að byggðamálum

Það er þjóðhagslega mikilvægt að hafa öfluga byggð allt í kringum landið. Eftir efnahagshrunið varð landsbyggðin fyrir meiri blóðtöku í formi tapaðra opinberra starfa en höfuðborgarsvæðið, það var dregið meira úr stuðningi við menningartengda starfsemi á landsbyggðinni, meira var skorið niður hjá ýmsum heilbrigðisstofnunum o.s.frv. Nú þegar góðæri ríkir í hagkerfinu erum við því miður að sjá sömu þróun halda áfram. Það segjast allir vera sammála um að mikilvægt sé að snúa þessari þróun við og ég trúi því að víðtækur vilji sé til þess. En af hverju gerist það ekki?
Meira