Fréttir

Jólalag dagsins – Jólasveinninn kemur í kvöld - Jólatónleikar Siggu Beinteins

Þar sem einungis 12 dagar eru til jóla og Stekkjastaur mættur á svæðið ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Lagið er Jólasveinninn kemur í kvöld og það er Sigga Beinteins og félagar sem syngja á árlegu jólatónleikum Siggu sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu 9. og 10. desember 2016. Þetta voru áttundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og þriðja árið í röð sem þeir voru haldnir í Hörpu.
Meira

Allt sjóðandi vitlaust í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu ÍR

Það var drama og æsispenna í sjóðbullandi Síkinu í kvöld þegar lið Tindastóls og ÍR slógust um sæti í fjögurra liða úrslitum Maltbikarsins. Gestirnir úr Breiðholtinu virkuðu sterkari framan af leik og voru átta stigum yfir fyrir lokafjórðunginn en Stólarnir sættu sig ekki við tap í kvöld og komust inn í leikinn með rosalegri baráttu og góðum varnarleik og hrifsuðu sigurinn af ÍR-ingum á lokakafla leiksins. Það reyndist því aðeins meira Malt í Stólunum en ÍR að þessu sinni og lokatölur 78-74.
Meira

Tindastóll-ÍR í Maltbikarnum í kvöld

Í kvöld fara fram síðustu þrír leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum og hefjast allir kl. 19:15. ÍR kemur á Krókinn og spurning hvort liðið verður búið að tanka meira malt þegar rimman hefst í Síkinu.
Meira

Laus staða eftirlitsdýralæknis í Norðvesturumdæmi

Á vef Matvælastofnunar er sagt frá því að stofnunin óski eftir því að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Norðvesturumdæmi með aðsetur á Sauðárkróki. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Jólatónleikar Lóuþræla 2017

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólaum á Borðeyri á morgun, þriðjudaginn 12. desember, kl. 20:30 og Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 13. desember, kl. 20:30
Meira

Fræðslufyrirlesturinn "Jólin og streitan".

Sálfræðisetrið hefur nú hafið starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi. Í tilefni þess ætlar Sofia B. Krantz, sálfræðingur, að bjóða íbúum upp á fræðslufyrirlestur sem hún nefnir Jólin og streita. Fyrirlesturinn verður haldinn í safnaðarheimilinu við Hvammstangakirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 17:00-18:00 og á Blönduósi í sal Félagsstarfs aldraðra í Hnitbjörgum fimmtudaginn 14. desember á milli kl. 18:00 og 19:00.
Meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks UMSS

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin 26. nóvember sl., en þar var verðlaunað afreksfólk UMSS á árinu 2017. Ísak Óli og Þóranna Ósk valin íþróttafólk UMSS.
Meira

Jólalag dagsins – Jólasveinn kæri- Edda Heiðrún Backman

Þar sem einungis eru 13 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Edda Heiðrún Backman syngur hér Jólasveinn kæri ásamt flottum kór ungmenna á plötunni Barnajól sem kom út árið 1991.
Meira

RÉTTINDI

Forréttindi, sérréttindi, kvenréttindi, mannréttindi, jafnrétti, umgengisréttur. Allt eru þetta íslensk orð, sem ætla mætti að nútíminn hefði í heiðri og lifði eftir í siðuðu samfélagi. Breyttir tímar hafa skerpt merkingu þeirra og breytt þjóðfélagsgerð fengið þeim annan farveg til eftirbreytni. Þó siðalögmál, kurteisi og tillitsemi, séu á öllum tímum grunnurinn að jafnræði og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Meira

Jólalag dagsins – Komdu heim um jólin - Jólagestir Björgvins

Þar sem einungis eru 14 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Jólagestir Björgvins tóku saman lagið „Komdu heim um jólin“ á tónleikum þeirra í Höllinni 2016.
Meira