Fréttir

Hefur þú séð Krúshildi?

Hún Krúshildur hefur ekki komið heim í fjórar vikur, hún er ólarlaus og hennar er sárt saknað. Ef þú hefur séð hana eða veist hvar hún er niðurkomin, endilega hafðu samband við Kristínu í síma 4535587/8663336 Endilega deilið:)
Meira

Átt þú Batman búning?

Í dag, 26.septemer, er alþjóðlegi Batman dagurinn og því tilvalið, ef þú átt Batman búning, að skella sér í hann og leika sér smá í tilefni dagsins.
Meira

Belgísk kvikmynd sýnd á Hofsósi

Fyrir rúmu ári síðan komu hingað til Íslands, meðal annars í Skagafjörð, tveir ungir kvikmyndagerðarmenn frá Belgíu, þeir Clyde Gates og Gabriel Sanson. Tilgangur fararinnar var að taka upp kvikmynd en hugmyndin að handritinu kviknaði þegar þeir heyrðu söguna af Fjalla-Eyvindi. Í myndinni segir frá samfélagi þar sem miklar hörmungar hafa átt sér stað. Ung kona virðist haldin undarlegum sjúkdómi sem deyðir öll dýr og plöntur sem hún kemst í snertingu við. Aðrir íbúar samfélagsins óttast um öryggi sitt og gera hana útlæga en ungur fjárhirðir býðst til að fylgja henni aftur til síns heima. Sagan fjallar um ferðalag þeirra þangað og sambandið sem myndast milli þeirra.
Meira

Af hverju þurfum við ný Hvalfjarðargöng?

Ég skrifaði þessa grein í Skessuhornið fyrir nokkrum mánuðum. En held að hún eigi erindi við fleiri í kjördæminu, því útgjöld til vegamála eru takmörkuð, og því getur stórframkvæmd í vegamálum á einum stað haft áhrif á framkvæmdir annarsstaðar. Hér fyrir neðan er það sem er sagt, og það sem er rétt í þessu máli. Ég bendi áhugasömum á að lesa evrópureglurnar. Það er linkur á þær neðst.
Meira

Tinna Björk ráðin verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Tinna Björk Arnardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki. Á heimasíðu Nmi.is segir að hennar sérþekking sé alþjóðaviðskipti, frumkvöðlastyrkir, fyrirtækja- og hugmyndaþróun, handleiðsla, námskeið, nýsköpun og frumkvöðlar, stuðningsverkefni. Sjónvarpsstöðin N4 tók viðtal við Tinnu Björk í Föstudagsþættinum sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.
Meira

Sigur í rennblautum leik á Seyðisfirði - Myndband

Knattspyrnulið Tindastóls endaði tímabilið í 2. deildinni með blautum sigri á Seyðisfirði sl. laugardag er Huginn var heimsóttur. Vallaraðstæður voru ansi slæmar þar sem völlurinn var rennandi blautur og í raun hættulegur. Það fór þó þannig að sjö mörk voru skoruð og fóru Stólarnir með sigur af hólmi og öll stigin heim.
Meira

Bara Vinstri, ekki Græn

Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum.
Meira

Blönduósbær tekur nýja heimasíðu í notkun

Blönduósbær hefur tekið í notkun nýja heimasíðu með það að markmiði að gera upplýsingar aðgengilegri og miðla þannig betri upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra áhugasamra, eins og segir í tilkynningu á hinni nýju síðu. Þar segir að vefsíðan verði í stöðugri þróun og séu flestar upplýsingar sem voru á eldri vefsíðunni nú komnar inn á nýju síðuna en smátt og smátt verði þær uppfærðar og það lagað sem betur má fara.
Meira

Föndurhornið - fugl

Hefur þú gaman að því að föndra? Hefur þú prófað að gera svona fugl? Það eina sem þú þarft er A4 blað og skæri. Nýprent er að selja 10 stk af lituðum A4 blöðum á 100kr (þú kemur og velur úr því sem er í boði hjá okkur)
Meira

Fríar sundæfingar í Íþróttaviku Evrópu

Nú stendur yfir íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna. Í tilefni hennar stendur Sunddeild Tindastóls fyrir ýmsum viðburðum í Sundlaug Sauðárkróks, m.a. fríum sundæfingum fyrir börn og fullorðna. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Meira