Fréttir

Góður árangur Arnars Geirs í Ameríku

Arnar Geir Hjartarson, golfleikarinn knái frá Sauðarkróki, stundar nú nám í Bandaríkjunum auk þess að leika golf með skólaliði sínu í Missouri Valley College. Hann náði mjög góðum árangri í síðustu viku á tveimur mótum, varð annars vegar í 1. sæti og hins vegar í því 8.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aukins kjördæmisþings sunnudaginn 1. október kl. 13 þar sem gengið verður frá framboðslistanum fyrir alþingiskosningar 2017. Fundað verður á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit.
Meira

Óður til kosninga

Nú er komið haust. Það kólnar í lofti, haustlægðirnar koma yfir landið hver á fætur annarri, gróðurinn tekur á sig sinn fallega lit sem einkennir árstíðina og börnin fara aftur í skólann sinn. Já og svo eru auðvitað líka kosningar. Þegar ganga á til kosninga í þriðja sinna sinn á aðeins fimm árum hlýtur að vera kominn tími til þess að staldra aðeins við og velta vöngum. Af hverju stafar þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum?
Meira

Fljótlegur svartfugl og agalega góð desertsósa

„Einföld og fljótleg eldamennska hefur í gegnum tíðina verið mest í uppáhaldi á heimilinu. Að vísu er minn gamli að koma sterkur inn, sérstaklega ef hann hefur veitt það sem á að elda, þá er tekinn tími og sönglað meðan á eldun stendur. Í tilefni af áskorun úr næsta hreppi þá verður boðið upp á þríréttað, takk fyrir pent, en samt einfalt og fljótlegt,“ sagði Sigríður Gestsdóttir enhún og maður hennar, Stefán Jósefsson voru matgæðingar vikunnar í 36. tölublaði Feykis árið 2012.
Meira

Á tæpasta vaði

Göngur og réttir eru víðast hvar yfirstaðnar þetta haustið en í dag er farið í eftirleitir á einhverjum afréttum. Gangnasvæði eru æði misjöfn yfirferðar, ýmist á þýfðu, sléttu eða bröttu landi og fara yfir gil og klungur. Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og Skottueigandi, var í göngum um daginn og myndaði hrikalega gönguleið sem hann fór.
Meira

Helgargóðgætið - gamla góða perutertan

Gamla góða perutertan klikkar seit ef aldrei ef þið hafið tilefni um helgina þá mæli ég með því að skella í þessa.
Meira

100 ára fullveldi og sjálfstæði Íslands

Í morgun opnaði ný vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Á sama tíma er kallað eftir verkefnum á dagskrá afmælisársins. Afmælinu verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt.
Meira

Föndurhornið - fiðrildi

Hefur þú gaman að því að föndra? Hefur þú prófað að gera svona fiðrildi? Það eina sem þú þarft er litaður pappír í stærðinni 15*15cm og skæri. Nýprent er að selja 10 stk af lituðum A4 blöðum á 100kr (þú kemur og velur úr því sem er í boði hjá okkur)
Meira

Beðið eftr Skagabyggð

Nú hafa þrjú sveitarfélög af þeim fjórum sem eru í Austur-Húnavatnssýslu, samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna í sýslunni. Aðeins eitt þeirra, Skagabyggð, hefur ekki tekið ákvörðun en eins og kunnugt er hófu Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður formlegar viðræður í sumar.
Meira

Helgi Rafn skrifaði undir í gær

Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en þar skrifaði kapteinninn sjálfur, Helgi Rafn Viggósson, undir tveggja ára samning við körfuboltadeild Tindastóls í gær. Vart þarf að kynna Helga Rafn, sem hefur verið burðarstykkið í liði Stólanna í áraraðir.
Meira