Fréttir

Vera og vatnið í Ásbyrgi um páskana

Grímuverðlaunasýningin Vera og vatnið verður í Ásbyrgi á Laugarbakka laugardaginn 15. apríl kl. 14:00. Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru þar sem fylgst er með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Sýningin, sem er 25 mínútur að lengd, er ætluð börnum á aldrinum eins til sjö ára, og fjölskyldum þeirra. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.
Meira

Framúrskarandi flutningur hjá Ragnhildi Sigurlaugu

Lokatónleikar Nótunnar, sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla, voru haldnir hátíðlegir í Eldborgarsal Hörpu síðastliðinn sunnudag en þá fóru fram tvennir tónleikar þar sem nemendur af öllu landinu léku á hljóðfæri eða sungu. Alls voru 24 atriði á dagskránni, sem valin höfðu verið á svæðistónleikum sem haldnir voru fyrr í mars.
Meira

Þingmenn brýndir í vegamálum í Hegranesi

Íbúar Hegraness í Skagafirði hafa sent þingmönnum Norðvestur kjördæmis bréf með beiðni um að þeir hlutist til um það að þegar í stað verði gengið í að útvega fjármagn til endurbóta og viðhalds á Hegranesvegi sem er malarvegur og í slæmu ástandi. Vegurinn er rúmur 20 km en nú er unnið í því að byggja upp fimm km kafla á nesinu austanverðu.
Meira

Tæp ein og hálf milljón safnaðist í gær

Um það bil 580 hamborgar og 34 lítrar af mæjónesi runnu út af Hard Wok Cafe á Sauðárkróki í gær og söfnuðust 1.464.780 krónur fyrir fjölskyldu Völu Mistar, sem dvalið hefur í Svíþjóð vegna veikinda stúlkunnar. Í gær var fór Vala Mist í hjartaþræðingu, þar sem ósæðaboginn var stækkaður um helming.
Meira

Talþjálfun í gegnum netið

Þann 30. mars sl. undirrituðu Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Trappa ehf. samning til tveggja ára sem lýtur að talmeinaþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna og munu fyrstu börnin byrja fljótlega í talþjálfun. Sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu bættust þar með í stóran hóp sveitarfélaga sem nýta sér slíka þjónustu en Trappa býður upp á talþjálfun fyrir börn og fullorðna í gegnum fjarbúnað.
Meira

Ríkarður Másson, fyrrverandi sýslumaður, látinn.

Rík­arður Más­son, fyrr­ver­andi sýslumaður á Sauðár­króki, lést á sjúkra­hús­inu á Sauðár­króki mánu­dag­inn 4. apríl. Hann var fæddur 29. janúar 1943 í Reykja­vík, þar sem hann ólst upp. Hann lauk stúd­ents­prófi frá MR 1964, stundaði nám í lækn­is­fræði við HÍ 1964-66 og lauk embætt­is­prófi í lög­fræði við HÍ 1975.
Meira

Þórarinn Eymundsson sigurvegari KS-deildarinnar

Þórarinn Eymundsson er sigurvegari KS-deildarinnar árið 2017 eftir síðasta mót vetrarins í gærkvöldi. Árangur Þórarins er sérlega glæsilegur þar sem þetta er þriðja árið í röð sem hann vinnur deildina. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina annað árið í röð en þar var Þórarinn liðstjórinn. Keppt var í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd styrkir nemendur á framhalds- og háskólastigi

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur tekið ákvörðun um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi að fjárhæð 20 þúsund kr. fyrir skólaárið 2016-2017. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Meira

Góðgerðardagur í dag

Í dag er mikill góðgerðardagur á Sauðarkróki þar sem safnað verður fyrir fjölskyldu Völu Mistar, ungu stúlkunnar Vals Valssonar og Lilju Gunnlaugsdóttur. Þau dvelja enn í Svíþjóð vegna veikinda Völu Mistar. Á Hard Wok er hægt að fá sérstakan styrktarhamborgara í dag þar sem ágóðinn rennur í sjóð Völu Mistar og svo ætla Kiwaniskonur að standa fyrir góðgerða Yoga þar sem aðgangseyrinn rennur til góðgerðamála í heimabyggð.
Meira

Vill heyra fuglasöng og öldugjálfur á sunnudagsmorgni / INGIMAR ODDS

Að þessu sinni er það Ingimar Oddsson (1968) sem svarar Tón-lystinni en hann er nú búsettur á Akranesi. Ingimar var á sínum tíma einn af meðlimum stuðsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd sem slógu rækilega í gegn með Stæltum strákum árið 1988 og sigruðu Músíktilraunir sama ár.
Meira