Fréttir

Molduxamót á morgun

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið á morgun laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Keppt verður í þremur riðlum í aldursflokkum 40+ og 30+. Alls keppa tólf lið á mótinu sem koma alls staðar að af landinu.
Meira

Ný verslun opnar á Blönduósi

Þann 15. apríl sl. opnaði ný verslun á Blönduósi sem þau hjón Edda Brynleifsdóttir og Þorsteinn Hafþórsson reka í húsnæði því er áður hýsti Vínbúðina. Verslunin er að Aðalgötu 8. Í versluninni verður alls konar handverk til sölu ásamt veiðiútbúnaði og veiðileyfum í ýmis vötn á svæðinu. Það er Húni.is sem segir frá.
Meira

Kröfur í þrotabú Sjávarleðurs 420 milljónir

Á Vísi.is er sagt frá því að lýstar kröfur í þrotabú Sjávarleðurs á Sauðárkróki hafi numið 419,7 milljónum króna en einungis 59 milljónir hafi fengist greiddar. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 30. júní á seinasta ári og að skiptum hafi lokið 28. mars síðastliðinn. Eignir félagsins voru fasteignin Borgarmýri 5 á Sauðárkróki og veðsettur lager og vörubirgðir. Fasteigninni var ráðstafað til veðhafa á veðhafafundi auk þess sem samþykkt var tilboð í lager og birgðir á veðhafafundi þannig að af eignum félagsins greiddust einungis veðkröfur. Lýstar veðkröfur námu 296 milljónum króna og fengust eins og áður segir 59 milljónir upp í þær.
Meira

Björgunarsveitir stóðu í ströngu

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hafði í nógu að snúast þegar veturinn kvaddi og sumarið heilsaði en á miðvikudagskvöld var hún kölluð út vegna fólks sem var í vandræðum vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. Útkallið vatt upp á sig því flutningabíll valt á sama tíma og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu, lögregla, slökkvilið, sjúkrabíll og liðsmenn björgunarsveitanna Heiðari, Blöndu og Strönd komnir á heiðina líka innan skamms.
Meira

Farið yfir lög um gatnagerðargjald

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að talið sé tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.
Meira

“Hann er ekki í neinu.”

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi og gleðilega páskahátíð. Amen. “Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi því slíkra er Guðs ríki.” Svo mælti Jesús eitt sinn þegar lærisveinar hans vörnuðu börnunum því að komast nálægt honum. Hann talaði oft um börnin, og hvatti fullorðna fólkið stundum til þess að verða eins og börn. Börnin voru í hans huga saklaus og hrein og tilbúin að treysta öðrum. Þau komu til dyranna eins og þau voru klædd og sögðu sína skoðun. En um leið höfðu þau enga sérstaka verðleika til þess að hrósa sér af.
Meira

Gleðilegt sumar

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.
Meira

Garnaveiki á Ytri-Löngumýri

Nýverið var garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Húnahólfi, nánar tiltekið á bænum Ytri-Löngumýri í Húnavatnshreppi. Á því svæði hefur garnaveiki greinst á tveimur öðrum bæjum síðastliðin 10 ár, eftir því sem fram kemur á heimasíðu MAST.
Meira

Lóuþrælar fagna vori

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, síðasta vetrardag, og hefjast tónleikarnir kl. 21:00.
Meira

Esther Ágústsdóttir skólastjóri Bataskólans

Skagfirðingurinn, Esther Ágústsdóttir frá Kringlumýri, er annar tveggja skólastjórnenda Bataskóla Íslands sem opnaði við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Við hlið hennar starfar Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti sem nú leggur stund á sálfræði við HÍ. Bataskólinn er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Reykjavíkurborgar, HR, HÍ og Landspítalans.
Meira