Fréttir

„Ég er ekki jafn feimin“

Ungt fólk telur ráðstefnu UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði hafa jákvæð áhrif á sig. Það telur að eftir ráðstefnuna sé það reynslunni ríkara í mannlegum samskiptum, það hafi meiri kjark en áður til að viðra skoðanir sínar og að þar öðlist það reynslu sem nýtist í starfi og vinnu.
Meira

Margir nýta sér flug í tengslum við millilandaflug

Frá því í febrúarlok hefur Icelandair boðið upp á beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar í tengslum við millilandaflug. Áætlað er að fljúga samkvæmt áætlun, árið um kring, allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann en tvisvar í viku á sumrin. Flug þetta er eingöngu ætlað farþegum á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og er farþegum ekki heimilt að yfirgefa flugstöðina í Keflavík á milli flugferða.
Meira

Línudans sýnd í Sauðárkróksbíó - Barátta gegn lagningu Blöndulínu 3

Heimildamyndin Línudans verður sýnd í Króksbíói nk. laugardagskvöld en hún fjallar um baráttu bænda og landeigenda í Skagafirði og Eyjafirði fyrir því að Landsnet breyti áformun sínum um lagningu Blöndulínu 3. Krafist hefur verið að tekið verði tillit til annarra atvinnugreina en stóriðju og að náttúruverndarsjónarmið verði virt
Meira

Sjónvarp Símans til allra landsmanna

Þúsundir landsmanna fá nú tækifæri til að sjá Sjónvarp Símans. Sjónvarpsstöðinni, sem áður var aðeins dreift um gagnvirkt sjónvarpskerfi, er nú dreift rétt eins og RÚV og næst því hvar sem móttaka sjónvarps er möguleg. „Við erum sannarlega ánægð að allir landsmenn geti fylgst með Sjónvarpi Símans – hvort sem er í afdölum, sumarbústaðahverfum, yfir netið eða loft,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðlunar og markaða, hjá Símanum.
Meira

Rabb-a-babb 145: Ása Dóra

Nafn: Ása Dóra Konráðsdóttir. Árgangur: 1973. Hvað er í deiglunni: Vinn nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir opnun endurhæfingarmiðstöðvarinnar HÆFI þar sem ég er nú framkvæmdastjóri. Við munum opna í september en þar verða starfandi læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar o.fl. flott fagfólk. Þar verður endurhæfingu sinnt í víðum skilningi. Hættulgeasta helgarnammið? Ben and Jerrys ís með vanillubragði og smákökudeigi er málið. Það versta er að drengirnir mínir þrír hafa uppgvötvað þennan forláta ís, fæ því sjaldnast að eiga hann í friði.
Meira

Kvöldstund með kátum (h)eldri borgurum

Það blés hressilega á leið minni austur yfir Héraðsvötnin þegar ég lagði leið mína á frumsýningu Leikfélags Hofsóss á nýjustu uppfærslu sinni, Maður í mislitum sokkum, síðastliðið föstudagskvöld [24. mars – innskot PF]. En það var bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi meðan fylgst var með hinni settlegu ekkju Steindóru og nágrönnum hennar og óvæntum gesti á sviðinu í Höfðaborg. Fyrsta atriðið á sviðinu benti til þess að hér væri að ferðinni dæmigerður hurðafarsi en svo reyndist ekki vera. Vissulega gamanleikur en á nokkrum öðrum nótum og ekki síðri skemmtun.
Meira

Rétti tíminn til að hefja loðdýrarækt

Aðalfundur loðdýrabænda var haldinn á Hótel Varmahlíð um síðustu helgi sem lauk með skemmti- og fróðleiksferð um Skagafjörð og árshátíð á laugardagskvöldið. Þar voru meðal annars veitt verðlaun fyrir íslensku skinnasýninguna sem haldin var í Herning í Danmörku dagana 30. mars til 1. apríl sl. Frá Íslandi fór að þessu sinni 25 manna hópur.
Meira

Krossgátuverðlaun Fermingafeykis

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í verðlaunakrossgátu fermingarblaðs Feykis. Þátttaka var mjög góð og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. Feykir þakkar öllum fyrir þátttökuna. Rétt lausn er: Gleðilega páska.
Meira

Axel Kára í Tindastól

Landsliðsmaðurinn í körfubolta Axel Kárason mun leika með meistaraflokksliði Tindastóls næstu tvö tímabil. Þetta tilkynnti Stefán Jónsson formaður fyrr í dag þrátt fyrir hræðilegt símasamband á Grænlandshafi. „Mér líst afskaplega vel á það að komast heim aftur. Þetta er orðinn drjúgur tími sem ég hef verið í burtu, síðan 2005 með millilendingu veturinn 2009-10,“ segir Axel en hann hefur leikið í Danmörku meðfram dýralæknanámi.
Meira

Sveitarfélög í Húnavatnssýslum taka þátt í Arctic Coast Way

Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafi í síðustu viku ákveðið að verða þátttakendur í verkefninu Arctic Coast Way og einnig hefur Húnaþing vestra tekið ákvörðun um aðild að því. Eins og áður hefur komið fram á feykir.is er markmið verkefnisins að styrkja stöðu Norðurlands í markaðssetningu innanlands og erlendis og að hvetja ferðamenn til að staldra lengur við á Norðurlandi, að draga fram helstu áherslur og vinna markvisst að uppbyggingu staðanna sem að veginum liggja og að gera Norðurland að freistandi valkosti fyrir ferðamenn árið um kring.
Meira