Fréttir

Maður fer ósjálfrátt að klóra sér þegar maður horfir á þetta myndband

Það er ótrúlega skrítið að þegar maður sér einhvern klóra sér þá fer maður ósjálfrátt að gera það líka hvort sem það eru dýr eða menn.
Meira

Rabb-a-babb 151: Leifur í Sólheimum

Nafn: Þorleifur Ingvarsson. Árgangur: 1958. Hvað er í deiglunni: Fór í bókaranám á gamals aldri og stefni að því að verða viðurkenndur bókari fyrir sextíu ára afmælið. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Við systkinin lékum okkur mikið með skeljar og höfðum þær fyrir kindur. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Rollusálfræði er mín sérgrein.

Meira

Jón Gísli Eyland leikur með U17 í dag

Hinn ungi og bráðefnilegi knattspyrnumaður í Tindastól, Jón Gísli Eyland Gíslason, er í byrjunarlandsliði Íslands U17 sem mætir Finnlandi kl. 15:00 í dag. Jón Gísli er aðeins 15 ára gamall, fæddur 2002 en lék með meistaraflokki Tindastóls í sumar. U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 í dag þegar liðið mætir Finnlandi, en leikið er í Finnlandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Önnur lið í riðlinum eru Rússland og Færeyjar.
Meira

Deildu með vin sem elskar kálfa

Það er svo gott að staldra við og horfa á skemmtileg myndbönd af dýrum þegar mikið er um pólitískar umræður, eins og er í þjóðfélaginu í dag. Það er nefnilega ekki auðvelt að brosa yfir þessu ástandi en kannski fær þetta myndband, þann sem elskar kálfa, til að glotta smá:)
Meira

Króksbrautarhlaup á laugardaginn

Króksbrautarhlaupið verður hlaupið næstkomandi laugardag, 30. september, en það er árlegur viðburður í Skagafirði og renna þátttökugjöld til góðra málefna. Hægt er að velja um nokkrar vegalengdir á leiðinni milli Sauðárkróks og Varmahlíðar og geta þáttakendur valið hvort þeir vilja ganga, hlaupa eða hjóla, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Meira

Þrettán sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Þrettán manns sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Húnaþingi vestra sem nýlega var auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur út þann 18. þessa mánaðar og vinnur ráðningarskrifstofa nú að mati á hæfi umsækjenda. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með rekstri skrifstofu sveitarfélagsins á Hvammstanga og ber ábyrgð á fjárhagsáætlunum, fjárreiðum og bókhaldi svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Sigurður Orri sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef lýst yfir framboði í 1. Sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég lít á það sem nauðsyn að Samfylkingin verði að styrkja sig í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Ég tel að ég sé rétti maðurinn vegna þess að ég hef óbilandi baráttugleði og sannfæringu fyrir því hvað þarf að gera í Samfylkingunni og fyrir samfélagið.
Meira

Opið hús hjá Hildi og Skapta á Hafsteinsstöðum

Í tilefni Laufskálaréttarhelgar býður fjölskyldan á Hafsteinsstöðum í opið hús á Hafsteinsstöðum föstudaginn 29. september milli kl 3 og 6. Á staðnum verða folaldshryssur, tryppi á ýmsum aldri ásamt hrossum í tamningu og þjálfun. Sýnd verða nokkur hross í reið milli kl . 5 og 6. Í tilkynningu frá þeim Hildi og Skapta eru allir velkomnir og ofan ákaupið ætla þau að bjóða upp á kaffi og kleinur.
Meira

Jón Stefán næsti þjálfari meistaraflokks kvenna

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur gengið frá ráðningu Jóns Stefáns Jónssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna næsta tímabil. Jón Stefán var, árið 2014, ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Tindastóls en sú ráðning gekk til baka. Jón Stefán kemur frá Val úr Reykjavík þar sem hann var í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og yngri flokka.
Meira

Tveir fyrirlestrar á Hólum

Háskólinn á Hólum býður upp á tvo áhugaverða fyrirlestra í þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn, sem haldinn verður miðvikudaginn 27. september kl. 15:30, fjallar um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu viðburða og ferðaþjónustu. Þar verður meðal annars fjallað um dæmi um notkun samfélagsmiðla við markaðssetningu ferðaþjónustu og viðburða í Finnlandi.
Meira