Fréttir

Norðanátt óskar eftir einhverjum til að taka við vefnum

Þann 14. júní næstkomandi verða tíu ár liðin frá því að Norðanátt.is fór í loftið. Aldís Olga Jóhannesdóttir og Kristín Guðmundsdóttir opnuðu vefmiðilinn eftir að hafa lesið í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 að þörf væri á að markaðssetja Húnaþing vestra betur og stofna vefsíðu fyrir svæðið. Nú er svo komið að þær vilja afhenda keflið til annarra sem áhuga hafa að halda Norðanáttinni gangandi.
Meira

Áskorun til Barnaverndarstofu og velferðarráðherra

Við starfsmenn Meðferðar og skólaheimilis Háholts skorum á Barnaverndarstofu og Velferðarráðherra að íhuga vel stöðu sem og þörf fyrir Háholt sem meðferðarheimili. Í starfsmönnum býr mikill mannauður, áralöng reynsla af störfum á meðferðarheimili sem og margþætt reynsla úr öðrum störfum sem nýtist vel til að miðla reynslu og aðstoða nemendur við að byggja upp líf sitt.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú styttist í páska og verða þá sjálfsagt margir á faraldsfæti. Sundlaugarnar á svæðinu bregðast við með lengri opnunartíma eins og sjá má hér:
Meira

Hugsanleg mygla í leikskólanum Glaðheimum

Foreldrum barna á yngra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki, Glaðheimum, hefur verið tilkynnt um það að ráðast þurfi í frekari rannsóknir og sýnatökur eftir að sýni úr norðurvegg á deildinni Lóni kom úr rannsókn. Það er gert svo hægt sé að ákveða til hvaða frekari aðgerða verður gripið.
Meira

Óttast að orkuskortur hamli atvinnuuppbyggingu

Byggðarráð Blönduósbæjar hefur sent inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Með umsögninni er bent á að aðeins er lagt til að einn virkjunarkostur á vatnasviði Norðurlands vestra verði í orkunýtingarflokki og einn virkjunarkostur vindorku. Þannig horfir tillagan með öllu framhjá þeirri staðreynd að orkuskortur sé yfirvofandi víða um land og að virkjanir og dreifikerfi raforku anni ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Virkjunarkostirnir sem um ræðir eru annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulundur, þar af aðeins um 30 megavött í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar fjórir virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra.
Meira

Túngata 10 á Hofsósi verði nýi leikskólinn

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar tók fyrir, á síðasta fundi sínum, erindi frá foreldrum barna í leikskólanum Barnaborg á Hofsósi, þar sem lýst er áhyggjum af stöðu leikskólamála þar. Telur nefndin að búið sé að finna viðeigandi lausn til bráðabirgða á leikskólamálum á Hofsósi.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er eftir Sverri Stormsker og heitir Ef miðað er við mannfjölda.
Meira

Góð afkoma Kaupfélagsins

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga fór fram í gær í Selinu, matsal Kjötafurðastöðvarinnar á Sauðárkróki. Fundurinn var vel sóttur og fór vel fram. Í inngangsorðum Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra, kom fram að rekstur félagsins á árinu 2016 hafi verið í grunninn sambærilegur og árið á undan. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2016 nam 1.367 milljónum króna.
Meira

Ágóði Króksblóts til Völu Mistar

Árgangur ´64, sem sá um Króksblótið í ár á Sauðárkróki, hefur ákveðið að láta 100.000 króna ágóða þess renna til söfnunar Völu Mistar Valsdóttur og fjölskyldu sem enn dvelja í Svíþjóð vegna veikinda stúlkunnar.
Meira

Minningar frá skíðasvæðinu

Áskorendapistill Söru Bjarkar Sigurgísladóttur
Meira