Norðanátt óskar eftir einhverjum til að taka við vefnum
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
11.04.2017
kl. 14.11
Þann 14. júní næstkomandi verða tíu ár liðin frá því að Norðanátt.is fór í loftið. Aldís Olga Jóhannesdóttir og Kristín Guðmundsdóttir opnuðu vefmiðilinn eftir að hafa lesið í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 að þörf væri á að markaðssetja Húnaþing vestra betur og stofna vefsíðu fyrir svæðið. Nú er svo komið að þær vilja afhenda keflið til annarra sem áhuga hafa að halda Norðanáttinni gangandi.
Meira