Lionsklúbbarnir safna fyrir skynörvunarherbergi
feykir.is
Skagafjörður
17.04.2017
kl. 09.46
Kótelettukvöld Lions verður haldið laugardaginn 29. apríl nk. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki til fjáröflunar fyrir skynörvunarherbergi í Iðju, sem er dagþjónusta fyrir fatlaða á Sauðárkróki. Það eru klúbbarnir í Skagafirði; Lionsklúbbur Sauðárkróks, Lionsklúbbur Skagafjarðar, Lionsklúbburinn Höfði og Lionsklúbburinn Björk sem standa að veislunni sem er hluti að söfnun þeirra fyrir herberginu. Leitað hefur verið eftir stuðningi hjá fyrirtækjum og stofnunum í héraðinu við þetta góða málefni og gengið vel. Feykir hafði samband við Jónínu G. Gunnarsdóttur forstöðumanns Iðju og forvitnaðist um skynörvunarherbergi.
Meira