Fréttir

Lionsklúbbarnir safna fyrir skynörvunarherbergi

Kótelettukvöld Lions verður haldið laugardaginn 29. apríl nk. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki til fjáröflunar fyrir skynörvunarherbergi í Iðju, sem er dagþjónusta fyrir fatlaða á Sauðárkróki. Það eru klúbbarnir í Skagafirði; Lionsklúbbur Sauðárkróks, Lionsklúbbur Skagafjarðar, Lionsklúbburinn Höfði og Lionsklúbburinn Björk sem standa að veislunni sem er hluti að söfnun þeirra fyrir herberginu. Leitað hefur verið eftir stuðningi hjá fyrirtækjum og stofnunum í héraðinu við þetta góða málefni og gengið vel. Feykir hafði samband við Jónínu G. Gunnarsdóttur forstöðumanns Iðju og forvitnaðist um skynörvunarherbergi.
Meira

Heimir smellpassar í Eldborg

Tónleikar Karlakórsins Heimis og fleiri listamanna í Hörpu á dögunum voru velheppnaðir og fékk kórinn frábærar viðtökur í Eldborgarsalnum. Um var að ræða nokkurs konar upphitun fyrir Ameríkuferð Heimis síðar í þessum mánuði, í samstarfi við Vesturfarasetrið á Hofsósi, þegar Íslendingabyggðir í Vancoucer og Victoria verða heimsóttar.
Meira

Breyting á fyrirkomulagi nýliðunarstyrkja

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna breytts nýliðunarstuðnings sem veittur er til fjárfestinga í búrekstri. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Framlög til nýliðunarstuðnings beinast að einstaklingum í eigin nafni eða til lögaðila sem nýliði á a.m.k. 25% hlut í.
Meira

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska

Páskadagur (Dominica Resurrectionis Domini) er sunnudagur í páskum, en páskar eru haldnir fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir vorjafndægur. Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum, samkvæmt WikiPedia. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.
Meira

KS hækkar verð til bænda vegna sölu á hrossakjöti til Japan

Kaupfélag Skagfirðinga hækkaði skilaverð til bænda á hrossakjöti um síðustu mánaðamót vegna aukinnar sölu til Japan. Verð fyrir kílóið af fullorðnum hrossum hækkar úr 70 krónum í 105 krónur fyrir kílóið. Þetta kemur fram í Bændablaðinu og á Bbl.is.
Meira

Stofnframlögum úthlutað til byggingar 8 leiguíbúða á Sauðárkróki

Íbúðalánasjóður tilkynnti um niðurstöðu síðari úthlutunar stofnframlaga árið 2016 á hádegisverðarfundi þann 6. apríl sl. Er þar um að ræða framlög til kaupa eða bygginga á hagkvæmum byggingum, svokölluðum leiguheimilum, sem er nýtt og byltingarkennt kerfi að danskri fyrirmynd sem gerir meðaltekjufólki kleift að komast í langtímaleigu.
Meira

Besta súpa í heimi og bleikja í ofni

Það voru þau Þórey Edda og Guðmundur Hólmar á Hvammstanga sem áttu uppskriftir í 15. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu upp á aspassúpu með humri og bleikju í ofni. „Einfaldlega besta súpa í heimi. Sem sagt, þetta er súpan sem er alltaf á jólunum hjá okkur en er auðvitað í lagi að hafa við önnur tilefni. Nú þegar sumarið nálgast hentar vel að hafa uppskrift af bleikju í ofni við höndina. Einföld og góð,“ segja Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson.
Meira

Sendur á eftir fénu í sláturhúsið

Áskorendapenni - Guðmundur Jónsson Hvammstanga
Meira

HSN á Blönduósi fær höfðinglega gjöf

Á dögunum barst Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi vegleg peningagjöf að upphæð 300.000 kr. til minningar um Helgu Lárusdóttur sem hefði orðið 95 ára í dag, 14. apríl, en hún lést í september á síðasta ári. Það var dóttir Helgu, Ragnhildur Helgadóttir, sem afhenti gjöfina.
Meira

Skattahækkun á ferðaþjónustu er aðför að landsbyggðinni

Nú liggur fyrir Alþingi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2022. Þar er gert ráð fyrir því að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði hækkaður í efsta þrep, sem mun hafa miklar og neikvæðar afleiðingar, sérstaklega fyrir litla og meðalstóra ferðaþjónustuaðila utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira