Aðventuhátíðir og ljósin kveikt á jólatré
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
09.12.2017
kl. 20.18
Aðventuhátíðir verða haldnar í mörgum kirkjum á svæðinu á morgun, sunnudaginn 10. desember. Einnig verða ljósin tendruð á jólatrénu á Blönduósi. Það verður gert að aflokinni aðventuhátíð í Blönduóskirkju, um klukkan 17:00. Sungin verða jólalög og þar sem veður og færð eru með besta móti er trúlegt að einhverjir af hinum uppátækjasömu sonum Grýlu láti sjá sig. Jólatréð sem prýða mun Blönduósbæ þessi jólin er fengið úr Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga og er 10 metra hátt sitkahvítgreni sem gróðursett var í skóginum um 1964.
Meira
