Fréttir

Góðgerðardagur í dag

Í dag er mikill góðgerðardagur á Sauðarkróki þar sem safnað verður fyrir fjölskyldu Völu Mistar, ungu stúlkunnar Vals Valssonar og Lilju Gunnlaugsdóttur. Þau dvelja enn í Svíþjóð vegna veikinda Völu Mistar. Á Hard Wok er hægt að fá sérstakan styrktarhamborgara í dag þar sem ágóðinn rennur í sjóð Völu Mistar og svo ætla Kiwaniskonur að standa fyrir góðgerða Yoga þar sem aðgangseyrinn rennur til góðgerðamála í heimabyggð.
Meira

Vill heyra fuglasöng og öldugjálfur á sunnudagsmorgni / INGIMAR ODDS

Að þessu sinni er það Ingimar Oddsson (1968) sem svarar Tón-lystinni en hann er nú búsettur á Akranesi. Ingimar var á sínum tíma einn af meðlimum stuðsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd sem slógu rækilega í gegn með Stæltum strákum árið 1988 og sigruðu Músíktilraunir sama ár.
Meira

Varúð á vegum

Veturinn rankaði nú loks við sér og ákvað að minna á að hann er enn við völd með því að senda okkur smá snjókomu í gær og fyrradag. Því eru vegir nú hálir um allan landshlutann og vissara að fara varlega. Hann hefur verið heppinn, bílsjtórinn á þessum bíl að ekki fór verr en hann lenti utan vegar í grennd við bæinn Gröf í Vestur Húnavatnssýslu.
Meira

Er styrkur í þér? – Seinni úthlutun 2017

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra vilja minna á að nú er seinna úthlutunarferlið vegna styrkveitinga úr sjóðunum fyrir árið 2017 í fullum gangi
Meira

Fyrrihluti mánaðar verður rysjóttur

Í gær komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:50 og voru fundarmenn tólf talsins. Fundinum lauk kl. 14:20. Almenn ánægja var með hvernig til tókst með veðurspá fyrir mars. Öll frávik voru innan skekkjumarka eins og fræðingarnir segja.
Meira

Kjördæmismót i skólaskák

Í gær fór fram Kjördæmismót í skólaskák á Norðurlandi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Keppendur voru fimm, tveir í eldri flokki og þrír í yngri flokki. Elvar Már Valsson í Húnavallaskóla varð sigurvegari með fjóra vinninga af fjórum mögulegum og í öðru sæti varð Ester María Eiríksdóttir í Grunnskólanum austan Vatna með þrjá vinninga en hún varð jafnframt efst í eldri flokki. Unnu þau sér þátttökurétt á Landsmóti í skólaskák.
Meira

Skora á stjórnvöld að bregðast við áður en fleiri slys hljótist af

Kvenfélag Svínavatnshrepps hefur áhyggjur af vegfarendum, ekki síst skólabörnum, sem fara um lélega malarvegi í Húnavatnshreppi en ástand vega þar er algjörlega óásættanlegt að mati kvenfálagsins og þó víðar væri leitað.
Meira

Þrír júdókappar úr Pardus á verðlaunapalli

Félagar í Júdófélaginu Pardus á Blönduósi gerðu góða ferð á Íslandsmót í Júdó, í yngri aldurflokkum, sem sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík sl. laugardag.
Meira

Lokakvöld KS-deildarinnar nk. miðvikudag

Lokakvöld KS-deildarinnar fer fram miðvikudaginn 5. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst mótið kl 19:00. Keppt verður í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði.
Meira

Sauðfjárbændur samþykkja stefnu samtakanna til 2027

Bændur ætla að kolefnisjafna allt íslenskt lambakjöt Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var í Bændahöllinni við Hagatorg 30. og 31. mars 2017, hefur samþykkt stefnu samtakanna til ársins 2027. Hún er í tíu liðum og í henni felst meðal annars að kolefnisjafna skuli alla greinina eins fljótt og auðið er. Einnig er stefnt að því að allar afurðir skuli vera rekjanlegar, samtökin sjálf skuli setja sér umhverfisstjórnunarstefnu og svo mætti áfram telja.
Meira