Góðgerðardagur í dag
feykir.is
Skagafjörður
05.04.2017
kl. 12.06
Í dag er mikill góðgerðardagur á Sauðarkróki þar sem safnað verður fyrir fjölskyldu Völu Mistar, ungu stúlkunnar Vals Valssonar og Lilju Gunnlaugsdóttur. Þau dvelja enn í Svíþjóð vegna veikinda Völu Mistar. Á Hard Wok er hægt að fá sérstakan styrktarhamborgara í dag þar sem ágóðinn rennur í sjóð Völu Mistar og svo ætla Kiwaniskonur að standa fyrir góðgerða Yoga þar sem aðgangseyrinn rennur til góðgerðamála í heimabyggð.
Meira