Fréttir

Friðarganga Árskóla fór fram í morgun

Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra. Formenn nemendafélags Árskóla hljóta þann heiður að kveikja á ljósakrossinum og í ár kom það í hlut Hildar Hebu Einarsdóttur og Arnars Freys Guðmundssonar.
Meira

Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi

Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi nú í desember. Sofia B. Krantz, sálfræðingur, mun bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún verður með viðveru á Hvammstangabraut 5 á mánudögum og þriðjudögum kl. 9:00–17:00 og á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún., Flúðabakka 2 á miðvikudögum og fimmtudögum, einnig kl. 9:00-17:00.
Meira

Stofnanavætt óargadýr

Eitt sinn hlýddi ég á tal tveggja lífsreyndra manna sem nú eru báðir fallnir frá. Annar var bifvélavirki, en hinn lögfræðingur. Þetta voru rosknir menn, mestu sómakarlar og í vínhneigðara lagi. Þeir höfðu báðir gengið í AA-samtökin og töluðu mjög hlýlega um þann félagsskap, en um SÁÁ töluðu þeir ekki hlýlega og voru hjartanlega sammála um að SÁÁ væru búin að eyðileggja AA-samtökin. Svo einkennilegt sem það var, lagði ég ekki nógu vel við hlustir eða hjó eftir því í hverju sú eyðilegging ætti að vera fólgin og með hvaða hætti hún hefði átt sér stað, en ætla nú að gera vanburðuga tilraun til að ráða eitthvað í það, og bið lesendur um að virða viljann fyrir verkið.
Meira

Árshátíðir tveggja skóla í dag

Árshátíð yngra stigs Varmahlíðarskóla, sem frestað var vegna veðurs fyrir viku, verður haldin í dag kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1. og 2. bekkur ætla að sýna íþróttaálfasprell en nemendur 3.-6. bekkjar munu gefa áhorfendum innsýn í Ævintýralandið þar sem gömlu, góðu ævintýrin verða fléttuð saman á óvæntan hátt. Að lokinni sýningu verða kaffiveitingar í Miðgarði. Höfundur Ævintýralandsins er Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Meira

Stjórnarsáttmálinn - Samstarf um sterkara samfélag

Sáttmáli Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis verður undirritaður í Listasafni Íslands í dag. Í sáttmálanum eru sett fram metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa, eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá flokkunum þremur. Um 100 aðgerðir og áherslumál er að finna í sáttmálanum í þágu þessara markmiða og annarra verkefna.
Meira

Gjöf til verðandi foreldra í Húnavatnssýslum

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa hefur ákveðið að gefa verðandi foreldrum í Húnavatnssýslum bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til eftir Sæunni Kjartansdóttur sálfræðing.
Meira

Upplestur á aðventu á Heimilisiðnaðarsafninu

Á morgun, föstudaginn 1. des. kl. 16:00, mun Heimilisiðnaðarsafnið standa fyrir upplestri á bókum sem koma út fyrir þessi jól. Lesarar verða þau Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Zophaníasdóttir.
Meira

Það voru ekki jól nema að Mahalia Jackson væri á spilaranum / MARGRÉT EIR

Að þessu sinni er það Margrét Eir Hönnudóttir sem situr fyrir svörum í Jóla-Tón-lystinni en hún hefur sungið inn jólin fyrir margan Íslendinginn síðustu árin, enda var hún í áraraðir ein aðal söngdívan í Frostrósum. Hvaða lag varstu að hlusta á? Ég var að hlusta á Lindu Ronstadt vinkonu mína syngja When You Wish Upon A Star. Ég er að máta við það nýjan íslenskan texta sem ég ætla að flytja um jólin.
Meira

Viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Meira

Jólablað Feykis komið út

Út er komið Jólablað Feykis, stútfullt af skemmtilegu efni. Það verður borið inn á öll heimili á Norðurlandi vestra í vikunni og að sjálfsögðu til áskrifenda utan þess svæðis. Blaðið verður einnig aðgengilegt á Netinu.
Meira