Fréttir

Dauðafæri fyrir flokkinn að styrkjast

Framsóknarfélögin í Skagafirði héldu opinn fund á Sauðárkróki í gær þar sem alþingismennirnir og fyrrum ráðherrarnir, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir, komu sem gestir. Að sögn Gunnars Braga var farið yfir stöðuna í pólitíkinni og hvaða tækifæri væru sjáanleg í stöðunni. Honum finnst það vitlaust að standa í erjum núna þegar það sé dauðafæri fyrir flokkinn að styrkjast.
Meira

Opið hús í listamiðstöðinni Nesi

Á morgun, föstudaginn 22. september verður opið hús í Listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd þar sem listamenn sýna vinnu sína. Í tilkynningu frá safninu segir að ef vel viðrar muni þang-konan kveikja upp í keramikofni utandyra. Opið verður milli kl. 16:00 og 18:00.
Meira

Tröll gera víðreist

Handbendi – brúðuleikhús, atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, sem rekið er á Hvammstanga sýnir brúðuverkið Tröll eftir Gretu Clough í Tjarnarbíói þann 30. september kl. 15:30. Í framhaldi af því verða nokkrar sýningar á verkinu á Norðurlandi en að þeim loknum verður haldið til Englands þar sem sýnt verður á nokkrum stöðum áður en leikferðinni lýkur með sýningu í South Bank Centre í Lundúnum. Það verður að teljast merkilegur viðburður að verk frá atvinnuleikhúsi sem rekið er í litlu þorpi eins og Hvammstanga sýni í jafn glæsilegu húsi og South Bank Centre er, við bakka Thames í miðborg Lundúna.
Meira

Hester kemur í næstu viku

Undirbúningstímabilið er hafið hjá körfuboltaliðum Dominos deildarinnar og hefur Tindastóll leikið æfingaleiki gegn Þór á Akureyri og ÍR um síðustu helgi. Um helgina átti að leika tvo leiki, föstudag og laugardag, en vegna jarðarfarar fellur seinni leikurinn niður. Leikið verður gegn Njarðvík úti á föstudagskvöld og eru stuðningsmenn sunnan heiða hvattir til að mæta og láta í sér heyra.
Meira

Feykir um allt Norðurland vestra

Í Feyki vikunnar er ýmislegt skemmtilegt að sjá eins og oft áður. Þar sem tími gangna og rétta, þá sérstaklega stóðrétta, eru um þessar mundir eru viðtöl við valinkunna hestamenn í blaðinu ásamt öðru skemmtilegu efni. Feykir vikunnar á að berast inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra að þessu og vonandi heimilisfólki til ánægju.
Meira

Minnt á reglur um útivistartíma barna

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á reglur um útivistartíma barna en kveðið er á um hann í 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem segir:
Meira

KS eykur hlut sinn í Árvakri

Íslenskar sjávarafurðir, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt hlut Lýsis ehf. í einkahlutafélaginu Þórsmörk en það félag er eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins o.fl. Með kaupunum er hlutur Íslenskra sjávarafurða kominn í 15,84 prósent, samkvæmt því sem kemur fram á Vísi.is í dag.
Meira

Hlustar á allt frá 16 aldar madrigölum til þungarokks / HELGA RÓS

Helgu Rós Indriðadóttur frá Hvíteyrum í hinum aldna Lýtingsstaðahreppi ættu nú flestir tónlistarunnendur að kannast við. Helga Rós, sem er sprenglærð söngkona, er fædd 1969, dóttir Rósu og Indriða á Hvíteyrum, býli sem stendur undir Mælifellshnjúknum fagra. Hún kennir söng á eigin vegum og er með barnakór í Tónadansi, nýstofnaðri listasmiðju í Skagafirði. Hún stjórnar tveimur kórum; Skagfirska kammerkórnum og kvennakórnum Sóldísi.. Hljóðfæri Helgu Rósar eru röddin og píanóið.
Meira

Nemendur rafiðna fá spjaldtölvur gefins

Í gær komu þau Bára Halldórsdóttir, frá fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeildar rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki.
Meira

Árleg inflúensubólusetning

Á næstunni verður bólusett gegn inflúensu á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Í auglýsingum frá Heilbrigðisstofnuninni kemur fram að allir einstaklingar eldri en 60 ára ættu að láta bólusetja sig svo og öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Þá er æskilegt að heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í framantöldum áhættuhópum fái bólusetningu svo og þungaðar konur. Einnig eru lungnabólusetningar ráðlagðar einstaklingum eldri en 60 ára.
Meira