Fréttir

Ný og endurskoðuð eineltisáætlun Svf. Skagafjarðar

Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar hefur samþykkt nýja og endurskoðaða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Á heimasíði sveitarfélagsins segir að allt starfsfólk þess eigi rétt á að komið sé fram við það af virðingu og umhyggju.
Meira

Svæðisfundur um Norðurstrandarleiðina

„Hefur þú áhuga á að taka þátt í að móta nýtt og spennandi verkefni á Norðurlandi?“ Þannig hljóðar upphafið að tilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem auglýstur er svæðisfundur fyrir Skagafjörð um Norðurstrandarleiðina eða Arctic Coast Way sem nú er verið að móta.
Meira

Kærur vegna skotæfingasvæðis á Blönduósi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra frá Oddi Hjaltasyni og Blomstra ehf. þar sem kært er deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi en gefið var út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdanna þann 26. september sl.
Meira

Búist við áframhaldandi hvassviðri og snjókomu

Eftir hríðarhvell síðasta sólarhringinn hafa margir vegir teppst. Ófært er milli Fljóta og Siglufjarðar en þar féll snjóflóð á vegin í gær. Einnig er Þverárfjall og Holtavörðuheiði ófærar samkvæmt vef Vegagerðarinnar, einnig Brattabrekka svo suðurleiðin er lokuð eins og er. Verið er að moka Öxnadalsheiði og er hún fær. Þæfingur er milli Sauðárkróks og Fljóta sem og í Hrútafirði en annars er krap eða snjóþekja á helstu leiðum.
Meira

Útgáfu Byggðasögunnar fagnað

Laugardaginn 18. nóvember var haldin útgáfuhátíð í tilefni þess að áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar hefur litið dagsins ljós. Allnokkur fjöldi fólks sótti samkomuna sem haldin var á gistihúsinu Gimbur á Reykjarhóli á Bökkum en segja má að það sé nokkuð miðsvæðis hvað efni bókarinnar snertir, rétt hjá hreppamörkum þeirra hreppa sem bókin fjallar um, gamla Fellshrepp og Haganeshrepp.
Meira

Tveir Stólar í körfuboltalandsliðinu

Craig Pedersen þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfubolta tilkynnti í gær þá 12 leikmenn sem halda til Tékklands í dag til að etja kappi við heimamenn í undankeppni HM. Arnar Björnsson og Axel Kára, leikmenn Tindastóls, eru þar á meðal.
Meira

Skagfirskar stúlkur sterkar í kúluvarpi

Þrjár skagfirskar stúlkur náðu góðum árangri á Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum sl. laugardag þegar þær kepptu í kúluvarpi. Andrea Maya Chirikadzi sigraði með kasti upp á 10,20 m, Stefanía Hermannsdóttir varð í 3. sæti með 8,86m og Inga Sólveig Sigurðardóttir í 5. sæti, kastaði 7,87 m sem er persónulegt met. Þá varð Inga Sólveig einnig í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 13,60 sek.
Meira

Stólarnir á toppnum eftir sigur gegn Hetti

Tindastóll fékk Hött Egilsstöum í heimsókn í Síkið í kvöld en Stólarnir eru sem kunnugt er á toppi Dominos-deildarinnar en Höttur eru neðstir, höfðu ekki unnið leik í deildinni þegar þeir komu á Krókinn. Það varð svosem engin breyting á því þó svo að gestirnir hafi haft í fullu tréi við heimamenn fram að hléi í kvöld því lið Tindastóls tók öll völd í síðari hálfleik og sigraði 91-62.
Meira

Hattarmenn í heimsókn í kvöld

Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino´s deild karla í körfubolta þar sem Haukar taka á móti Njarðvík, Þór Akureyri á móti ÍR, Grindavík á móti Stjörnunni, Keflavík á móti KR og svo aðalleikurinn þar sem Tindastóll, efsta lið deildarinnar, tekur á móti botnliði Hattar frá Egilsstöðum.
Meira

Ólína Sif og Missouri State hafa náð frábærum árangri

Ólína Sif Einarsdóttir knattspyrnustúlka úr Tindastóli hélt síðasta vetur í víking til Bandaríkjanna þar sem hún fékk styrk til að stunda nám og spila knattspyrnu fyrir Missouri State háskólann. Hún er nú annan veturinn í westrinu og skólaliðið hennar náði á dögunum frábærum árangri, þegar þær sigruðu svokallað Missouri Valley Tournament og eru á leiðinni í NCAA úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 17 ár.
Meira