Fréttir

Fátækt – smánarblettur á ríkri þjóð!

Umræðan um fátækt fólk kemur alltaf reglulega upp á yfirborðið. Öll erum við sammála um að sá er veruleikinn og einnig að það sé ekki líðandi að tæp 10 % barna líði skort á Íslandi. En það virðist vera með fátækt í íslensku samfélagi eins og óhreinu börnin hennar Evu. Enginn vill vita af fátæktinni þrátt fyrir að 7 til 9 % þjóðarinnar búi við þetta böl og um 5.000 manns við sára fátækt.
Meira

Körfuboltaakademía áfram hjá FNV

Síðast liðinn föstudag var samningur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og körfuboltadeildar U.M.F.Tindastóls um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður með undirskrift skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildarinnar. Akademían hefur verið starfrækt í fimm ár eða frá árinu 2012 þegar Bárður Eyþórsson var þjálfari Tindastóls.
Meira

Áskorandapistill - Vilhjálmur Árnason

Tækifærin í smæðinni
Meira

Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu

Í hádegisfréttum útvarps kom fram að vorboðinn okkar, lóan, er komin til landsins og er á meðalkomutíma sem er 23. mars. Venjulega fyllir það okkur kæti þegar farfuglarnir fara að flykkjast til landsins en nú fylgir böggull skammrifi þar sem töluverðar líkur eru taldar á að afbrigði af fuglaflensuveiru geti borist með þeim til landsins. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir:
Meira

Góðgerða Yoga Kiwanisklúbbsins Freyju

Þann 5. apríl nk. mun Kiwanisklúbburinn Freyja standa að Yoga-tíma og láta aðgangseyrinn renna til góðgerðamála í heimabyggð. „Nú ætlum við að koma saman og rækta líkama og sál og í leiðinni að láta gott af okkur leiða. Hún Sigga Stína ætlar að leiða Yoga tímann,“ segir Steinunn Gunnsteinsdóttir ein Kiwaniskvenna.
Meira

Skagfirsk ættuð stúlka skorar ótrúlegt mark í Noregi - Myndband

Mark, sem Marie Jóhannsdóttir skoraði í innanhússfótbolta í Noregi, hefur vakið mikla athygli þar ytra enda nokkuð óvenjulegt. Hefur TV2 meðal annars sýnt það á vefsíðu sinni. Marie, sem rekur ættir sínar til Skagafjarðar, leikur með liði Styn og var hún að taka víti í undanúrslitaleik gegn Sandane í fylkismóti Sogn og Fjordane.
Meira

Haraldur Haraldsson er Skákmeistari Norðlendinga

Skákþingi Norðlendinga 2017 lauk í gær með sigri Ingvars Þórs Jóhannessonar, sem hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Í öðru sæti og jafnframt Skákmeistari Norðlendinga varð Haraldur Haraldsson á Akureyri með fimm vinninga og hærri á stigum en Stefán Bergsson sem varð þriðji. Í fjórða og fimmta sæti með 4 1/2 urðu Róbert Lagermann og Loftur Baldvinsson. Á heimasíðu Skákklúbbs Sauðárkróks segir að þeir fimm hafi fengið peningaverðlaun.
Meira

Stólarnir yfirgáfu pizzupartýið

Leikmenn Tindastóls hafa sett sinn síðasta þrist á þessu körfuboltatímabilinu. Strákarnir fóru vel studdir í Sláturhús þeirra Keflvíkinga og eftir hörkuleik urðu þeir að bíta í það súra epli að vera sendir í sumarfrí. Lokatölur voru 83-73 og Stólarnir eðlilega svekktir með niðurstöðuna, enda var stefnt hátt í pizzupartýi Dominos-deildarinnar í vetur, en ekki fer alltaf allt eins og stefnt er að þó viljinn sé til staðar.
Meira

Kjúklingur í pestó og heitur grænmetisréttur

Í 12. tölublaði Feykis árið 2015 áttu matgæðingarnir Ingibjörg Jónsdóttir og Guðjón Þórarinn Loftsson á Syðsta Ósi í Miðfirði uppskriftir að kjúklingi í pestó og heitum grænmetisrétti. „Fyrir valinu varð kjúklingaréttur sem Ingibjörg fékk á veitingastað í Húnaþingi fyrir nokkrum árum og hefur eldað hann reglulega síðan. Að auki heitur grænmetisréttur sem er kjörið að hafa með. Í hann er ekkert heilagt en það sem við gefum upp er þá hráefni sem við oftast notum," segja þau.
Meira

Tæpar 7 milljónir í skagfirsk fornminjaverkefni

Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2017. Alls bárust 50 umsóknir en veittir verða styrkir til 24 verkefna að þessu sinni. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fékk úthlutað tveimur styrkjum samtals 5,5 milljónum. Þá fékk Antikva ehf. 1.200.000 krónum til rannsókna á bátasaumi frá Kolkuósi.
Meira