Fréttir

Vinátta

Áskorendapistill Margrét Óladóttir Flugumýri
Meira

Lambaskankar og ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasós

„Þar sem við erum ekkert mikið fyrir að flækja hlutina þegar kemur að eldamennsku þá eru þessir réttir í uppáhaldi hjá okkur. Við mælum klárlega með því að þið prófið þessa rétti,“ segja matgæðingar 43. tölublaðs Feykis árið 2015, þau Ástrós Villa Vilhelmsdóttir og Guðni Már Lýðsson á Skagaströnd sem buðu upp á Lambaskanka með rótargrænmeti og ostaköku með Nóa kroppi og hindberjasósu í eftirrétt.
Meira

Hester óbrotinn

Eftir ítarlegar rannsóknir er komið í ljós að Antonio Hester, leikmaður Tindastóls í körfubolta er óbrotinn. Þetta kom í ljós í dag eftir greiningu á ómmyndum sem teknar voru fyrr í vikunni.
Meira

Saga úr sundi

Eftir þrásetu á þingi ákvað ég einn morguninn að fara í sund í Reykjavík. Ekki voru aðrir í búningsklefanum en ég og nokkrir strákar sem voru í skólasundi, auk baðvarðarins sem hafði aðgát með öllu sem fram fór.
Meira

Sviðaveisla í Miðgarði

Karlakórinn Heimir í Skagafirði ætlar að brjóta upp skammdegisdrungann og efna til skemmtikvölds og sviðaveislu í Miðgarði í kvöld kl. 20. Þar verður auk sviðalappa og andlita, söngur og gamanmál eins og Skagfirðingar kannast við og eru þekktir fyrir.
Meira

Hugað að jólum hjá bókasafninu á Blönduósi

Héraðsbókasafnið á Blönduósi býður upp á ýmsa skemmtilega viðburði í aðdraganda jólanna, s.s. föndur, bókakynningu og bókabíó. Dagskráin er svohljóðandi:
Meira

Feykir fær góða gjöf

Það hljóp heldur betur á snærið hjá Feyki í gær á Degi íslenskrar tungu þegar Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, færði Feyki öll bindi Byggðasögunnar. Nýkomið er út 8. bindið sem fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp, samtals 66 býli í Sléttuhlíð, Hrolleifsdal, Bökkum, Flókadal og Vestur-Fljótum, ásamt sveitarfélagslýsingum.
Meira

Þórsarar kafsigldir í Síkinu

Það var boðið upp á frekar kostulegan leik í Síkinu í kvöld þegar lið Þórs frá Þorlákshöfn mætti á Krókinn. Bæði liðin tefldu fram splunkunýjum Könum og voru báðir talsvert ryðgaðir við fyrstu sýn. Þórsarar stóðu í Tindastólsmönnum langt fram í annan leikhluta en þegar Stólarnir stigu upp í varnarleiknum þá sprungu gestirnir á limminu og heimamenn biðu kærlega að heilsa. Lokatölur 92-58.
Meira

Þekkir þú einhvern sem hefði þurft svona til að vakna í morgun? - myndband

Það eru eflaust einhverjir sem finna fyrir því að það er erfiðara og erfiðara að koma sér á fætur á morgnana. Kannski er þetta lausnin. Ætli þetta sé eitt af því sem fæst í Costco?
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði 5. þáttur

Landbúnaður er öflug atvinnugrein í Skagafirði. Í 5. þætti Atvinnupúlsins er rætt við sérfræðinga í landbúnaði. Einnig er litið inn í stærsta fjós Skagafjarðar, rætt við sauðfjárbónda og fyrirtækið Pure Natura heimsótt. Þá er rætt við formann Samtaka atvinnulífsins.
Meira