Fréttir

Kortlagning skapandi greina á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa samið við Þuríði Helgu Jónasdóttur, MA í hagnýtri menningarmiðlun, um að gera úttekt á umfangi skapandi greina á Norðurlandi vestra. Markmiðið með verkefninu er að taka saman yfirlit um umfang skapandi greina og menningarlífs á Norðurlandi vestra. Um er að ræða upplýsingar um söfn og setur, sviðslistir, bóka- og skjalasöfn, tónlistarstarfsemi, listamiðstöðvar, húsnæði, gallerí, hönnuði, listamenn og margt fleira.
Meira

GRÓTTAKVÖRNIN

„Fornar sagnir herma, að jötnameyjar tvær, þær Fenja og Menja gerðu það sér til gamans að kasta tveim gríðarstórum hellum úr undirheimum upp í Miðgarð. Einhver gerði kvarnarsteina úr hellunum og gaf þær Fróða kóngi. Hann lét gera úr þeim Gróttakvörnina. Fenja og Menja voru teknar til fanga í styrjöld í Svíþjóð og seldar sem ambáttir Fróða konungi, en hann lét þær snúa Gróttakvörninni. Þær mólu konungi gull og öryggi en þjóð hans frið og velvilja meðal manna.“
Meira

Skagfirskur sigur í Skólahreysti

Varmahlíðarskóli tryggði sér rétt í þessu sigur í Norðurlandsriðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri með 49 stig og Grunnskólinn austan Vatna hampaði öðru sæti með 48 stig. Í þriðja sæti varð Dalvíkurskóli, Húnavallaskóli lenti í sjötta sæti, Árskóli í því áttunda og Höfðaskóli varð í tíunda sæti.
Meira

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði var haldin í gær í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Allir grunnskólarnir í firðinum sendu fulltrúa í keppnina, frá Árskóla komu átta keppendur, frá Varmahlíðarskóla þrír og einn frá Grunnskólanum austan Vatna.
Meira

Óþolandi þegar fólk tekur sér það bessaleyfi að snerta mann á óviðeigandi hátt

Mikið hefur verið rætt um dónakarla og – kerlingar undanfarið í kjölfarið á því að söngkonan Salka Sól ritaði orðsendingu á Tvitter til manns sem áreitti hana kynferðislega er hún var á leið upp á svið á árshátíð þar sem hún var að skemmta. Margir hafa stigið fram og sagt álíka sögur og m.a. segir söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir á fébókarsíðu sinni frá dónaskap og óvirðingu sem bæði karlmenn og konur hafa sýnt henni.
Meira

Ef ég nenni getur eyðilagt lystina á malti og appelsíni / ÁGÚST INGI

Ágúst Ingi Ágústsson (1982) sem búsettur er í Neskaupstað svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Hann er alinn upp í Fellstúninu á Króknum af þeim Önnu Hjartar og Gústa Guðmunds, fyrrum trymbli KS-bandsins. Taktfestan virðist hafa gengið í ættir því hljóðfæri Ágústs Inga er einmitt trommur.
Meira

Bjarni sat ekki auðum höndum á Alþingi

Bjarni Jónsson, varþingmaður Vinstri grænna, hefur lokið setu sinni á Alþingi í bili en hann tók sæti fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í upphafi liðinnar viku. Hann nýtti tímann vel því á þessum stutta tíma flutti hann jómfrúarræðu sína í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og var hann fyrsti flutningsmaður 16 fyrirspurna til ráðherra og meðflutningsmaður að einni.
Meira

Degi barnabókarinnar fagnað

Dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi H.C. Andersen sem er 2. apríl. IBBY á Íslandi, félagasamtök um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi, hafa undanfarin ár fagnað deginum með því að færa íslenskum grunnskólanemendum sögu að gjöf sem lesin er samtímis um allt land. Sagan sem nú verður lesin heitir Stjarnan í Óríon og er eftir Hildi Knútsdóttur. Þar sem 2. apríl í ár ber upp á sunnudag verður sagan frumflutt í öllum grunnskólum landsins á morgun, fimmtudaginn 30. mars, kl. 9:10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir.
Meira

Himinninn logaði glatt við Kálfshamarsvík

Það var mikil norðurljósasýning á himni sl. mánudagskvöld og náði Höskuldur B. Erlingsson á Blönduósi að fanga stemninguna á myndavélina sína. Hann segist hafa fylgst með síðum á netinu þar sem kemur fram áætlaður möguleiki á norðurljósum. Þennan dag bar öllum saman um það að kvöldið yrði magnað eða á kvarðanum 6 sem er mjög hátt að sögn hans.
Meira

Dagurinn í dag

Þegar ekkert er að gerast í kringum mann og dagurinn virðist vera einn af þessum einstaklega venjulegu dögum getur verið gaman að kíkja eftir því á netinu hvort alltaf hafi verið tíðindalaust þennan tiltekna dag sem er 87. dagur ársins. Að sjálfsögðu kemur á daginn að ýmislegt hefur gerst í gegnum tíðina þann 28. mars. Hér eru tíndir saman nokkrir atburðir sem tilgreindir eru á Wikipedia:
Meira