Kortlagning skapandi greina á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.03.2017
kl. 13.39
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa samið við Þuríði Helgu Jónasdóttur, MA í hagnýtri menningarmiðlun, um að gera úttekt á umfangi skapandi greina á Norðurlandi vestra. Markmiðið með verkefninu er að taka saman yfirlit um umfang skapandi greina og menningarlífs á Norðurlandi vestra. Um er að ræða upplýsingar um söfn og setur, sviðslistir, bóka- og skjalasöfn, tónlistarstarfsemi, listamiðstöðvar, húsnæði, gallerí, hönnuði, listamenn og margt fleira.
Meira