Fréttir

Vel mætt á íbúafund um gamla bæinn á Króknum

Íbúafundur var haldinn í fundarsal Svf. Skagafjarðar í Húsi frítímans í gær, 21. nóvember, um verkefnið verndarsvæði í byggð. Þar voru kynntar tillögur að verndun gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Meira

„Hrútafundi“ í Skagafirði frestað fram á sunnudag

Kynningafundur Búnaðarsambands Skagfirðinga á hrútakosti sæðingastöðvanna sem vera átti í kvöld 23. nóv. verður frestað vegna veðurs.
Meira

Röskun á skólahaldi og árshátíð frestað í Varmahlíðarskóla

Vonskuveður er nú um norðanvert landið og spáir Veðurstofan norðan 18-23 m/s með talsverðri snjókomu eða skafrenningi. Búast má við slæmu skyggni og slæmu ferðaveðri bæði á fjallvegum og láglendi. Veðurhorfur á landinu eru þær að á morgun dragi úr úrkomu fyrir norðan og austan og vind fari að lægja um vestanvert landið.
Meira

Leikhópur FNV frumsýnir Bugsy Malone

Á morgun föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930.
Meira

Söng Singin' In the Rain í tíma og ótíma / ÚLLI HAR

Úlfar Ingi Haraldsson, eða Úlli Har eins og hann var kallaður þegar hann bjó á Smáragrundinni á Króknum, er af árgangi 1966. Hann er fæddur á Sauðárkróki en ólst að hluta til upp í Skagafirði og Reykjavík. Foreldrar hans eru Hallfríður Hanna Ágústsdóttir (frá Kálfárdal) og Haraldur Tyrfingsson. Bassinn náði snemma tökum á Úlfari og nú er hann sprenglærður á hljóðfærið. „Aðalhljóðfæri er kontrabassi og bassagítarar en ég spila líka töluvert á píanó og gítar,“ segir hann.
Meira

Kiwanisklúbburinn Freyja hjálpar konum í neyð

Félagar í Kiwanisklúbbnum Freyju í Skagafirði ákváðu að finna á heimilum sínum fatnað, hlý föt, óopnaðar hreinlætisvörur og annað sem gæti nýst til að sinna grunnþörfum þeirra kvenna sem sækja sér þjónustu í Konukot í Reykjavík, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Listamenn nóvembermánaðar hjá Textílsetri Íslands á Blönduósi verða með opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á morgun, fimmtudaginn 23. nóvember. Í tilkynningu frá Textílsetrinu segir að ásamt ullarsokkunum, sem eru auðvitað nauðsynlegastir alls á þessum árstíma, verði hellingur af öðru dásamlegu sem listamennirnir hafa unnið undanfarið til sýnis.
Meira

Húni.is liggur niðri í kjölfar kerfishruns 1984

Eins og margir hafa tekið eftir hefur húnvetnski fréttamiðillinn Húni.is legið niðri í vikutíma eða allt frá því að kerfishrun varð hjá hýsingaraðila vefsins 1984. Húnahornsmenn eru niðurbrotnir yfir ástandinu en vonast til að úr rætist sem fyrst.
Meira

Ævintýralandið í Varmahlíð

Á morgun munu nemendur 3.-6. bekkja Varmahlíðarskóla verða staðsett í Ævintýralandinu sem sett verður upp á sviði Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð. Þar lifna persónur gömlu ævintýranna við og fléttast söguþræðirnir saman á óvæntan hátt. 1.og 2. bekkur munu einnig stíga á stokk og verða með íþróttaálfasprell.
Meira

Rabb-a-babb 154: Halldór á Molastöðum

Nafn: Halldór Gunnar Hálfdansson. Árgangur: 1974. Hvað er í deiglunni: Að halda haus. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er húsbóndi á mínu heimili og ræð hvenær ég skúra. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Sjitt maður, sólin er farin“ – þetta sagði frændi minn þegar hann sofnaði í berjamó í Stíflurétt og vaknaði þegar farið var að dimma.
Meira