Fréttir

Ný efnistökusvæði í Staðaröxl og Gilsbungu

Skipulags- og byggingarnefnd ákvað á fundi sínum þann 8. mars sl. vegna Aðalskipulags Skagafjarðar að skoðaðir yrðu 12 námukostir sem kæmu til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Er það gert til að bregðast við efnisþörf sem kemur til m.a. vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu sem og að huga þarf að nýjum námukostum þar sem verulega hefur saxast á efni á Gránumóum. Nú er það ljóst að vænlegasta tillagan og einnig sú hagkvæmasta er að efnistakan verði í Staðaröxl og síðar í Gilsbungu.
Meira

Fyrstu gangbrautarljósin sett upp á Sauðárkróki

Í dag verða gangsett gangbrautarljós við Árskóla á Sauðárkróki. Gangandi vegfarendur ýta á hnapp til að óska eftir „grænum karli“ og virkja rautt ljós á ökutæki. Sérstakir skynjarar nema nærveru gangandi vegfarenda á leið yfir götu og er ljósatími stilltur eftir því hversu lengi viðkomandi er á leið yfir götuna.
Meira

Hreinsun í Húnaþingi - bílana burt

Eitthvað hefur borið á því undanfarið að númerslausar bifreiðar „prýði“ götur og lóðir á Hvammstanga og Laugarbakka. Nú mega eigendur þeirra eiga von á því á næstunni að þeim berist áminning frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra um að þær skuli fjarlægðar fyrir 20. apríl nk.
Meira

Óvissa með framtíð Háholts sem meðferðarheimili

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði en uppi eru áform um að loka heimilinu frá og með næsta hausti. Fyrirhugað er að færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið og áætlað að veita um 500 milljónum króna í nýbyggingu undir starfsemina.
Meira

Heitavatnslaust í Raftahlíð

Í neðstu Raftahlíðinni á Sauðárkróki er kominn upp leki í heitavatnslögn og verður því lokað fyrir vatnið meðan viðgerð stendur yfir eða eitthvað fram eftir degi. Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum er beðist velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Norræn hvalaskoðun á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum býður alla velkomna heim að Hólum á erindi í fyrirlestrarröðinni Vísindi og Grautur þriðjudaginn 4. apríl nk. klukkan16.00. Þar mun dr. Hin Hoaram-Heemstra, lektor við Viðskiptaháskólann Nord ræða um nýsköpunarreynslu af norrænna hvalaskoðun.
Meira

Þekkir þú þennan bæ

Meðfylgjandi mynd hefur verið til umræðu á Facebook-síðunni, „gamlar ljósmyndir“ og var Feykir beðinn um að athuga hvort lesendur gætu glöggvað sig á henni. Myndin var tekin um 1897 af Johannes Klein, dönskum málara sem var á ferð um Ísland og sögð tekin í Austur-Húnavatnssýslu. Myndin hefur þegar birst á Húna en engar hugmyndir hafa komið frá lesendum um hvar bærinn sé.
Meira

Þrjú systkin í Skólahreysti

Ýmsir höfðu ríkari ástæðu til að fagna en aðrir eftir glæsilegan árangur skagfirskra skóla í Skólahreysti í gær, í það minnsta höfðu þau hjónin Kristín Bjarnadóttir og Eiríkur Frímann Arnarson á Hofsósi þrefalda ástæðu til, þar sem þrír fjórðu liðsins var skipað börnum þeirra.
Meira

Hefur þú prófað þennan?

Vissir þú að það eru til meira en hundrað leiðir til að binda bindishnút? Þeir algengustu eru "Half in Half", "Half Windsor", "Windsor" og "Shell Knot" En hér kemur einn fallegur sem kallast Eldredge hnúturinn, prófaðu að gera hann næst þegar þú setur upp bindi
Meira

Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar, úr Húnaþingi vestra, mun heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni um helgina og syngja vorið í borgina. Í Seltjarnarneskirkju munu kórfélagar þenja raddböndin á tónleikum sem fram fara laugardaginn 8. apríl og hefjast kl. 14:00.
Meira