Ný efnistökusvæði í Staðaröxl og Gilsbungu
feykir.is
Skagafjörður
01.04.2017
kl. 08.02
Skipulags- og byggingarnefnd ákvað á fundi sínum þann 8. mars sl. vegna Aðalskipulags Skagafjarðar að skoðaðir yrðu 12 námukostir sem kæmu til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Er það gert til að bregðast við efnisþörf sem kemur til m.a. vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu sem og að huga þarf að nýjum námukostum þar sem verulega hefur saxast á efni á Gránumóum. Nú er það ljóst að vænlegasta tillagan og einnig sú hagkvæmasta er að efnistakan verði í Staðaröxl og síðar í Gilsbungu.
Meira