Fréttir

Rabb-a-babb 143: Sóla

Nafn: Sólveig Olga Sigurðardóttir, eða bara Sóla eins og afi gamli tók upp á að kalla mig barnunga og festist strax við mig. Árgangur: 1973. Hvað er í deiglunni: Úff það er nú ýmislegt, ætli það sé ekki einna helst að trassa ekki skuldbindingarnar í námi, starfi og ekki hvað síst gagnvart heimili og fjölskyldu. Og reyna svo að njóta þessa alls í leiðinni. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Kolbeinn kafteinn finnst mér hafa skemmtilegan orðaforða.
Meira

Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag!

Í dag 1. mars er alþjóðlegi hrósdagurinn. Hrósdagurinn var fyrst haldinn í Hollandi fyrir 14 árum en er nú haldinn hátíðlegur víða um heiminn. Á vefsíðu alþjóðlega hrós­dags­ins seg­ir að aðstand­end­ur hans vilji að dag­ur­inn verði „já­kvæðasti dag­ur heims­ins“. Bent er á að eng­in markaðsöfl teng­ist deg­in­um eins og verða vilji með suma aðra daga eins og valentínus­ar­dag­inn, mæðra- og feðradag­inn. All­ir geti því tekið þátt og verið sé að höfða til einn­ar af grunnþörf­um manns­ins; þarfar­inn­ar fyr­ir viður­kenn­ingu.
Meira

Tindastóll með keppendur á Vormóti JSÍ í júdó

Þrír iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á Vormót JSÍ sem haldið var sl. laugardag hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Sveinn Kristinn Jóhannsson varð þriðji í sínum flokki en aðrir komust ekki á pall.
Meira

Ný heimasíða Húnaþings vestra

Í dag, 1. mars, opnar ný heimasíða Húnaþing vestra í nýju viðmóti. Markmiðið með breytingunum er að gera upplýsingar aðgengilegri og miðla þannig betri upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra áhugasamra. Undir flipunum Stjórnsýsla, Þjónusta og Mannlíf er að finna það er tengist stjórnkerfi og þjónustu sveitarfélagsins ásamt ýmsu sem varðar mannlífið.
Meira

Haukur hættur þjálfun Tindastóls

„Stephen Walmsley er mættur á klakann og tekur við þjálfun mfl. karla ásamt Christopher Harrington. Þetta eru ánægjufréttir fyrir klúbbinn og bjóðum við hann hjartanlega velkominn "heim",“ segir Bergmann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls á stuðningsmannasíðu liðsins. Haukur Skúlason, sem ráðinn var þjálfari í haust er þar með hættur þjálfun.
Meira

Steypustöðin eignast Króksverk

Steypustöð Skagafjarðar hefur fest kaup á mölunarfyrirtækinu Króksverki á Sauðárkróki af fyrirtækinu Ölni sem eignaðist það á síðasta ári. Pétur Bjarnason hjá Ölni sagði þá við Feyki að meginástæða kaupanna hafi verið malbikunarstöðin Norðurbik á Akureyri sem Króksverk átti hlut í og fylgir hún ekki með kaupunum nú.
Meira

Gamla kirkjan fær ekki niðurfellingu fasteignagjalda

Óskað hefur verið eftir því að Blönduósbær komi til móts við aðstandendur gömlu kirkjunnar, sem lagt hafa mikið af mörkum undanfarin ár við endurnýjun og viðhald hennar, með því að fella niður fasteignagjöldin næstu fimm árin.
Meira

Gull og silfur á Krækjurnar

Krækjurnar á Sauðárkróki sendu tvö lið á eitt stærsta blakmót sem haldið hefur verið, á Siglufirði um helgina. Alls tóku 53 lið þátt, bæði í karla- og kvennaflokki í nokkrum deildum.
Meira

Veggskápur fær nýtt útlit!

Það þekkja eflaust margir hana Auði Björk Birgisdóttur en hún stofnaði í fyrra fyrirtækið Infinity blue á Hofsósi. Þar er hún að bjóða upp á róandi miðnæturböð í fallegustu sundlaug Skagafjarðar og hefur fólk þann kost að fá lánaðar flothettur til að ná betri og dýpri slökun eftir amstur dagsins.
Meira

Ingimar Hólm fékk eldavarnaglaðning

Dregið var í árlegri eldavarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á dögunum. Þátttakendur eru 3. bekks nemendur á landinu öllu og var einn heppinn einstaklingur í Skagafirði sem hlaut vinning.
Meira