Alexandra safnar fyrir bókaútgáfu á Karolina Fund
feykir.is
Skagafjörður
14.05.2017
kl. 11.58
Óperusöngkonan Alexandra Chernyshova situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn, en hún hefur verið að sýna óperuuppfærslu á sögu sem mamma hennar samdi „Ævintýrið um norðurljósin“. Kom hún á Sæluviku Skagfirðinga með verkið sem sýnt var í Miðgarði. Í kjölfarið fór Alexandra til Japan þar sem hún tók þátt í Tókýó Global Summit of Women en þar fékk hún innblástur fyrir nýja óperu sem hún er að skrifa um fyrsta kvenforseta í heiminum.
Meira
