Fréttir

Þyrfti fleiri dagforeldra á Sauðárkróki

Staða leikskóla- og dagforeldramála á Sauðárkróki var kynnt á síðasta fundi fræðslunefndar Svf. Skagafjarðar en mikil umræða hefur farið fram á samfélagsmiðlum varðandi skort á dagmæðrum. Ákveðið var að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa auk þess sem allra leiða verði leitað til að leysa þann vanda sem upp er kominn í dagvistunarmálum m.a. með því að gera starf dagforeldra fýsilegra.
Meira

Strákarnir lutu í parket gegn KR

Það var bikarhelgi í körfunni um helgina og eitt lið frá Tindastóli hafði tryggt sér réttinn til að spila til úrslita. Það var unglingaflokkur karla sem fékk það verkefni að takast á við Vesturbæjarstrákana úr KR og því miður fóru okkar kappar flatt, töpuðu 73-111 í leik sem þeir vilja sennilega hugsa sem minnst um.
Meira

María í 19. sæti í stórsvigi

Keppni var að ljúka í stórsvigi stúlkna fæddar 1999 - 2000 á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana. Meðal þeirra sem öttu kappi í dag var María Finnbogadóttir frá Sauðárkróki og náði hún glæsilegum árangri er hún varð í 19. sæti af 53 keppendum. Tími Maríu var þriðji besti tíminn í hennar árgangi.
Meira

Edduverðlaunagripurinn smíðaður í FNV

Nýlega fór fram tilnefning til Edduverðlaunanna en þau verða afhent við hátíðlega athöfn þann 26. febrúar nk. Þá var einnig kynntur til sögunnar nýr verðlaunagripur sem nú verður afhentur í fyrsta sinn og er hannaður af Árna Páli Jóhannssyni, leikmyndahönnuði, og leysir hann af hólmi fyrri styttu sem hefur verið veitt frá upphafi, árið 1999.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Team –Jötunn

Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni í hestaíþróttum, hefur ekki tekið þátt áður en það ber nafnið Team –Jötunn. Þó svo að liðið sé nýtt þá eru þar knapar sem hafa áður verið í deildinni. Liðsstjóri er Baldvin Ari Guðlaugsson, löngu kunnur sem einn sigursælasti knapi Norðan heiða.
Meira

Guðmundur sigurvegari á Bikarsyrpu

Fjórða mótið af fimm í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur fór fram um helgina þar sem um 30 stórefnilegir skákkrakkar kepptu ýmist í opnum flokki eða stúlknaflokki. Í opna flokknum voru keppendur 25 talsins og hluti þeirra að spreyta sig í fyrsta sinn í Bikarsyrpunni ásamt þeim sem reyndari voru. Meðal keppenda var Skagfirðingurinn Guðmundur Sveinsson og stóð hann uppi sem sigurvegari kvöldsins.
Meira

Enn af hegðunarvanda og sálarkröm meðferðarfólks

Hroki og hatursáróður SÁÁ-manna og meðferðarþega þeirra í garð vímuefnaneytenda, háðsglósur og skítkast, er af þeirri stærðargráðu að lengi þarf að leita til að finna eitthvað sem kemst þar í samjöfnuð, meira að segja hér á Íslandi, landi níðskálda og mannorðsþjófa. Og ekki bara í garð vímuefnaneytenda heldur líka allra þeirra sem ekki liggja hundflatir fyrir firrum og hjáfræðum þessa fólks.
Meira

#kvennastarf

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf. Algengt er talað sé um „hefðbundin kvennastörf“. Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Átakið #kvennastarf vísar til mýtu sem flestir landsmenn kannast við, mýtunnar um að starfsgreinar geti flokkast í kvennastörf og karlastörf.
Meira

Skrifstofa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytur tímabundið á Ísafjörð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið vestur á Ísafjörð dagana 13. 14. og 15. febrúar næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.
Meira

Tíu sækja um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að tíu umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra en auglýsing var birt í byrjun janúar. Umsóknarfrestur rann út 25. janúar.
Meira