Þyrfti fleiri dagforeldra á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður
14.02.2017
kl. 08.57
Staða leikskóla- og dagforeldramála á Sauðárkróki var kynnt á síðasta fundi fræðslunefndar Svf. Skagafjarðar en mikil umræða hefur farið fram á samfélagsmiðlum varðandi skort á dagmæðrum. Ákveðið var að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa auk þess sem allra leiða verði leitað til að leysa þann vanda sem upp er kominn í dagvistunarmálum m.a. með því að gera starf dagforeldra fýsilegra.
Meira
