Fréttir

Þrjú heilsársstörf líffræðinga á Selasetrinu

Selasetur Íslands og Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafamiðstöð hafs og vatna, undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára þann 25. nóvember 2016. Samningurinn gengur í gildi 1. janúar 2017.
Meira

Er mikill aðdáandi Abba / SVEINN SIGURBJÖRNS

Að þessu sinni svarar Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, nokkrum laufléttum spurningum í Tón-lystinni. Sveinn er fæddur 1960 og alinn upp í Þorpinu á Akureyri. Hann kannast ekki við nein ættartengsl í Skagafjörð eða Húnavatnssýslur en segir þó að faðir hans, Sigurbjörn Sveinsson, pípari og járnsmiður, hafi verið í sveit í Skagafirði sem unglingur. Aðalhljóðfæri Sveins er trompetinn en afrekin á tónlistarsviðinu eru mörg og hann nefnir sem dæmi að hann kom fram í sjónvarpsþætti um Akureyri, spilaði með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, hefur spilað með Steve Hagget og hinu skagfirska tónlistarteymi Multi Musica. Sveinn hóf að kenna við Tónlistarskólann á Sauðárkróki árið 1986 og hefur kennt þar nær óslitið síðan. Hann var ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar árið 1999.
Meira

Hugguleg stemning á stofutónleikum

Hjónin Hjalti Jónsson frá Blönduósi og Lára Sóley Jóhannsdóttir héldu stofutónleika í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á sunnudaginn var. Að sögn Láru Sóleyjar tókust tónleikarnir „ljómandi vel.“
Meira

Starfsemi fjölritunarstofunnar Grettis hætt um áramótin

Sagt er frá því á Húnahorninu að starfsemi Fjölritunarstofunnar Grettir sf. á Blönduósi verði hætt um áramót. Þar með verður útgáfu á auglýsinga- og sjónvarpsdagskránni Glugganum hætt, sem og annarri starsemi fyrirtækisins í núverandi mynd.
Meira

Ekkert svar borist vegna áhættumats

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudaginn var lagt fram tölvubréf Páls Björnssonar lögreglustjóra frá 18. nóvember sl. með svari við fyrirspurn vegna slyss sem varð við Hvammstangahöfn þann 24. ágúst sl.
Meira

Kristinn Gísli sigraði í nemakeppni í matreiðslu

Í nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu sem fram fór í Hótel- og matvælaskólanum þann 23. nóvember sl. stóð Skagfirðingurinn Kristinn Gísli Jónsson uppi sem sigurvegari í matreiðslu ásamt Ásdísi Björgvinsdóttur. Þau munu, ásamt sigurvegurum framreiðslunema, keppa í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í Helsinki dagana 21. og 22. apríl 2017.
Meira

Enginn grunnskólakennari sagt upp vegna kjaradeilu á Norðurlandi vestra

Í gær undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara nýjan kjarasamning. Samningurinn tekur gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017 og fer nú í kynningu meðal grunnskólakennara og sveitarstjórnarmanna. Samkvæmt heimasíðu KÍ mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn liggja fyrir mánudaginn 12. desember.
Meira

Menningarveisla fyrir börn og fullorðna í Miðgarði

Á dögunum var boðað til viðburðar í Menningarhúsinu Miðgarði undir yfirskriftinni „Frá Ara til Aladdín“ – hin lögin. Um var að ræða hóp skagfirsks tónlistarfólks á öllum aldri, sem buðu upp á vinsæl „barnalög fyrir börn og fullorðna“. Fyrir ári síðan stóð sami hópur fyrir tónleikum á svipuðum nótum við góðar viðtökur, og að þessu sinni naut hópurinn aðstoðar barnakórs sem söng með honum nokkur lög. Kórinn var skipaður krökkum úr 4., 5. og 6. bekk í Varmahlíðarskóla.
Meira

Svipað og málning sem ekki þornar

Vegagerðin varaði við blæðandi slitlagi á köflum á þjóðvegi 1 á veginum um Holtavörðuheiði, úr Borgarfirði og ofan í Hrútafjörð um síðustu helgi. Lentu menn í verulegum óþægindum vegna þessa. Hjá Vörumiðlun var það að frétta að einn flutningabíll hefði lent í þessum óskunda undir miðnættið á föstudagskvöld.
Meira

Ljón norðursins, kynlíf fornsagna og fleira spennandi

Í Bókakaffi Bjarna Harðarsonar á Selfossi mun Bjarki Bjarnason rithöfundur kynna bók sína Ljón norðursins sem kom út um liðna helgi. Höfundur byggir bókina upp á viðtölum sem hann tók við Leó Árnason byggingameistara frá Víkum á Skaga.
Meira