Fréttir

Ingimundur og Valgerður á Þingeyrum hlutu Landgræðsluverðlaunin

Í gær voru Landgræðsluverðlaunin 2016 afhent í Sagnagarði í Gunnarsholti og er það í 26. sinn sem Landgræðsla ríkisins þau eru veitt. Verðlaunahafar að þessu sinni voru annars vegar hjónin Ingimundur Sigfússon og Valgerður Valsdóttir á Þingeyrum og hins vegar Landgræðslufélag Hrunamanna.
Meira

Tindastólsmenn í toppstandi gegn skrefþungum Skallagrímsmönnum

Skalla-Grímur gamli hefði sjálfsagt hrist hausinn yfir frammistöðu sveitunga sinna hefði hann verið í Síkinu í kvöld. Þeir voru næstbestir á öllum sviðum körfuboltans en Tindastólsmenn keyrðu yfir gestina frá fyrstu mínútu og þeir sáu aldrei til sólar. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir kröftuga og káta stuðningsmenn Stólanna sem sigruðu örugglega, 97-75.
Meira

Breyting á aðalskipulagi vegna Skotfélagsins Markviss

Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar hefur samþykkt endurskoðaða aðalskipulagstillögu er varðar æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss og verður hún send Skipulagsstofnun til áframhaldandi meðferðar.
Meira

Ilmur af jólum í „Gamla Lýdó“

Það verður mögnuð jólastemning í „gamla Lýdó“ á sunnudaginn kemur. Þá ætla Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps, Rúnalist og Lýtingsstaðir að standa fyrir jólamarkaði í Árgarði og opnu húsið hjá Rúnalist og í Torfhúsinu á Lýtingsstöðum.
Meira

Bílvelta skammt frá Reynistað

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bifreið fór út af veginum valt skammt frá Reynisstað í Skagafirði í dag. Lögreglunni barst útkall um óhappið klukkan 13:40. Þegar blaðamaður Feykis átti leið hjá var verið að fjarlægja bílinn.
Meira

Missti nánast allt sitt í brunanum

Hjördís Tobíasdóttir, íbúi í Geldingaholti 1 í Skagafirði, missti nánast allar sínar eigur þegar húsið brann í gær. Tilkynnt var um eld í húsinu upp úr klukkan hálffimm í gær, en talið er að hann hafi kviknað í þegar verið var að leggja nýtt inntak fyrir heitt vatn í húsið. Formleg rannsókn á upptökum eldsins stendur ný yfir.
Meira

THE ONE MOMENT / OK Go

Hljómsveitin OK Go, sem ættuð er frá Chicago en gerir nú út frá Los Angeles, hefur ekki beinlínis tröllriðið vinsældalistum heimsins. Og þrátt fyrir að rokktónlist þeirra sé oft á tíðum hin áheyrilegasta þá eru það í raun myndböndin sem þeir gera við lögin sín sem vekja mesta athygli.
Meira

Aðventuhátíð á Blönduósi

Aðventuhátíð verður haldin í Blönduósskirkju fyrir allar sóknir Þingeyraklaustursprestakalls næstkomandi sunnudag, sem er sá annar í aðventu. Athöfnin hefst klukkan 16:00 og er lofað glæsilegri dagskrá í tali og tónum.
Meira

Íbúðarhús í Geldingaholti eyðilagðist í bruna

Íbúðarhús í Geldingaholti í Skagafirði er rústir einar eftir að eldur kviknaði þar í dag. Talið er að glóð hafi kviknað þegar starfsmenn Skagafjarðarveitna voru við vinnu vegna nýs inntaks fyrir heitt vatn í húsið. Slökkviliði Skagafjarðar barst útkall klukkan 16:39 í dag. Slökkvistarf hefur reynst erfitt og er stendur enn yfir.
Meira

Jónína Guðrún 100 ára

Sagt er frá því á vefsíðu Skagastrandar að Jónína Guðrún Valdimarsdóttir frá Kárastöðum, nú búsett á Skagaströnd, hafi orðið 100 ára í gær, 29. nóvember.
Meira