Fréttir

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018

Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University. Áskell Heiðar hefur skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum t.d. tónlistarhátíðina Bræðsluna, auk þess að stýra Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. sumar. Þá kennir hann einnig viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.
Meira

Litur ársins 2017 er hressandi og endurnærandi!

Græni liturinn „Greenery“ hefur verið valinn litur ársins, mér til mikillar ánægju. Þetta er einn af mínum uppáhalds, ekki endilega í fatavali, heldur frekar svona andlega. Grænn er litur náttúrunnar, táknar vöxt, sátt, ferskleika og frjósemi og kannski ekki skrítið að þessi litur minnir mig alltaf á sumrið, já elsku sumarið. Það er því um að gera að vefja þessum lit utanum sig á dimmum dögum til að lífga aðeins upp á skammdegið.
Meira

María óheppin í svigkeppni dagsins

Í dag keppti María Finnbogadóttir í svigi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana en var óheppin og lauk ekki keppni. Félagar hennar, Katla Björg Dagbjartsdóttir, varð hins vegar í 18.sæti með tímann 1:55.28 og Harpa María Friðgeirsdóttir í því 26. með tímann 2:01.42. Sigurvegari dagsins var Nika Tomsic frá Slóveníu með tímann 1:48.64.
Meira

Félagsvist í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki

Munið spilin í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki sunnudaginn 19. febrúar kl. 15:15. Verðlaun og kaffiveitingar. Aðgangseyrir er kr. 1500 og rennur til söfnunar fyrir bættu aðgengi í safnaðarheimilinu. Kort ekki tekin. Feykir hvetur alla til að mæta og styðja gott málefni.   
Meira

Verðlaunahafar í Grunnskólanum austan Vatna - Íþróttamiðstöð á Hólum og á Hofsósi

Nemendur 8. - 10. bekkjar í Grunnskólanum austan Vatna tóku nýlega þátt í verkefni sem ber yfirheitið Landsbyggðarvinir. Verkefnið miðar að því nemendur leiti leiða til að efla og styrkja heimabyggð sína með því að leggja fram sínar eigin hugmyndir, tillögur til úrbóta, fylgja þeim eftir og framkvæma.
Meira

Milljarður rís 2017

Dansbylting UN Women verður í Félagsheimilinu Hvammstanga 17. febrúar kl. 12-13. Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum! Í ár er heiðruð minning Birnu Brjánsdóttur.
Meira

Messa í Glaumbæjarkirkju 19. febrúar kl. 11:00

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu um messu í Glaumbæjarkirkju nk. sunnudag að nafn mánaðarins misritaðist.
Meira

Rumba í lok mánaðar

Þriðjudaginn 7. febrúar sl. komu sextán félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar sem stóð yfir í 25 mínútur. Farið var yfir veðurspá janúarmánaðar. Snjór var heldur fyrr á ferðinni en reiknað var með, en kom engu að síður þannig að ágæt sátt var um spána. Nýtt tungl kviknaði 28. jan. í NV og er það ráðandi fyrir veðurfar í þessum mánuði. Síðan kviknar nýtt tungl 26. febrúar í S. og er góutungl. Nokkrir draumar klúbbfélaga benda til þess að veður í febrúar verði svipað og það var í janúar. Vindar blási úr öllum áttum og hitastig verði hátt miðað við árstíma. Í lok mánaðar má gera ráð fyrir einhverri rumpu, sem þó stendur stutt.
Meira

„Ég hef ekkert vit á stuðtónlist“ / SVAVAR KNÚTUR

Það er söngvaskáldið Svavar Knútur sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið, búsettur í Reykjavík og fæddur árið 1976. „Ég ólst upp í Sléttuhlíðinni, á bænum Skálá, þar sem foreldrar mínir voru bændur. Mamma starfaði líka sem kennari og pabbi sem sjómaður frá Siglufirði,“ segir hann og bætir við að helstu hljóðfærin sem hann spilar á séu gítar, ukulele og píanó, „... en ég gríp í önnur hljóðfæri ef ég er beðinn fallega.“
Meira

Tvær nýjar útgáfu frá Þ Kollektiv

Þann fyrsta þessa mánaðar kynnti hið húnvetnska útgáfufélag Þ Kollektiv sína fimmtu og sjöttu útgáfu með efni frá tveimur hljómsveitum. Í þetta skiptið er leitað langt út fyrir landsteinana, því að sveitirnar koma ala leið frá Hollandi og Indónesíu. Um er að ræða Zweite Tafelmusik efitr Larmschutz og Þolarity eftir Bottlesmoker. Hægt er að nálgast útgáfurnar frítt á heimasíðu og Bandcamp síðu Þ Kollektiv.
Meira