Fréttir

Markvissmenn á þjálfaranámskeiði

Dagana 17.-20. nóvember fór fram hér á landi þjálfaranámskeið í skammbyssu og riffilgreinum á vegum Skotíþróttasambands Íslands og Alþjóða skotíþróttasambandsins ISSF.
Meira

Gæsin Blanda skilaði sér til Skotlands

Á vefnum Húnahornið hefur að undanförnu verið fylgst með afdrifum gæsarinnar Blöndu, sem merkt var á Blönduósi í sumar og fékk gervihnattasendi. Hafði Jón Sigurðsson óttast að einhver ólánssamur veiðimaður hefði slysast til að skjóta hana.
Meira

Efnilegir, góðir og meistarar verðlaunaðir hjá UMSS

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttaráðs UMSS 2016 var haldin hátíðleg sl. laugardag þar sem veitt voru verðlaun fyrir árangur ársins ásamt því að velja frjálsíþróttamann og konu ársins sem og að verðlauna unga og efnilega iðkendur, pilt og stúlku.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbsins um næstu helgi

Einn af þeim skemmtilegri viðburðum sem náð hafa að festa sig í sessi fyrir jól Skagfirðinga er jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks. Sem fyrr býður klúbburinn Skagfirðingum að koma í íþróttahúsið á Sauðárkróki í stórveislu nk. laugardag.
Meira

Heitavatnslaust á Víðigrundinni

Kominn er upp leki í heita vatninu á Víðigrundinni á Sauðárkróki. Vegna þess þarf að loka fyrir heita vatnið meðan á viðgerð stendur. Íbúar eru beðnir að sýna biðlund meðan gert er við, truflanir geta orðið eitthvað fram eftir degi.
Meira

Í nógu að snúast hjá Skagfirðingasveit

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga en meðal verkefna var að aðstoða við gámaflutningavagn, fylgja sjúkrabíl í ófærð og leita að rjúpnaskyttu.
Meira

Hækkunum hafnað af Blönduósbæ

Byggðaráð Blönduósbæjar fjallaði fundi í síðustu viku um hækkun launa kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum, sem er tilkomin vegna ákvörðunar kjararáðs þann 29. október síðastliðinn um hækkun þingfararkaups um 44%.
Meira

Roam Like Home í Skandinavíu og ótakmörkuð símtöl til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada

Íslenska fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á „Roam Like Home“ í Skandinavíu og ótakmörkuð símtöl til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada frá og með deginum í dag.
Meira

Vonskuveður olli vandræðum

Á föstudaginn var greint frá því á vef Húnahornsins að veturinn væri mættur í Húnavatnssýslur og líklega kominn til að vera. Þar var, eins og víða annars staðar, vonskuveður á fimmtudaginn og einnig á föstudag.
Meira

Króksarinn Atli Arnarson genginn til liðs við ÍBV

Fótbolti.net segir frá því að úrvalsdeildarlið ÍBV hefur fengið Króksarann og miðjumanninn Atla Arnarson til liðs við sig frá Leikni Reykjavík. Samningur Atla við Leikni rann út í síðasta mánuði en hann hefur nú gert tveggja ára samning við ÍBV.
Meira