Fréttir

Peningagjöf vegna lyftu í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju

Á fimmtudagskvöldið var hin árlega aðventugleði Sjálfsbjargar haldin í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Við það tækifæri afhenti Sjálfbjörg peningagjöf vegna lyftu sem stendur til að koma upp í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir aðgengismál.
Meira

Unnið að fullnaðarhönnun áfanga A við Sundlaug Sauðárkróks

Sagt var frá því á dögunum að breyting yrði gerð á framkvæmdaáætlun hjá Svf. Skagafirði þannig að 140 milljónir króna yrðu fluttar af framkvæmdum við sundlaug á Sauðárkróki yfir á nýtt verkefni, gervigrasvöll á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Aðaluppdrættir liggja nú fyrir og er verkfræðihönnun því komin á fullt skrið með betrumbætta sundlaug.
Meira

Contalgen Funeral með nýja plötu

Skagfirska hljómsveitin Contalgen Funeral er ekki dauð úr öllum æðum en nýr diskur er komin út hjá sveitinni sem ber heitið Good Times. Þetta er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar en einnig hefur ein smáskífa fengið að fljóta á öldum ljósvakans.
Meira

Skál dalsins

Feykir rakst á forvitnilega færslu á Fésbókinni þar sem sagt er frá Skagfirðingi sem kom inn í verslun til að kaupa sér jakka. Það í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi nema að þegar hann var búinn að ljúka kaupunum kvaddi hann með orðunum „Skál dalsins!“. Var sagt að það væri frasi úr Austurdal í Skagafirði, þaðan sem maðurinn er.
Meira

Af ljósakrossum í Sauðárkrókskirkjugarði

Á aðventunni er góður og fallegur siður að tendra ljós á leiðum ástvina og er það hjá mörgum mikilvæg hefð í aðdraganda jólahátíðarinnar. Snemma í haust tók sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju þá ákvörðun að fela Kiwanisklúbbnum Drangey að annast uppsetningu og bera ábyrgð á lýsingu í kirkjugarðinum á Nöfunum. Fyrir því voru nokkrar ástæður sem rétt er gera grein fyrir.
Meira

Jólahúnar komu tónleikagestum í jólaskap

Á Húnahorninu er haft eftir Jólahúnum að tónleikarnir hafi allstaðar gengið vel og viðtökur verið afskaplega góðar. Til marks um ánægju tónleikagesti hafi þeir fengið óspart hrós og hamingjuóskir og eru þeir mjög þakklátir fyrir það. Aðsókn var með ágætum og má nefna að um 180 tónleikagestir mættu á tvenna tónleika á Laugarbakka.
Meira

Þingmaður í kasti

Sigrún Gróa Gunnsteins hringdi í Dreifarann snemma á mánudagsmorgni og það er óhætt að segja að hún hafi haft eitt og annað á hornum sér. Sigrún Gróa vann við skrifstofustörf síðustu árin úti á vinnumarkaðnum en var áður verkstjóri í Vinnuskólanum. „Það var nú meira letiliðið í þessum Vinnuskóla,“ segir Gróa og bætir við: „Þessir krakkar halda allir að þeir hafi fæðst með silfurskeið í hendinni. Þetta var ekki svona þegar ég var að alast upp.“
Meira

Framkvæmdir á Tyrfingsstöðum

Fornverkaskólinn, sem er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Tréiðnaðardeildar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, er enn að starfa á Tyrfingsstöðum á Kjálka þótt langt sé liðið á árið. Þar standa nú yfir framkvæmdir en nú á að ljúka við suðurþil baðstofunnar og leggja gólf í hana.
Meira

Rabb-a-babb 141: Sigríður Kristín

Nafn: Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir. Árgangur: 1956. Hvað er í deiglunni: Vinna og aftur vinna! Og skriftir í hjáverkum. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Hárgreiðslan hennar systur minnar sem ég var í laumi hund-óánægð með. Hún setti rúllur í hárið á mér og túberaði það og mér fannst það kellingarlegt, vildi slöngulokka. En vildi ekki særa stóru systur.
Meira

Fjölnet útvíkkar starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu

Lögmenn Sundagörðum hafa samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfis fyrirtækisins. Fjölnet mun sjá um alhliða tölvuþjónustu fyrir fyrirtækið og fær starfsfólk einnig aðgang að þjónustuborði Fjölnets.
Meira