Fréttir

Lagfærð tímasetning á aðventutónleikum Jólahúna

Í frétt sem segir frá aðventutónleikaröð Jólahúna og hefst á Skagaströnd þann 2. desember, slæddist inn lítil villa sem rétt er að leiðrétta. Tónleikarnir sem verða á Laugabakka 4. desember hefjast klukkan 17:00 en ekki 16:30 eins og áður hafði verið ritað.
Meira

Þetta eru alltaf sömu vonbrigðin

Elliði Guðjónsson grunnskólakennari setti sig í samband við Dreifarann í gær og er óhætt að fullyrða að hljóðið hafi verið þungt í honum. „Já ég skal nú segja þér það að maður er orðinn langþreyttur á þessu ástandi. Þetta dregur mann bara niður í svartnættið og af og til, af og til sjáðu, hefur verið ljós í myrkrinu en svo hverfur það bara eins og dögg fyrir sólu,“ segir Elliði.
Meira

Furðar sig á málflutningi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Bergmann Guðmundsson kennari við Árskóla á Sauðárkróki og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra furða sig á málflutningi Sambands íslenskra sveitarfélaga í miðjum kjaraviðræðum en sambandið gaf út yfirlýsingu fyrr í vikunni m.a. um að byrjunarlaun grunnskólakennara hafi hækkað sem nemur um 34% í síðustu samningum.
Meira

Ekkert gerist af sjálfu sér

Skíðasvæðið í Tindastól ásamt Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði efndu til hádegisfundar í dag á Ólafshúsi á Sauðárkróki og ræddu um vetrarþjónustu í Skagafirði. Að sögn Viggós Jónssonar var vel mætt og góðar umræður sem fóru fram. Á fundinn mættu m.a. Hjalti Páll Þórarinsson frá Markaðsstofu Norðurlands, Sigríður Sigurðardóttir safnvörður í Glaumbæ, Friðleifur E. Guðmundsson frá Eleven Experiens á Deplum og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli, sem öll ræddu um ferðamanninn og vetrartímann.
Meira

Kennarar fá stuðningsyfirlýsingu frá nemendum sínum

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki mættu í Ráðhús sveitarfélagsins í morgun og afhentu Herdísi Sæmundardóttur fræðslustjóra stuðningsyfirlýsingu þeirra við kennara og kjarabaráttu þeirra. Báðu þeir um að bréfinu yrði komið áfram til kjaranefndar sveitarfélaganna.
Meira

Þekktir rithöfundar lesa upp úr bókum sínum í Safnahúsinu í kvöld

Í kvöld 23. nóvember klukkan 20 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Fjórir rithöfundar koma í heimsókn og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Arnar Már kemur í stað Bjartmars.
Meira

Landnámsskáli Helga nafars á Stóra-Grindli?

Í Jólablaði Feykis segir Hjalti Pálsson byggðasöguritari frá merkum fornminjum sem fundust í Fljótum síðast liðið sumar og veltir því upp hvort um landnámsskála Helga nafars á Stóra-Grindli sé að ræða.
Meira

Jólablað Feykis kemur út í dag

Brakandi fínt Jólablað Feykis kemur út í dag en þar kennir ýmissa grasa. Blaðinu verður dreift frítt inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Rósu Guðmundsdóttur í Goðdölum, Pawel Mickiewicz á Blönduósi, Pálu Kristínu Bergsveinsdóttur brottfluttan Króksara, Caroline Kerstin Mende eða Karólínu í Hvammshlíð, Sólveigu Birnu Halldórsdóttur í Afríku, en aðalviðtalið er að þessu sinni við þau Sigríði Gunnarsdóttur sóknarprest á Sauðárkróki og Þórarinn Eymundsson margfrægan hestamann.
Meira

Röng jóladagskrá í Sjónhorninu

Þau leiðu mistök urðu við gerð nýjasta Sjónhornsins að í miðopnu blaðsins prentaðist tveggja ára gömul jóladagskrá fyrir Skagafjörð í stað nýrrar. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en gengið hafði verið frá um helmingi upplagsins og því munu Húnvetningar og Skagfirðingar utan Sauðárkróks fá þessa röngu dagskrá í hendur og eru þeir beðnir afsökunar á því.
Meira

Skipt um peru með dróna – Myndband

Lionsklúbbur Sauðárkróks stendur fyrir sinni árlegu perusölu um næstu helgi í anddyri Skagfirðingabúðar þar sem ýmsar gerðir af perum verða boðnar falar. Verkefnið er göfugt þar sem allur ágóði rennur til góðgerðarmála í heimabyggð.
Meira