Fréttir

Gísli á Uppsölum kemur á Krókinn

Leikferð Kómedíuleikhússins með hið vinsæla leikrit Gísli á Uppsölum heldur áfram út árið og nú er sýningin væntanleg á Sauðárkrók. Verður sýnt þar á sunnudaginn eftir viku.Er þetta önnur leikferðin á Norðurland.
Meira

Um kjarabaráttu kennara

Kennarar standa í kjarabaráttu. Í gegnum tíðina hefur það komið illa við samfélagið þegar kennarar berjast fyrir sínum kjaramálum og skildi engan undra, kennarar koma við sögu á mörgum heimilum og eru oft mikilvægar persónur í daglegu lífi margra fjölskyldna.
Meira

Bragðsterkir og einfaldir réttir

Erla Jónsdóttir og Jóhann Ingi Ásgeirsson frá Kambakoti í fyrrum Vindhælishreppi voru matgæðingar vikunnar í 32. tölublaði Feykis árið 2012. „Hérna koma mjög bragðsterkir og einfaldir réttir, það fer lítill tími í matreiðsluna sem er e-ð sem hentar mér mjög vel að minnsta kosti,“ sögðu þau Erla og Jóhann um uppskriftirnar sínar.
Meira

Stólarnir með stjörnuleik gegn Stjörnunni í Ásgarði

Leik Stjörnunnar og Tindastóls var frestað vegna ófærðar á fimmtudaginn en strákarnir héldu ákveðnir af stað suður í gær og þrátt fyrir þjálfaraskipti, splunkunýjan Kana og eitt sprungið dekk þá stigu þeir heldur betur upp í Ásgarði Garðbæinga og hirtu bæði stigin í hörkuleik gegn Stjörnumönnum sem höfðu unnið alla sína leiki fram að þessum. Lokatölur 83-91.
Meira

Af jólageitum og smelludólgum

Nú hefur reiða konan rasað út og skilningsríki maðurinn talað og mál að taka upp léttara hjal. Reyndar hef ég verið hugsi yfir af hverju allir eru svona reiðir á samfélagsmiðlum sem raun ber vitni. Erum við ef til vill meira reið og látum allt fara í taugarnar á okkur af því það er svo auðvelt að vera reiður á samfélagsmiðlum? Sjálf hef ég staðið mig að hvoru tveggja, að vera reiða konan og reita saklaust fólk til reiði. Og þarf nú kannski ekki mikið til. Ég hef stundum óþarflega kaldhæðinn húmor og það eitt og sér hefur reitt fólk til reiði. Jafnvel fyrir daga samfélagsmiðlanna.
Meira

Fegursta útsýni veraldar

Heimurinn er ótrúlega stór, svo merkilega stór. Bara landið okkar er svo hrikalega stórt að engum manni myndi nokkurn tíma endast ævin til að kynnast öllum þess leyndardómum. Hvað þá plánetan öll, svo sneisafull af undrum, hvort sem þau eru náttúruleg, manngerð eða bara mannleg. Það er svo endalaust margt að sjá og upplifa í þessum heimi að stundum svimar mig af tilhugsuninni, eins og þegar ég geng inn í bókabúð eða tónlistarbúð og horfi á allt úrvalið af mannsins sköpun, öllum þessum sögum, öllum þessum söngvum. Þá fyllist ég stundum svo gríðarlegri lotningu og vanmáttarkennd að ég hef hreinlega hrökklast öfugur út.
Meira

Bolir fyrir þá sem lifa það af að keyra Vatnsnesveg

Selasetrið á Hvammstanga hefur látið framleiða boli með nýstárlegri merkingu, til minningar fyrir þann sem keyrir Vatnsnesveg og lifir það af. I survived road 711, stendur framan á bolnum sem má á íslensku útleggja sem Ég lifði það af að keyra Vatnsnesveg.
Meira

María og Laufey á úrtaksæfingar

Tvær Tindastólsstúlkur verið boðaðar á úrtaksæfingar á vegum KSÍ um helgina. Þetta eru þær María Dögg Jóhannesdóttir sem hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U16 og svo Laufey Harpa Halldórsdóttir sem hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U17 í fótboltanum.
Meira

Samgöngumál fyrirferðarmikil

Samgöngumál voru sem fyrr fyrirferðarmikil í umræðunni á ársþingi SSNV sem haldið var í október. Var ályktað um vegasamgöngur, almenningssamgöngur og netsamgöngur á þinginu.
Meira

Ást, afbrýði, ágirnd

Ástin leiðir fólk oft til ótrúlegra afreka en svo getur hún leitt fólk í ógöngur. Þegar svo afbrýði og ágirnd spilar inn í sömu sögu getur það leitt fólk til að fremja óhæfuverk. Þegar þetta kemur allt saman og kristallast í einni sögu geta afleiðingarnar orðið svo magnaðar að sagan lifir með þjóðinni og hægt er að segja söguna út frá mörgum sjónarhornum. Í mínum huga er ekki vafi að samspil þessara þátta var orsök ágæfuverkanna á Illugastöðum, þá Natan Ketilsson var myrtur, sem síðan leiddi til aftökunnar á Þrístöpum 1830.
Meira