Fréttir

Fulltrúar Protis í föruneyti forsetans í Danmörku

Skagfirska líftæknifyrirtækinu Protis var boðið að taka þátt í fyrstu opinberu heimsókn Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessonar, til Danmerkur á dögunum. Það voru þær Laufey Skúladóttir markaðs- og sölustjóri FISK Seafood og Íris Björk Marteinsdóttir sölu- og gæðastjóri Protis sem fóru sem fulltrúar fyrirtækisins. Var þeim boðið að taka þátt í dagskrá tengdri heimsókninni. „Það er mikill heiður fyrir Protis að vera boðið að taka þátt í stórum viðburði af þessu tagi og viðurkenning á starfinu sem unnið er hérna á Sauðárkróki,“ sagði Laufey í samtalið við Feyki.
Meira

112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Á morgun, laugardaginn 11. febrúar, er 112 dagurinn. Á Blönduósi og Hvammstanga verða viðbragðsaðilar með dagskrá í tilefni dagsins.
Meira

Frábær aðsókn á þorrablót á Skagaströnd

Metaðsókn var á þorrablót sem haldið var í Fellsborg á Skagaströnd á laugardaginn var. Að vanda var það kvenfélagið á staðnum sem hafði veg og vanda af blótinu en hópur áhugafólks sá um skemmtiatriði sem voru bæði leikin og sungin.
Meira

María Finnbogadóttir á Vetrarólympíuhátíð

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Ísland á sem fyrr keppendur á leikunum, nú í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti. Keppendur á leikunum eru á aldrinum 14 til 18 ára, þátttökuþjóðir eru 34 og þátttakendur eru um 1200. Meðal keppenda er Skagfirðingurinn María Finnbogadóttir sem keppir í Alpagreinum.
Meira

Ný og betri Rótarýklukka á Flæðunum

Glöggir íbúar Sauðárkróks sem átt hafa erindi eftir Skagfirðingabrautinni nú í vikunni hafa kannski tekið eftir að búið er að skipta út Rótarýklukkunni ágætu sem sýnt hefur tíma og hitastig síðustu árin. Nýja klukkan er að sjálfsögðu fullkomnari en sú gamla.
Meira

Unglingaflokkur Tindastóls leikur til úrslita í Maltbikarnum

Drengirnir í unglingaflokki karla hjá Tindastól standa í eldlínunni í Laugardalshöllinni nk. sunnudag þar sem þeir leika til úrslita í Maltbikarnum gegn KR. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur á RÚV. Undanúrslit meistaraflokka karla og kvenna fóru fram í gær og fyrradag og fara úrslitaleikirnir fram á morgun. Í dag fara fram tveir leikir, 10. flokkur stúlkna og drengjaflokkur og á sunnudaginn 9. flokkur drengja, 10. flokkur drengja, unglingaflokkur kvenna, unglingaflokkur karla og 9. flokkur stúlkna.
Meira

Ung-messa á sunnudaginn

Á sunnudaginn er boðið til léttrar kvöldmessu, svokallaðrar ung-messu, í Sauðárkrókskirkju. Í messunni verða ungmenni í öllum aðalhlutverkum. Um tónlistarflutning sjá Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur og Róbert Smári Gunnarsson ásamt Rögnvaldi Valbergssyni.
Meira

Ódýrari skólamáltíðir og síðdegisvistun í Skagafirði og í Húnaþingi vestra

Í síðustu viku greindi feykir.is frá nýlegum samanburði ASÍ á gjaldskrá leikskólanna í stærstu sveitarfélögum landsins. Könnunin náði einnig til gjaldskrár fyrir skólamáltíðir og síðdegisgæslu og útkoman hjá Sveitarfélaginu Skagafirði var einnig jákvæð hvað það snerti.
Meira

Leitað að efni í Húnavöku

Ritnefnd Húnavöku hefur sent frá sér tilkynningu þar sem minnt er á skilafrest efnis í næstu Húnavöku. Efnið getur til dæmis verið ferðasaga, frásögn um dvöl í ókunnu landi, smásaga, kveðskapur, frásögn eða almennur fróðleikur.
Meira

Stéttarfélög bjóða á námskeið

Í nýjum námsvísi Farskólans kemur fram að ýmis stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum á námskeið. Þannig bjóða Stéttarfélögin Kjölur, Samstaða og SFR félagsmönnum sínum á þrjú námskeið. Þar er um að ræða skrautskriftarnámskeið, ræktun kryddjurta og ræktun matjurta.
Meira