Fréttir

Mótmæla niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017 en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi hennar í síðustu viku eftir að bókun atvinnu- menningar- og kynningarnefndar var borin upp. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks.
Meira

100 þúsund krónur í jólaaðstoð

Í gær var fyrsti sunnudagur í aðventu og af því tilefni voru haldnar hátíðarmessur víða í kirkjum landsins. Á Sauðárkróki var messað klukkan tvö og eftir athöfn var öllum boðið í kaffi og jólaaðstoðinni færður styrkur.
Meira

Hátíðarstemning þegar kveikt var á jólaljósunum

Það var hátíðarstemning á Sauðárkróki þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi sl. laugardag. Veðrið var prýðisgott, logn og örlítið frost enda fjölmennti fólk á torgið og skemmti sér vel.
Meira

Skáldið frá Uppsölum fer víða í nýrri ljóðabók - Myndband

„Ég sef ekki í draumheldum náttfötum“ er fjórða ljóðabók Eyþórs Árnasonar frá Uppsölum í Skagafirði. Í þessari bók fer hann um og skoðar ýmsar styttur og minnismerki. Bregður sér auðvitað norður í land, lítur við í Vatnsdal, stoppar á Vatnsskarði og hugar að Konráði frænda á Löngumýri. Fer svo suður aftur og endar á bekk við Tjörnina en þar situr Tómas Guðmundsson alla daga og fylgist með borginni sinni. Síðan eru inn á milli í bókinni tímalausir draumar um allt og ekkert.
Meira

Hátíðarmessa og kaffiboð

Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu sem markar upphaf jólaföstunnar og er jafnframt fyrsti dagur kirkjuársins. Í tilefni þessa verður haldin gæðastund fyrir börn og fullorðna í Sauðárkrókskirkju og hátíðarmessa kl. 14:00. Í hátíðarmessunni leiðir kirkjukórinn söng en sungnir verða fallegir aðventusálmar og fermingarbörn ætla að lesa ritnigarlestra. Eftir messu býður Kvenfélag Skarðshrepps til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu.
Meira

Að vera barn

Síðastliðin ár hef ég verið svo heppin að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með börnum á fjölbreyttum vettvangi. Ég hef þjálfað börn á aldrinum 3-15 ára í íshokkí, séð um styrktarþjálfun hjá sama aldri, auk þess hef ég tekið að mér að þjálfa fötluð börn í sundi. Í dag er ég í fullu starfi sem íþróttafræðingur á leikskólanum Holtakot á Álftanesi. Þar sé ég um íþróttir og sundkennslu nemenda. Þessi fjölbreytilegi starfsvettvangur hefur oft fengið mig til að leita svara við einni spurningu; „Hvað er að vera barn?“
Meira

Pétur með sigurkörfu á næst síðustu sekúndunni

Tindastólsmenn fögnuðu sætum sigri í Þorlákshöfn í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í Þór í áttundu umferð Dominos-deildarinnar. Leikurinn var allan tímann fjörugur og spennandi og úrslitin réðust í blálokin þegar Pétur Birgis setti ískaldur niður flauelsþrist þegar 1,4 sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur 92-95 fyrir Tindastól.
Meira

Best eru jólalögin sungin af börnum – þau kalla fram allt það besta í okkur / PÁLÍNA FANNEY

Jóla Tón-lystinni að þessu sinni svarar Pálína Fanney Skúladóttir frá Laugarbakka en hún starfar sem organisti og kórstjóri. Pálína er fædd á Fljótsdalshéraði viku áður en Bítlarnir hófu upptökur á plötu sinni, Help. Spurð út í tengsl við Norðurland vestra segir hún: „Ég á engar ættir að rekja hingað í Húnavatnssýslur né í Skagafjörð. Hef samt búið eitt ár í Varmahlíð ´90 - ´91 og þykir síðan mjög vænt um Skagafjörð og finn alltaf fyrir notalegri tengingu þangað. Ég hef búið 16 ár í Húnaþingi vestra og ekki laust við að ég sé orðinn þó nokkur Húnvetningur þó ræturnar séu fyrir austan.“ Aðalhljóðfæri Pálínu er kirkjuorgel en hún spilar líka á píanó og lærði söng, kórstjórn og fleira sem snýr að kirkjutónlistarnámi.
Meira

Síðasta norska jólatréð

Búast má við að íslenskt jólatré muni taka sæti þeirra norsku sem hingað til hafa glatt íbúa Skagafjarðar í áratugi. Vakið hefur athygli að vinabær Svf. Skagafjarðar, Kongsberg, hefur tilkynnt að ekki komi fleiri jólatré þaðan frá og með árinu 2017.
Meira

Allt að komast í jólagírinn

Í morgun fór fram hin árlega friðarganga Árskóla á Sauðárkróki þar sem nemendur og kennarar mynduðu mannlega keðju upp Kirkjustíginn. Friðarljós er látið ganga á milli nemenda sem að endingu nær upp að krossi sem þá upplýsist. Á morgun verða svo jólaljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki og hefst sú athöfn klukkan 15:30.
Meira