Fulltrúar Protis í föruneyti forsetans í Danmörku
feykir.is
Skagafjörður
10.02.2017
kl. 17.00
Skagfirska líftæknifyrirtækinu Protis var boðið að taka þátt í fyrstu opinberu heimsókn Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessonar, til Danmerkur á dögunum. Það voru þær Laufey Skúladóttir markaðs- og sölustjóri FISK Seafood og Íris Björk Marteinsdóttir sölu- og gæðastjóri Protis sem fóru sem fulltrúar fyrirtækisins. Var þeim boðið að taka þátt í dagskrá tengdri heimsókninni. „Það er mikill heiður fyrir Protis að vera boðið að taka þátt í stórum viðburði af þessu tagi og viðurkenning á starfinu sem unnið er hérna á Sauðárkróki,“ sagði Laufey í samtalið við Feyki.
Meira
