Mótmæla niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta
feykir.is
Skagafjörður
28.11.2016
kl. 09.38
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017 en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi hennar í síðustu viku eftir að bókun atvinnu- menningar- og kynningarnefndar var borin upp. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks.
Meira