Fréttir

Svínavatn 2017

Ísmót verður haldið á Svínavatni í A-Hún. laugardaginn 4. mars nk. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.
Meira

Níundi tími leikskólanna í Skagafirði lægstur

Öll stærstu sveitarfélög landsins nema Mosfellsbær hafa hækkað leikskólagjaldskrár sínar frá því í upphafi árs 2017 að því er fram kemur í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Mesta hækkunin er í Reykjavík, sem rekja má til ríflega fjórðungs hækkunar á fæðisgjaldi. Gjald fyrir átta tíma leikskólavistun með fæði er lægst á Seltjarnarnesi og í Reykjavík en hæst í Vestmannaeyjum og Garðabæ.
Meira

VR nýr viðskiptavinur Fjölnets

VR samdi nýverið við Fjölnet um hýsingu á afritunarlausnum félagsins. VR var stofnað 1891 af launþegum og atvinnurekendum í verslunarstétt sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og varð hreint launþegafélag 28. febrúar 1955. Nafni félagsins var breytt í VR á aðalfundi 26. apríl 2006
Meira

Fríða Eyjólfsdóttir nýr blaðamaður Feykis

Búið er að ráða Fríðu Eyjólfsdóttur í stöðu blaðamanns Feykis sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skömmu. Alls sóttu níu manns um stöðuna, þrír karlmenn og sex konur.
Meira

Mamma mia í Varmahlíðarskóla

„Þetta var bara eins og á Stuðmannaballi í gamla daga“ heyrðist einn ánægður áhorfandinn segja í troðfullum Miðgarði nú fyrir skömmu þegar eldri bekkir Varmahlíðarskóla héldu sína árlegu árshátíð.
Meira

Frábær liðssigur Tindastólsmanna

Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi. Það var skarð fyrir skildi að í lið Stólanna vantaði Chris Caird, sem á í hnémeiðslum, og óttuðust sumir stuðningsmanna liðsins hið versta, enda spilamennskan ekki verið upp á það besta í janúar. Lið Tindastóls spilaði hins vegar hörku vörn allan leikinn og uppskar á endanum sanngjarnan sigur. Lokatölur 86-77.
Meira

Hildur Magnúsdóttir frumkvöðull mánaðarins

Atvinnumál kvenna og Svanni-lánatryggingasjóður hefur útnefnt Hildi Magnúsdóttur, frumkvöðul og stofnanda Pure Natura á Sauðárkróki, frumkvöðul febrúarmánaðar. Pure Natura var stofnað í september 2015 og framleiðir vítamín og fæðubótarefni úr innmat og kirtlum úr íslensku sauðfé í bland við villtar íslenskar jurtir.
Meira

Hafnaði í 4.-5. sæti í forkeppni Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði

Alls tóku 180 nemendur þátt í keppninni og fimmtán stigahæstu keppendurnir komast áfram í úrslitakeppni. Fulltrúi FNV í keppninni var Mikael Snær Gíslason. Hann hafnaði í 4.-5. sæti og kemst þar með áfram í úrslitakeppnina. Frá þessu er sagt á vef FNV.
Meira

Kindur sóttar á Hvammsdal

Það heyrir til tíðinda þegar fé er heimt af fjalli í lok janúar. Nýlega sagði Feykir frá því að smalað hefði verið í Vesturfjöllunum svokölluðu í Skagafirði. Í mánudaginn fór svo vaskur hópur austan Vatna manna ásamt tveimur hundum á Hvammsdal og sótti þangað þrjár kindur.
Meira

Nýi Edduverðlaunagripurinn smíðaður í FNV

Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís í gær. Þar var einnig frumsýnd ný Eddu-verðlaunastytta. Gripurinn er smíðaðar í málmiðnadeild FNV en hönnuð af Árna Páli Jóhannessyni.
Meira