Burðarþol ábótavant og of mikill þungi vagnlestar er brú yfir Vatnsdalsá hrundi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.11.2016
kl. 09.14
Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf, í upphafi vikunnar, út skýrslu um atvik sem átti sér stað er brú yfir Vatnsdalsá við bæinn Grímstungu hrundi undan þunga vörubifreiðar með festivagn. Rannsókn málsins leiddi í ljós að þungi vagnlestarinnar var vel yfir leyfðri heildarþyngd ökutækja á brúnni. Við rannsóknina komu einnig í ljós ýmsir annmarkar á öryggismálum og gerir nefndin þrjár tillögur í öryggisátt sem birtar eru í skýrslunni.
Meira