Fréttir

Burðarþol ábótavant og of mikill þungi vagnlestar er brú yfir Vatnsdalsá hrundi

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf, í upphafi vikunnar, út skýrslu um atvik sem átti sér stað er brú yfir Vatnsdalsá við bæinn Grímstungu hrundi undan þunga vörubifreiðar með festivagn. Rannsókn málsins leiddi í ljós að þungi vagnlestarinnar var vel yfir leyfðri heildarþyngd ökutækja á brúnni. Við rannsóknina komu einnig í ljós ýmsir annmarkar á öryggismálum og gerir nefndin þrjár tillögur í öryggisátt sem birtar eru í skýrslunni.
Meira

Ungir listamenn fá að mála í Gúttó

Listafólk í Sólon Myndlistarfélagi á Sauðárkróki ætlar að vera með opna vinnustofu fyrir börn í Gúttó nk. sunnudag þar sem krökkum á öllum aldri verður boðið upp á að mála sín eigin listaverk með akríl á grunnaðar masónítplötur.
Meira

„Orð mín slitin úr samhengi,“ segir sveitarstjóri

„Enginn stuðningur frá sveitarstjóra er sú staðreynd sem meirihluti grunnskólakennara í Skagafirði upplifði í dag,“ segir á fésbókarsíðum margra grunnskólakennara í Skagafirði eftir að fjölmennur hópur þeirra afhenti Ástu Björgu Pálmadóttur, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, ályktun stjórnar Kennarasambands Norðurlands vestra um bætt kjör.
Meira

Samstaða og kærleikur á aðventutónleikum Jólahúna

Hópur sem kallar sig Jólahúna stendur fyrir aðventutónleikum í Húnaþingi vestra og Austur-Húnavatnssýslu, þar sem tónlistarmenn úr báðum héruðum leiða saman hesta sína á fernum tónleikum.
Meira

Hannes Pétursson heiðraður með fallegri hleðslu

Margir hafa veitt athygli fallegri skeifu sem nýlega var hlaðin skammt frá útsýnisskífu á Nöfunum ofan við Sauðárkróki. Skeifan er til heiðurs hinu merka skagfirska skáldi, Hannesi Péturssyni en hugmyndin fæddist hjá frænda hans Sigurði Svavarssyni, bókaútgefanda hjá Opnu bókaútgáfu.
Meira

Kaffihúsakvöld til styrktar UNICEF

Þróunarfélagsfræðihópur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ætlar að standa fyrir kaffihúsakvöldi til styrktar UNICEF næstkomandi fimmtudaginn 24. nóvember milli klukkan 20 og 22. Á dagskrá verða ýmis skemmtiatriði og Pub Quiz spurningaleikur.
Meira

Öflug útgáfustarfsemi hjá Sögufélagi Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga var haldinn á sunnudaginn. Að sögn Hjalta Pálssonar komu út tvær bækur á vegum félagsins á árinu 2015, annars vegar Skagfirðingabók og hins vegar Dagar handan við dægrin eftir Sölva Sveinsson, sem Hjalti segir að hafi hlotið mjög góðar viðtökur.
Meira

Greiðslustofa húsnæðisbóta formlega opnuð á Sauðárkróki

Greiðslustofa húsnæðisbóta var formlega opnuð á Sauðárkróki í gær. Greiðslustofan er til húsi á annarri hæð við Ártorg 1 og þar hafa verið ráðnir 14 starfsmenn í jafn mörg stöðugildi.
Meira

Málaferli vegna ófeðraðs barns á 17. öld

Á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember, klukkan 17:00 flytur dr. Lára Magnúsardóttir fyrirlesturinn Málaferli vegna ófeðraðs barns á 17. öld og heimildir um réttarfar. Undanfarna miðvikudaga hafa U3A, Sögufélagið Húnvetningur og Húnvetningafélagið í Reykjavík staðið fyrir fyrirlestrum í Húnabúð, sem staðsett er í Skeifunni í Reykjavík og er hann sá síðasti í þessari lotu.
Meira

Kynningarfundir um leiðsögunám á Norðurlandi vestra

„Nú verður gerð ný atlaga að því að koma í gang námskeiði í svæðisleiðsögn fyrir Norðurland vestra, sem myndi byrja í janúar 2017,“ segir í frétt frá Farskólanum og SSNV. Á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember, verða haldnir kynningarfundir um námið, sem hér segir:
Meira