Fréttir

Fjölnet útvíkkar starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu

Lögmenn Sundagörðum hafa samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfis fyrirtækisins. Fjölnet mun sjá um alhliða tölvuþjónustu fyrir fyrirtækið og fær starfsfólk einnig aðgang að þjónustuborði Fjölnets.
Meira

„Berlín var draumaborg okkar beggja“

Erla María Lárusdóttir ólst upp í sjávarþorpinu Skagaströnd en býr ný í milljónaborginni Berlín. Hún féll fyrir borginni eftir stutta dvöl þar á interrail ferðalagi um Evrópu og lét sig dreyma um að búa þar en lét ekki verða af því fyrr en fjórtán árum síðar. Nú hefur hún búið í Berlín í tvö ár, ásamt unnusta sínum, Grétari Amazeen. Hún er við nám í innanhúsarkítektúr og tekur að sér leiðsögn um borgina á vegum Berlínanna.
Meira

Leitin að engli dauðans komin út

Út er komin bókin Leitin að engli dauðans eftir Húnvetninginn Jóhann Fönix Arinbjarnarson. Sagan gerist í framtíðinni og fjallar um veröld sem alveg eins gæti orðið að veruleika. Útgáfan túrí ehf. á Laugarbakka sér um dreifingu.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 6. desember 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Þar sem í mörgu var að snúast á jólaföstu voru fundarmenn óvenjufáir eða sjö talsins. Fundinum lauk kl. 14:15.
Meira

Girðingavinna í lok nóvember

Hestamannafélagið Skagfirðingur sá sér leik á borði og nýtti hina góðu tíð sem landsmenn hafa notið undanfarið og lét girða meðfram reiðvegi er liggur í gegnum lönd Brekku, Víðimels og Álftagerðis. Vinnan fór fram í síðustu viku en alls er girðingin um tveir kílómetrar að lengd.
Meira

Aðalfundur Ferðafélags á morgun

Ferðafélag Skagfirðinga heldur aðalfund sinn fyrir árið 2015 á morgun, miðvikudaginn 7. desember klukkan 20:30. Fundarstaður er Sveinsbúð, húsnæði Skagfirðingasveitar, að Borgarröst 1 á Sauðárkróki.
Meira

Kristján Bjarni og Reynir Snær með lag í Jólalagakeppni Rásar 2

Lagið „Jólin koma“ eftir Kristján Bjarna Halldórsson og Reyni Snæ Magnússon komst í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2. Það var eitt af sjö lögum sem komst áfram en 60 lög voru send inn í keppnina. Lögin verða spiluð á Rás 2 næstu dagana og hlustendur geta tekið þátt í atkvæðagreiðslu. Sigurlagið verður svo tilkynnt sem jólalag Rásar 2 árið 2016.
Meira

140 milljónir í gervigrasvöll

Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. fimmtudag var lögð fram tillaga um að gerð yrði breyting á framkvæmdaáætlun eignasjóðs 2016 þannig að 140 milljónir króna yrðu fluttar af framkvæmdum við sundlaug á Sauðárkróki yfir á nýtt verkefni, gervigrasvöll á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki.
Meira

Vill deiliskipuleggja Borgarvirki

Ásta Hermannsdóttir hefur fyrir hönd Minjastofnunar Íslands óskað eftir heimild til að deiliskipuleggja Borgarvirki í Vesturhópi og næsta nágrenni þess. Skipulaginu er ætlað að stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu og gera þær aðgengilegri fyrir ferðamenn sem koma að virkinu.
Meira

Tapað - fundið

Inn á afgreiðslu Nýprents kom maður með bíllykil sem hann hafði fundið í Raftahlíðinni á Sauðárkróki. Á lyklinum er Toyotamerki auk annars merkis á lyklakippunni sjálfri sem eigandi getur veitt upplýsingar um til að sanna eignarhald sitt.
Meira