Fréttir

Lagt til að sveitarfélögum verið fækkað úr 74 í níu

Í nýrri skýrslu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins um stöðu atvinnulífsins er lagt til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu. Lagt er til að Norðurland vestra, frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri, verði eitt sveitarfélag. Vísir.is greindi frá þessu í dag.
Meira

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu 50 ára

Í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalasafns Austur-Húnavatnssýslu, mánudaginn 5. desember 2016, verður opið hús frá kl. 15-17 í húsnæði safnsins. Boðið verður upp á ljósmyndasýningu og skoðun á safninu. Kaffi og meðlæti og lifandi tónlist. Allir eru velkomnir.
Meira

Ný heimasíða Tindastóls

Ungmennafélagið Tindastóll hefur tekið í notkun nýja heimasíðu en með henni er vonast til að upplýsingaflæði til foreldra og iðkenda muni batna frekar. Komnar eru inn helstu upplýsingar um starfsemi deildarinnar og allra flokka og verður heimasíðan uppfærð reglulega.
Meira

Glæsileg sýning í nýjum búningnum

Síðustu þrjú ár hafa hestafimleikakrakkar á Hvammstanga verið á ferðinni og safnað dósum og flöskum en upphafslegt markmið var að stofna sjóð til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Í ár var hins vegar brugðið út af þeim áætlunum og ákveðið að safna fyrir nýjum búningum. "Og það tókst!" segir Irina Kamp hjá hestamannafélaginu Þyt og þakkar fólki á Hvammstanga fyrir að taka svo vel á móti krökkunum að draumurinn þeirra rættist.
Meira

Akureyringar sterkari á lokakaflanum og Maltbikarinn úr sögunni hjá Stólunum

Tindastólsmenn sóttu spræka Þórsara heim til Akureyrar í dag og var leikurinn liður í 16 liða úrslitum Maltbikarsins. Það var því sannkallaður Norðurlandsslagur sem boðið var upp á og stóð hann undir nafni því baráttan var í algleymingi. Stólarnir voru yfir í hléi en heimamenn komu einbeittir til leiks í síðari hálfleik og á lokamínútum leiksins reyndust þeir sterkari og sigruðu 93-81.
Meira

Keypti 600 hektara eyðijörð

Karólína í Hvammshlíð varð til þegar hin þýsk-ættaða Caroline Kerstin Mende festi kaup á eyðijörðinni Hvammshlíð á síðasta ári og breytti nafni sínu á Fésbókinni til samræmis við ný heimkynni. Aðkoma að bænum er frá Þverárfjallsvegi þar sem hann hæst stendur og skaflar loka fyrir umferð þegar þannig háttar veðri. Þegar blaðamaður Feykis fór þar um eitt sinn velti hann vöngum yfir því hvernig það væri að búa á slíkum stað, hvort ekki væri veður ill á vetrum með ófærð og tilheyrandi einangrun. Til að komast að því heimsótti hann húsfrúna einn dumbungsdag í nóvember, fékk kaffi og spurði hana út í hennar hugarefni.
Meira

Hundfúll er pínu hugsi...

Ætli brúneggin verði ekki spæld ef þau verða ekki með í jólabakstinum?
Meira

Söfnun til styrktar Guðnýju Ragnarsdóttur stendur til 5. desember

Vinkonur Guðnýjar Ragnarsdóttur hafa síðan í vor staðið fyrir söfnun til styrktar Guðnýju Ragnarsdóttur og fjölskyldu hennar en Guðný berst við illkynja eitlakrabbamein. Söfnuninni lýkur á mánudaginn.
Meira

Eysteinn Ívar í flokki með Gumma Ben og Rikka G

Mikill metnaður er í útsendingum frá heimaleikjum Tindastóls í körfunni hjá Tindastóll TV og nýtur mikilla vinsælda. Sýnt er beint frá leikjunum en einnig er hægt að nálgast þá eftir á. Sem dæmi hafa yfir 1200 manns horft á leikinn sem framfór í gærkvöldi. Þá hafa lýsendur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en nú hefur Eysteinn Ívar fengið óvænta athygli.
Meira

Hátíðarstemning á Hvammstanga á morgun

Það verður hátíðarstemning á morgun þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu við Félagsheimilið á Hvammstanga. Athöfnin hefst klukkan 17 en þar mun Aðalsteinn G. Guðmundsson leika jólalög og börn úr 4. og 5. bekk sjá um söng. Frést hefur að jólasveinar ætli að mæta á staðinn með góðgæti fyrir þægu börnin.
Meira