Fréttir

14 milljónir til að ljúka iPadvæðingu

Í vikunni veitti verkefnisstjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði Fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar styrk að upphæð 7 milljónir króna til að unnt væri að ljúka innleiðingu iPadvæðingu skólanna í Skagafirði. Kemur fjárhæðin á móti jafnháu framlagi sveitarfélagsins sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun þessa árs.
Meira

Helgargóðgætið

Er ekki vel við hæfi að setja inn uppskrift af gómsætri tertu svona af því að það er Konudagurinn á sunnudaginn. Eiginmenn og unnustar nú er tími til að
Meira

Samkaup Úrval á Skagaströnd verður Kjörbúðin

Að undangenginni mikilli vinnu og framkvæmd kannana verður Samkaups verslunum víða um land breytt á komandi mánuðum og munu mynda nýja keðju sem heitir Kjörbúðin. Meðal þeirra er Samkaup Úrval á Skagaströnd sem opnar í dag.
Meira

Tæpar 66 milljónir í styrki

Uppbyggingarsjóður og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarverkefna Fimmtudaginn 16. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í veitingahúsinu Sjávarborg á Hvammstanga. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 135 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til 64 aðila, alls að upphæð tæpar 56,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Alls bárust sjö umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 17 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 9,4 millj. kr.
Meira

Hester lék lausum hala í Hólminum

Tindastólsmenn fóru giska létt með botnlið Snæfells þegar liðin áttust við í Dominos-deildinni í Stykkishólmi í kvöld. Heimamenn héngu í stuttbuxum Stólanna fyrstu tólf mínúturnar en síðan skildu leiðir. Snæfellingar réðu ekkert við Antonio Hester sem gerði 43 stig í leiknum og lék á allsoddi. Lokatölur 59-104.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Íbess/TopReiter

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í KS-deildinni er Íbess/TopReiter. Jóhann B. Magnússon kúabóndi á Bessastöðum í Húnaþingi vestra er liðsstjórinn, harðsnúinn keppnismaður, fluglaginn og vel hestaður. Litli bróðir Jóa, Magnús Bragi Magnússon á Íbishóli, er þarna innanborðs, þekktur um allan heim og kemur sífellt á óvart.
Meira

Sóldísir með tónleika á konudaginn

Nú fer mildum þorra að ljúka og góan tekur við en fyrsti dagur þess mánaðar er hinn ljúfi konudagur sem er nk. sunnudag. Þann dag hafa konurnar í kvennakórnum Sóldís í Skagafirði tileinkað söng og munu þess vegna halda konudagstónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Feykir leit við á æfingu og forvitnaðist um tónleikana og kórinn.
Meira

Sædís ÞH til Skagastrandar

Nýr bátur bættist í flota Skagstrendinga í vikunni þegar Sædís ÞH 305 sigldi til hafnar á Skagaströnd. Báturinn er keyptur frá Húsavík en eigendur hans, þeir Ragnar Már Björnsson og Alex Már Gunnarsson, ætla sér á grásleppu- og strandveiðar í vor. Ragnar sagði í samtali við Feyki í morgun að báturinn hafi reynst vel á leiðinni frá Húsavík, hægt að keyra hann hratt enda blíðuveður.
Meira

Fermingarlína NTC hf

Já NTC hf klikkar seint á fermingarlínunni, enda mikil vinna lögð í að gera hana bæði fallega og stílhreina, fyrir bæði stelpur og stráka. Ég mæli með að fara inná netverslunina þeirra (www.ntc.is) og skoðið hvað er í boði því ég þori að veðja að val á fermingarfötunum er einn af stóru höfuðverkjunum þegar þessi viðburður er í vændum.
Meira

Nýr slökkvibíll í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra hefur fengið afhentan nýjan slökkvibíl af gerðinni Ford F550 4x4 super duty crew cab, árgerð 2017. Bíllinn sem smíðaður er á Ólafsfirði hentar að fullkomlega fyrir starfssvæði Húnaþing vestra þar sem eru langar vegalengdir og víða vegslóðar sem bera ekki hefðbundna slökkvibíla.
Meira