Fréttir

Vetur konungur hefur heilsað

Nú hefur vetur konungur heilsað á Norðurlandi vestra. Í gær og í fyrradag féllu ýmsir viðburðir niður vegna veðurs og röskun varð á skólaakstri. Morgunblaðið barst ekki í hús í morgun og víða voru menn að moka til að koma bílum út úr bílastæðum á Sauðárkróki í morgun.
Meira

Bjarkarkonur buðu upp á blóðsykursmælingu

Konurnar í Lionsklúbbnum Björk á Sauðárkróki buðu upp á blóðsykursmælingu í Skagfirðingabúð á þriðjudaginn. Er það árviss viðburður hjá klúbbnum og hefur þjónustan mælst vel fyrir.
Meira

Safnljóð Gísla Þórs komin út

Út er komin ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Safnljóð 2006-2016, en um er að ræða úrval ljóða úr þeim fimm ljóðabókum sem áður hafa komið út frá sama höfundi. Bækurnar spanna tímabilið frá árinu 2006 til 2010. Einnig er að finna texta við lög Gísla af fjórum plötum sem hann hefur gefið út á árunum 2012 -2016.
Meira

Sól rís á ný

Í sannleika sagt, þá er það tæplega svo að jafnaðarmenn séu búnir að ná áttum eftir nýliðnar kosningar. Enn velta karlar og konur vöngum yfir niðurstöðum og því afdráttarlausa hruni sem er veruleikinn í okkar röðum. Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi eru auðnin ein, rjúkandi rústir. Takmark okkar um að verja þingsæti jafnaðarmanna í Norðvesturkjördæmi náðist reyndar og það eitt er gleðiefni.
Meira

Bólu-Hjálmar settur á frest

Dagskrá sem vera átti um Bólu-Hjálmar í tilefni af Degi íslenskrar tungu á Löngumýri í Skagafirði hefur verið frestað vegna versnandi veðurs og slæmrar veðurspár. Búist er við vaxandi norðan- og norðvestanátt með éljagangi um landið norðanvert.
Meira

Söfnuðu 11.500 krónum fyrir Rauða krossinn

Þessar duglegu dömur héldu á dögunum tombólu á við Hlíðarkaup til styrktar Rauða krossinum. Söfnuðu þær alls 11.500 krónum. Þær heita Heiðrún Erla Stefánsdóttir, Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir og María Rut Gunnlaugsdóttir.
Meira

Opnar vinnustofur í Gúttó

Sólon Myndlistarfélag á Sauðárkróki verður með opnar vinnustofur í Gúttó frá 18. nóvember og til jóla. Opið verður á föstudögum frá 17 – 20 og laugardögum frá 13 – 16.
Meira

Rocky Horror frumsýnt í kvöld

Það fer mikið fyrir kynþokka og skrautlegum, djörfum klæðnaði í sýningu nemenda FNV um hinn mjög svo ófullkomna Rocky sem Dr. Frank N Furter reynir að fullgera. Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa undanfarnar vikur æft af krafti söngleikinn Rocky Horror sem frumsýndur verður í kvöld, miðvikudag, í Bifröst á Sauðárkróki. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og aðstoðarleikstjóri er Heiða Jonna Frðfinnsdóttir.
Meira

Rekstur Sjávarleðurs tryggður

Tilboði Gunnsteins Björnssonar, framkvæmdastjóra, og fjárfestingahóps sem hann er aðili að, í eigur þrotabús Sjávarleðurs á Sauðárkróki var samþykkt í upphafi vikunnar og starfsemi verksmiðjunnar því áfram tryggð. Frá því að fyrirtækið fór í þrot í júní sl. hefur tekist að halda starfsemi verksmiðjunnar gangandi með lágmarks mannskap en í september tók Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri ásamt fleirum, Gestastofu Sútarans á leigu og hafa 10 starfsmenn framleitt sútuð fiskroð fyrir viðskiptavini og afhent þaðan.
Meira

Slitnaði upp úr stjórnarviðræðum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir að fundir flokkanna að undanförnu hafi leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum.
Meira