Fréttir

Heilsudagar hafnir á Blönduósi

Heilsudagar á Blönduósi hófust á Blönduósi í dag og standa þeir yfir til 18. apríl. Markmið þeirra er að hvetja fólk til að hreyfa sig og huga vel á heilsunni.
Meira

Vilja byggja 14 íbúðir á lóð gamla barnaskólans

Eitt kauptilboð barst í gamla barnaskólann við Freyjugötu á Sauðárkróki sem felst í að breyta húsnæðinu í íbúðir. Tilboðið barst frá Friðriki Jónssyni ehf. fyrir hönd óstofnaðs dótturfélags. Farið var yfir tilboðið á fundi Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær.
Meira

Gurley hættir hjá Tindastóli

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Anthony Gurley hafa komist að samkomulagi um að Anthony hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Eftir langt og gott spjall formanns körfuknattleiksdeildar og Anthony töldu báðir aðilar að það væri félaginu fyrir bestu að Anthony myndi hætta að leika fyrir félagið,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Dans- og nýsköpunarviku austan Vatna lýkur með súpu og sýningu

Í vikunni sem er að líða hefur verið dans- og nýsköpunarkennsla í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði. Hafa nemendur frá starfsstöðunum þremur verið saman komnir á Hofsósi í kennslunni. Einnig hefur öll tónlistarkennslan verið á Hofsósi í vikunni.
Meira

Naumur sigur eftir hörkuspennandi leik

Hann var æsispennandi annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka sem fór fram í Síkinu í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Haukarnir höfðu unnið fyrsta leik liðanna í Hafnarfirði og sóttu hart að sigri í Síkinu. Þegar leið á leikinn snéru Stólarnir vörn í sókn og fóru loks með nauman sigur af hólmi, 69-68.
Meira

Karlatölt Norðurlands

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20. apríl nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19:00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.
Meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra í dag

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra verður haldinn á Hótel Varmahlíð klukkan 15 í dag. Efni fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu og samræmingu hennar á Norðurlandi vestra.
Meira

Þórarinn sigurvegari KS Deildarinnar 2016

Sigurvegari KS Deildarinnar 2016 er Þórarinn Eymundsson. Í öðru sæti varð Mette Mannseth og Ísólfur Líndal í því þriðja. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina 2016, eftir frábæra frammistöðu í vetur, eins og segir á fésbókarsíðu deildarinnar.
Meira

Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Síkinu í kvöld - grillborgarar fyrir leik

Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Dominos-deildin karla í körfu fer fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Fyrsti leikurinn fór fram sl. sunnudag og voru úrslit Haukum í vil. Í kvöld munu Stólarnir verja Síkið með kjafti og klóm og koma sér almennilega inn í einvígið með sterkum sigri.
Meira

Hvernig metum við hið ómetanlega?

Í lok síðustu viku var haldin önnur ráðstefnan í röð fjögurra ráðstefna undir yfirskriftinni Hvernig metum við hið ómetanlega? Að ráðstefnunni stóð Guðbrandsstofnun í samstarfið við Bandalag íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Meira