Fréttir

Þú skalt ekki hneykslast!

Herra Hundfúll hefur verið í andlegri krísu síðan Reykjavíkurdætur dilluðu sér og sínum í ljósbláum sjónvarpsþætti Gísla Marteins á dögunum. Eftir að hafa slafrað í sig ýmis misgáfuleg ummæli á samfélagsmiðlum þjóðarinnar ætlaði Herra Hundfúll að hneykslast ærlega hér á Feyki.is en ...
Meira

Upplýsinga beðið um skaðsemi dekkjakurls

Umræður um dekkjakurl á sparkvöllum, sem er að finna á flestum þéttbýlisstöðum landsins, hafa ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með fréttum undanfarna dag. Ljóst virðist að kurlið innihaldi skaðsöm efni og því er víða verið að undirbúa aðgerðir til að skipta því út fyrir annars konar efni, en kurlinu er dreift sem uppfyllingarefni yfir gervigras á sparkvöllum.
Meira

Rabb-a-babb 128: Atli Fannar

Nafn: Atli Fannar Bjarkason. Árgangur: 1984. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Lilju Kristjánsdóttur laganema og megaskutlu. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Fæddur á Sauðárkróki. Mamma heitir Helga Haraldsdóttir og býr á Sjávarborg og pabbi heitir Bjarki Hrafn Ólafsson. Hann vann einu sinni í mjólkurbúinu á Króknum. Besti ilmurinn? Nýbakaðar smákökur, nýslegið gras og auðvitað lyktin af sigri.
Meira

Myndskeið frá Mjallhvíti og dvergunum sjö

Mjallhvít og dvergarnir sjö, leiksýning nemenda í 10. bekk Árskóla, sem er til sýningar um þessar mundir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki hefur vakið mikla lukku, eins og greint var frá á feykir.is í gær. Hér má sjá myndskeið Skottu Film frá sýningunni en eins og sjá má leggja nemendur skólans allt í sölurnar til að gera sýninguna sem glæsilegasta.
Meira

Fermingarblað Feykis aðgengilegt á netinu

Feykir vikunnar er tileinkaður fermingum. Að venju er blaðið stærra í sniðum, fjölbreytt og vandað til útlits þess. Meðal efnis er viðtal við Nönnu Rögnvaldar matreiðslufrömuð og metsöluhöfund þar sem segir frá æskuárum sínum í Skagafirði og talar um matarástina. Fjallað er um söngleikinn Súperstar sem verið er að setja á svið á Hvammstanga og viðtal við Jóhönnu Ey sem hannar og saumar undir J.EY Design.
Meira

Auðveldur sigur á fjölbrautaskólapiltum í Iðunni

Í gærkvöldi fór síðasta umferðin fram í deildarkeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik. Ljóst var fyrir leikina að KR-ingar voru orðnir deildarmeistarar en Keflvíkingar og Stjarnan börðust um annað sætið og þar hafði Stjarnan betur. Lið Tindastóls, sem vann í gærkvöldi auðveldan sigur á liði FSu á Selfossi, endaði í sjötta sæti deildarinnar og spilar því gegn Keflvíkingum í úrslitakeppninni sem hefst 17. mars.
Meira

Rómantískir kjólar og töff jakkaföt í fermingartískunni

Já, það eru tískustraumar í fermingarfatnaðinum eins og í öllu öðru. Undanfarin ár hefur hann reyndar verið nokkuð svipaður, helstu breytingar hafa verið á sniðum og eitthvað í litum. Mest áberandi eru sætir kjólar á stelpurnar og flott jakkaföt á strákana.
Meira

Áskorendamót Riddara Norðursins í kvöld

Áskorendamót Riddara Norðursins verður haldið í Reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld, föstudagskvöldið 13. mars. Mótið hefst kl 20.00 og kostar 1000 krónur inn. Eins og seinustu ár skora Riddarar Norðursins á fjögur lið til keppni við sig. Þrjú af þessum liðum hafa mætt til keppni áður, þau eru: Vatnsleysa, Viðar á Björgum og Lúlli Matt. Auk þessara liða kynna Riddarar með ánægju til keppni nýtt lið, Hafsteinsstaði.
Meira

Húnar aðstoða ferðamenn í vanda

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga fóru í tvö útköll síðastliðinn mánudag. Fyrra útkallið barst kl. 15:50 þar sem kínverskir ferðamenn óskuðu eftir aðstoð 10 km inni á veg F547 þar sem þeir sáu fastir.
Meira

Mjallhvít frumsýnd í Bifröst

Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst í gær. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði. „Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala,“ segir um söguþráð leikritsins eftir hinu sívinsæla Grímsævintýri.
Meira