Fréttir

„Börnin vildu endilega setja þetta á disk“

Hin 76 ára Erla Gígja Þorvaldsdóttir á Sauðárkróki hefur árum saman dundað við lagasmíðar sér til ánægju. Á dögunum kom út hennar fyrsti geisladiskur. Lögin fjórtán á disknum eru öll eftir hana, flutt af hinum ýmsu tónlistarmönnum, við texta eftir höfunda sem flestir eru skagfirskir.
Meira

Fyrirmynd í námi fullorðinna

Námsmenn Farskólans í Grunnmenntaskólanum, sem er hluti af Fisktækninámi, fengu viðurkenningu nýverið viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2015, eins og sagt er frá á vef Farskólans-Miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra.
Meira

Bókagjöf úr minningarsjóði Svandísar Þulu

Minningarsjóður Svandísar Þulu færði leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi bókagjöf í gær. Svandís Þula Ásgeirsdóttir lést í bílslysi þann 2. desember 2006, einungis fimm ára gömul. Hún var í bíl ásamt föður sínum og eldri bróður þegar slysið varð.
Meira

Tveir af fjórum sem keppa til úrslita eru Skagfirðingar

Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson og eru komnir í úrslit keppninnar The Voice Ísland sem fram hefur farið á Skjá einum í vetur. Það má því segja að Skagfirðingar eigi helming þeirra fjögurra keppenda sem keppa til úrslita annað kvöld.
Meira

Jólabingó 10. bekkinga í Varmahlíð

Nemendur í 10. bekk Varmahlíðarskóla verða með sitt árlega jólabingó í matsal skólans, föstudaginn 4. desember kl 17:00. Að vanda verða fjölbreyttir og flottir vinningar.
Meira

Tugir milljóna og fjöldi stöðugilda um allan landshlutann

Útlit er fyrir að nokkrum tugum milljóna verði varið til eflingar atvinnulífs á Norðurlandi vestra, þar af talsvert margra verkefna sem Norðvesturnefndin lagði til, að sögn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra sem situr í Fjárlaganefnd Alþingis. Fjárlaganefndin var á lokametrunum við að afgreiða fjárlögin til annarrar umræðu þegar Feykir heyrði í honum í gær.
Meira

Bjart að mestu í dag en gengur í hvassa norðaustanátt á morgun

Bjart verður að mestu í dag á Ströndum og Norðurlandi vestra en líkur á smáéljum. Frost 0 til 10 stig, mildast við sjávarsíðuna. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er snjóþekja og hálka á vegum á Norðurlandi en þæfingsfærð á nokkrum sveitavegum.
Meira

Kynningarfundur um kjarasamning

Kynningarfundur um kjarasamning milli Kjalar stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var 20. nóvember 2015, verður á Kaffi Krók fimmtudaginn 3.desember kl. 16.30 til 17.30.
Meira

Snjókoma á annesjum en stöku él inn til landsins

Talsverð ofankoma er á Norðurlandi og sumstaðar hvasst. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er þæfingur á Þverárfjalli og á köflum í Skagafirði, núna á tíunda tímanum. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember.
Meira

Nemanda Varmahlíðarskóla veitt verðlaun á Bessastöðum

Ása Sóley Ásgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk Varmahlíðarskóla, hlaut verðlaun síðastliðinn laugardag fyrir verkefni Forvarnardagsins. Á vef Varmahlíðarskóla kemur fram að henni hafi verið boðið af því tilefni til síðdegisboðs á Bessastöðum, ásamt fjölskyldu og skólastjóra. Verðlaunin voru veitt fyrir að leysa netratleik en sex nemendum tókst verkið, þremur grunnskólanemendum og þremur framhaldsskólanemendum.
Meira