Heimsmeistarinn í Byrðuhlaupi skorar á aðra hlaupara að taka þátt að ári
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf, Lokað efni
05.07.2025
kl. 12.31
Byrðuhlaupið fór fram í Hjaltadal 17. júní síðastliðinn. Það var Christian Klopsch sem stóð uppi sem sigurvegar og bætti heimsmetið í leiðinni. Christian er 33 ára gamall doktorsnemi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Hann flutti 2022 til Hóla og hefur langað að taka þátt í Byrðuhlaupi síðustu ár en var aldrei heima – þar til nú. Þannig að í Byrðuhlaupinu 2025 kom Christian, sá og sigraði. Katharina Sommermeier, formaður Umf. Hjalta sem stendur fyrir hlaupinu, spjallaði við Christian fyrir Feyki.
Meira